Magnea Lilja Þórarinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Magnea Lilja Þórarinsdóttir.

Magnea Lilja Þórarinsdóttir húsfreyja fæddist 17. september 1918 í Reykjavík og lést 8. september 2003 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Þórarinn Finnsson vélstjóri, innheimtumaður, f. 8. maí 1880 á Tunguhóli í Fáskrúðsfirði, d. 25. september 1960 í Reykjavík, og síðari kona hans Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja, f. 1. október 1879, d. 27. febrúar 1945 í Reykjavík.







ctr
Magnea, Guðrún móðir hennar og Þórarinn faðir hennar.


Hálfsystkini Magneu Lilju, af sama föður, í Eyjum:
1. Stúlka, f. 15. febrúar 1909, d. 8. mars 1909.
2. Óskar Þórarinsson húsasmíðameistari á Hrafnabjörgum f. 28. júní 1910 á Norðfirði, d. 17. maí 1982.
3. Ásta Aðalheiður Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 7. apríl 1912 í Fagurhól, d. 8. október 1985 á Selfossi.

Þau Haraldur giftu sig 1938 í Eyjum, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Austurvegi 2 og Fífilgötu 5, fluttust úr Eyjum fyrri hluta fimmta áratugarins og bjuggu í Reykjavík.
Haraldur lést 1996 og Magnea Lilja 2003.

ctr
Magnea, Erna Sigríður og Haraldur.

I. Maður Magneu Lilju, (8. október 1938), var Haraldur Gíslason frá Skálholti við Urðaveg, verkstjóri, rafvirki, f. 28. febrúar 1916 í Skálholti við Landagötu, d. 22. júní 1996.
Barn þeirra:
1. Erna Sigríður Haraldsdóttir flugfreyja, f. 25. janúar 1940, d. 15. nóvember 1978, fórst í flugslysi á Sri Lanka. Maður hennar var Jón Páll Bjarnason.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 17. september 2003. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.