„Magnea Lilja Þórarinsdóttir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Magnea Lilja Þórarinsdóttir. '''Magnea Lilja Þórarinsdóttir''' húsfreyja fæddist 17. september 1918 í Reykjavík og l...) |
m (Verndaði „Magnea Lilja Þórarinsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 22. ágúst 2019 kl. 19:46
Magnea Lilja Þórarinsdóttir húsfreyja fæddist 17. september 1918 í Reykjavík og lést 8. september 2003 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Þórarinn Finnsson vélstjóri, innheimtumaður, f. 8. maí 1880 á Tunguhóli í Fáskrúðsfirði, d. 25. september 1960 í Reykjavík, og síðari kona hans Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja, f. 1. október 1879, d. 27. febrúar 1945 í Reykjavík.
Hálfsystkini Magneu Lilju, af sama föður, í Eyjum:
1. Stúlka, f. 15. febrúar 1909, d. 8. mars 1909.
2. Óskar Þórarinsson húsasmíðameistari á Hrafnabjörgum f. 28. júní 1910 á Norðfirði, d.
17. maí 1982.
3. Ásta Aðalheiður Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 7. apríl 1912 í Fagurhól, d. 8. október 1985 á Selfossi.
Þau Haraldur giftu sig 1938 í Eyjum, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Austurvegi 2 og Fífilgötu 5, fluttust úr Eyjum fyrri hluta fimmta áratugarins og bjuggu í Reykjavík.
Haraldur lést 1996 og Magnea Lilja 2003.
I. Maður Magneu Lilju, (8. október 1938), var Haraldur Gíslason frá Skálholti við Urðaveg, verkstjóri, rafvirki, f. 28. febrúar 1916 í Skálholti við Landagötu, d. 22. júní 1996.
Barn þeirra:
1. Erna Sigríður Haraldsdóttir flugfreyja, f. 25. janúar 1940, d. 15. nóvember 1978, fórst í flugslysi á Sri Lanka. Maður hennar var Jón Páll Bjarnason.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 17. september 2003. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Rafvirkjatal.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.