„Nanna Káradóttir (Presthúsum)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Nanna Káradóttir''' frá Presthúsum, klæðskerameistari, saumakona í Reykjavík fæddist 1. marz 1912 og lést 14. júní 1978.<br> Foreldrar hennar voru Kári Sigurðs...) |
m (Verndaði „Nanna Káradóttir (Presthúsum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 6. ágúst 2019 kl. 13:25
Nanna Káradóttir frá Presthúsum, klæðskerameistari, saumakona í Reykjavík fæddist 1. marz 1912 og lést 14. júní 1978.
Foreldrar hennar voru Kári Sigurðsson bóndi, bátsformaður, útvegsbóndi í Hvíld og Presthúsum, f. 12. júlí 1880 í Selshjáleigu í V-Landeyjum, d. 10. ágúst 1925, og kona hans Þórunn Pálsdóttir húsfreyja, f. 12. nóvember 1879 í Vesturholtum u. Eyjafjöllum, d. 25. mars 1965 í Reykjavík.
Börn Þórunnar og Kára voru:
- Ingileif, f. 10. júní 1903, d. 16. júní 1903;
- Helga húsfreyja á Önundarstöðum í A-Landeyjum, f. 30. maí 1904, d. 13. júní 1999;
- Óskar byggingafulltrúi í Eyjum, f. 9. ágúst 1905, d. 2. maí 1970;
- Ingileif húsfreyja í Reykjavík, f. 21. október 1906, d. 29. ágúst 2003;
- Sigurbjörn kaupmaður í Reykjavík, f. 31. maí 1908, d. 21. apríl 1997;
- Þórður sjómaður í Reykjavík, f. 10. ágúst 1909, d. 20. febrúar 1933. Hann ólst upp hjá föðursystur sinni Önnu Sigurðardóttur og Jóni Jónssyni að Syðri-Úlfsstöðum í A-Landeyjum. Hann drukknaði, er línuveiðarinn Papey fórst eftir árekstur á Sundunum hjá Reykjavík.
- Guðni bakari og lengst skrifstofumaður og verzlunarmaður í Reykjavík, f. 10. september 1910, d. 18. ágúst 2004;
- Nanna saumakona í Reykjavík, f. 1. marz 1912, d. 14. júní 1978;
- Sölmundur, f. 23. apríl 1913, d. 7. apríl 1914;
- Laufey, f. 10. marz 1914, d. 14. ágúst 1917;
- Arnkell, f. 4. apríl 1916, d. 12. marz 1917;
- Rakel húsfreyja í Reykjavík, f. 4. september 1917, d. 10. ágúst 1980;
- Jón Trausti aðalbókari í Reykjavík, f. 9. febrúar 1920, d. 24. nóvember 2011;
- Kári, f. 4. júlí 1921, d. 27. febrúar 1924;
- Guðríður Svala öryrki, f. 16. júlí 1922, d. 13. desember 2005;
- Kári Þórir múrari í Reykjavík, f. 9. maí 1924, d. 10. maí 2009;
- Karl, f. 24. júlí 1925, d. 16. febrúar 1935.
Nanna var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim úr Landeyjum til Eyja 1913. Hún var með þeim í Hvíld og síðan Presthúsum.
Nanna tók þátt í leikstarfsemi í Eyjum, lék ásamt Óskari og Sigurbirni bræðrum sínum í Frænku Charleys 1938. Hún fluttist úr Eyjum fyrir 1940.
Hún lærði klæðskeraiðn og vann við saumaskap að Laugavegi 70b, einkum sneið hún til fatnaðar fyrir fólk, sem vildi sauma sjálft.
Nanna giftist Gústaf 52 ára, en hún var síðari kona hans. Þau voru barnlaus.
Hún lést 1978 og Gústaf 1986.
I. Maður Nönnu var Gústaf Adólf Ágústsson endurskoðandi, f. 31. maí 1908, d. 29. september 1986. Foreldrar hans voru Ágúst Jónsson, bóndi á Felli á Upsaströnd í Eyjafirði, síðar útvegsbóndi og vitavörður í Hrísey, f. 1. ágúst 1865, d. 8. júní 1935, og kona hans Rósa Jónsdóttir húsfreyja, f. 26. nóvember 1877, d. 28. október 1965.
Þau Gústaf voru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Ársæll Þórðarson húsasmíðameistari.
- Leiklistarsaga Vestmannaeyja 3. kafli 1930-1950.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.