„Sigríður Einarsdóttir (Skálholti)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|250 px|''Skálholt-yngra við Urðaveg. '''Októvía ''Sigríður'' Einarsdóttir''' frá Sandhúsi í Mjóafirði eystra, húsfreyja fæddist 15....)
 
m (Verndaði „Sigríður Einarsdóttir (Skálholti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 15. ágúst 2019 kl. 21:43

Skálholt-yngra við Urðaveg.

Októvía Sigríður Einarsdóttir frá Sandhúsi í Mjóafirði eystra, húsfreyja fæddist 15. desember 1891 og lést 24. ágúst 1964.
Foreldrar hennar voru Einar Eyjólfsson húsmaður, bóndi, síðar í Reykjavík, húsbóndi í Árnahúsi þar 1901, f. 1857, og kona hans Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 14. mars 1864, d. 8. maí 1941.

Sigríður fluttist úr Mjóafirði til Reykjavíkur með foreldrum sínum 1894-1895.
Hún var niðursetningur á Laufásvegi 13a 1901.
Hún flutti til Eyja 1908, 17 ára, var 18 ára vinnukona á Miðhúsum 1909.
Þau Gísli giftu sig 1910, eignuðust sex börn, en misstu eitt þeirra á fjórða ári þess. Þau bjuggu á Akri við Landagötu 1910, í Skálholti við Landagötu 1912 og enn 1925, voru komin í hús sitt Skálholt við Urðaveg 1927, misstu það í kreppunni á fjórða áratugnum.
Þau bjuggu í Kirkjuhvammi við Kirkjuvegi 43 1940 og 1945, en í Sólhlíð 3 1949 og síðan.
Gísli lést 1962 og Sigríður 1964.

I. Maður Októvíu Sigríðar, (1910), var Gísli Magnússon skipstjóri og útgerðarmaður, f. 24. júní 1886, d. 2. maí 1962.

ctr
Sigríður, Gísli og fjögur elstu börn þeirra. Frá vinstri: Sigríður, Ágústa, Óskar og Haraldur.

Börn þeirra:
1. Sigríður Margrét Gísladóttir húsfreyja, f. 5. febrúar 1912 í Skálholti-eldra, d. 20. maí 2010.
2. Óskar Gíslason skipstjóri, f. 6. mars 1913 í Skálholti-eldra, d. 19. janúar 1983.
3. Ágústa Gísladóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1914 í Skálholti-eldra, d. 15. ágúst 1941.
4. Haraldur Gíslason verkstjóri, f. 28. febrúar 1916 í Skálholti-eldra, d. 22. júní 1996.
5. Garðar Þorvaldur Gíslason vélvirki, kafari, f. 22. júní 1931 í Skálholti-yngra, d. 17. júní 2013.
6. Erna Gísladóttir, f. 8. mars 1933 í Skálholti-yngra, d. 21. júní 1936.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Mjófirðingasögur. Vilhjálmur Hjálmarsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1987-1990.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.