„Jón Guðleifur Ólafsson“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: 250px|thumb|''Jón Guðleifur Ólafsson. '''Jón Guðleifur Ólafsson''' frá Garðstöðum, bifreiðastjóri, fiskim...) |
m (Verndaði „Jón Guðleifur Ólafsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 10. október 2019 kl. 15:02
Jón Guðleifur Ólafsson frá Garðstöðum, bifreiðastjóri, fiskimatsmaður, útgerðarmaður fæddist 20. september 1916 og lést 16. febrúar 1985.
Foreldrar hans voru Ólafur Eyjólfsson formaður, útgerðarmaður, f. 4. febrúar 1891 á Náströnd í Útskálasókn, d. 31. júlí 1956, og kona hans Auðbjörg Valtýsdóttir húsfreyja, f. 8. ágúst 1889 á Önundarhorni u. Eyjafjöllum, d. 14. ágúst 1963.
Börn Auðbjargar og Ólafs:
1. Valtýr Óskar Ólafsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 11. ágúst 1914 á Önundarhorni u. Eyjafjöllum, d. 24. febrúar 1983.
2. Jón Guðleifur Ólafsson bifreiðastjóri, fiskimatsmaður, útgerðarmaður, f. 20. september 1916, d. 16. febrúar 1985.
Fóstursonur þeirra, systursonur Ólafs var
3. Eyjólfur Jónsson sjómaður, vélstjóri, f. 26. mars 1922, d. 6. október 1959.
Jón Guðleifur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var sjómaður á Garðstöðum 1930, var tvö sumur til sjós á trillu frá Þórshöfn á Langanesi.
Jón Guðleifur nam vélstjórn, var vélstjóri hjá Ólafi Vigfússyni í sex ár og í þrjú ár var hann vélstjóri á togaranum Bjarnarey.
Þegar hann hætti til sjós varð hann bifreiðastjóri hjá Einari Sigurðssyni og gerðist fiskimatsmaður 1958, síðar varð hann yfirfiskimatsmaður og gegndi því starfi til æviloka.
Árið 1970 stofnaði Jón Guðleifur ásamt
Guðjóni Pálssyni skipstjóra, tengdasyni sínum og Ólafi Má Sigmundssyni útgerðina Ufsaberg h.f., sem keypti og gerði út Gullberg sem síðar varð Glófaxi. Árið 1973 seldu þeir þann bát og keyptu annað Gullberg frá Noregi.
Þau Anna giftu sig 1939, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu í Laufási, en byggðu húsið Austurveg 3. Það hús fór undir í Gosinu 1973. Þau byggðu hús að Illugagötu 15b og bjuggu þar til loka.
Jón Guðleifur lést 1985 og Anna 2010.
Kona Jóns Guðleifs, (16. desember 1939), var Anna Þorsteinsdóttir frá Laufási, húsfreyja, f. 13. maí 1919, d. 18. desember 2010.
Börn þeirra:
1. Elínborg Jónsdóttir húsfreyja, útgerðarmaður, síðar launafulltrúi á Sjúkrahúsinu, f. 6. september 1941 í Laufási.
2. Ólafur Jónsson skrifstofumaður, f. 23. júní 1948 í Laufási.
3. Þorsteinn Jónsson skipasmiður, síðar veitingamaður, f. 19. maí 1951 í Laufási, d. 9. apríl 2010.
4. Jóhann Jónsson framkvæmdastjóri Lifrarsamlagsins, síðar verslunarstjóri, f. 9. desember 1956 á Austurvegi 3.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1985.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.