„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1974/ Róðrar úr Klauf og Höfðavík“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
<big><big>'''Róðrar úr Klauf og Höfðavík'''</big></big><br>
<big><big>'''Róðrar úr [[Klauf]] og [[Höfðavík]]'''</big></big><br>


''Endurminningar ofanbyggjara''<br>
''Endurminningar ofanbyggjara''<br>
   
   
RlTSTJÓRI þessa merka rits, Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja, hefur stundum minnst á það við mig, að ég festi á blað endurminningar frá því, er ég var að alast upp fyrir ofan Hraun, í Brekkuhúsi, á fyrstu tugum aldarinnar; og þá einkum hvernig róðrum hafi verið háttað út Klaufinni og Höfðavíkinni, hinum fornu uppsátrum ofanbyggjara.<br>
RlTSTJÓRI þessa merka rits, [[Sjómannadagsblað Vestmannaeyja|Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja]], hefur stundum minnst á það við mig, að ég festi á blað endurminningar frá því, er ég var að alast upp fyrir ofan Hraun, í [[Brekkuhús|Brekkuhúsi]], á fyrstu tugum aldarinnar; og þá einkum hvernig róðrum hafi verið háttað út Klaufinni og Höfðavíkinni, hinum fornu uppsátrum ofanbyggjara.<br>
Minn góði kunningi, Ármann Eyjólfsson skólastjóri á það sannarlega skilið, að ég haldi þessu til haga og ætla ég að setja hér á blað nokkra minnispunkta.<br>
Minn góði kunningi, [[Guðjón Ármann Eyjólfsson|Ármann Eyjólfsson]] skólastjóri á það sannarlega skilið, að ég haldi þessu til haga og ætla ég að setja hér á blað nokkra minnispunkta.<br>


Ofanbyggjarabændur áttu frá því, að ég fyrst man eftir fjóra róðrarbáta, sem róið var úr Klaufinni. Róðrar hófust á vorin, er búið var að setja ofan í garða og bera á túnin. Það var í maílok. Svartfuglaeggjatakan í júnímánuði var mikið og gott búsílag, þegar vel tókst til, sem oft var. Þá fékk hver jörð úr Bjarnareyjarleigumála (8 jarðir) með mannshlut um 800 egg í sinn hlut. Það væri góður skildingur í dag. Róðrar úr Klaufinni voru stundaðir fram að lundatíma, en hann hófst eins og nú, 11 vikur af sumri, 7. júlí. Þá fór venjulega einn maður frá hverjum bæ til lundaveiði í Bjarnarey og Elliðaey og var verið við lundaveiði í 5 vikur. Þá tók einnig við sláttur og umhirða matjurtagarða. Stundum var róið um sláttinn og þá einkum, ef ekki var þurrkur. Um 18. ágúst var farið að huga að því að taka fýlinn. Hann var gott búsílag í þá daga og þótti mikils um vert, að fýlaferðirnar heppnuðust vel, en oft gekk á ýmsu með brim og veður á þessum tíma árs.<br>
Ofanbyggjarabændur áttu frá því, að ég fyrst man eftir fjóra róðrarbáta, sem róið var úr Klaufinni. Róðrar hófust á vorin, er búið var að setja ofan í garða og bera á túnin. Það var í maílok. Svartfuglaeggjatakan í júnímánuði var mikið og gott búsílag, þegar vel tókst til, sem oft var. Þá fékk hver jörð úr Bjarnareyjarleigumála (8 jarðir) með mannshlut um 800 egg í sinn hlut. Það væri góður skildingur í dag. Róðrar úr Klaufinni voru stundaðir fram að lundatíma, en hann hófst eins og nú, 11 vikur af sumri, 7. júlí. Þá fór venjulega einn maður frá hverjum bæ til lundaveiði í [[Bjarnarey]] og [[Elliðaey]] og var verið við lundaveiði í 5 vikur. Þá tók einnig við sláttur og umhirða matjurtagarða. Stundum var róið um sláttinn og þá einkum, ef ekki var þurrkur. Um 18. ágúst var farið að huga að því að taka fýlinn. Hann var gott búsílag í þá daga og þótti mikils um vert, að fýlaferðirnar heppnuðust vel, en oft gekk á ýmsu með brim og veður á þessum tíma árs.<br>
Þessir áttu báta, sem róið var á úr Klaufinni: Séra Oddgeir Guðmundsson að Ofanleiti átti einn bát, og reri oft með sonum sonum og fleirum. Jón Guðmundsson í Suðurgarði, Sigurðr Sveinbjörnsson Brekkuhúsi formaður og Sigurður Einarsson Norðurgarði áttu einn bát saman. Sæmundur Ingimundarson Draumbæ, Finnbogi Björnsson Norðurgarði formaður, Einar Jónsson Norðurgarði, en þar var tvíbýli, áttu einn bát saman. Jón Pétursson í Þorlaugargerði átti einn sinn bát. Jón Pétursson í Þorlaugargerði smíðaði, að ég held, alla róðrarbáta þeirra ofanbyggjara með færeysku lagi. Hann smíðaði einnig mikið af bátum fyrir aðra og svo mjög marga skjöktbáta, sem í þá daga fylgdu hverjum vélbáti svo lengi, sem þeir lágu við festar á höfninni. Í róðrum úr Klaufinni voru ekki notuð önnur veiðarfæri en handfærið eins og það var þá, 60 faðma strengur af 2½ punds línu með blý-eða pottsökku, tvö pund á þyngd og einn fiskikrókur. Það var í þá daga eins og nú, að fiskurinn var besti föðurlandsvinurinn og eftir honum var leitað hvar sem hann var að finna.<br>
Þessir áttu báta, sem róið var á úr Klaufinni: Séra [[Oddgeir Þórðarson Guðmundsen|Oddgeir Guðmundsson]] [[Ofanleiti]] átti einn bát, og reri oft með sonum sonum og fleirum. [[Jón Guðmundsson (Suðurgarði)|Jón Guðmundsson]] í [[Suðurgarður|Suðurgarði]], [[Sigurður Sveinbjörnsson (Brekkuhúsi)|Sigurður Sveinbjörnsson]] [[Brekkuhús|Brekkuhúsi]] formaður og [[Sigurður Einarsson (Norðurgarði)|Sigurður Einarsson]] [[Norðurgarður|Norðurgarði]] áttu einn bát saman. [[Sæmundur Ingimundarson (Draumbæ)|Sæmundur Ingimundarson]] [[Draumbær|Draumbæ]], [[Finnbogi Björnsson]] Norðurgarði formaður, [[Einar Jónsson]] Norðurgarði, en þar var tvíbýli, áttu einn bát saman. [[Jón Pétursson (Þorlaugargerði)|Jón Pétursson]] í [[Þorlaugargerði]] átti einn sinn bát. Jón Pétursson í Þorlaugargerði smíðaði, að ég held, alla róðrarbáta þeirra ofanbyggjara með færeysku lagi. Hann smíðaði einnig mikið af bátum fyrir aðra og svo mjög marga skjöktbáta, sem í þá daga fylgdu hverjum vélbáti svo lengi, sem þeir lágu við festar á höfninni. Í róðrum úr Klaufinni voru ekki notuð önnur veiðarfæri en handfærið eins og það var þá, 60 faðma strengur af 2½ punds línu með blý- eða pottsökku, tvö pund á þyngd og einn fiskikrókur. Það var í þá daga eins og nú, að fiskurinn var besti föðurlandsvinurinn og eftir honum var leitað hvar sem hann var að finna.<br>
Snemma munu fiskimenn hafa veitt því athygli, að ekki var sama hvar rennt var færi í sjóinn. Best var talið að fiskaðist við hraunklakka, þar sem sandur væri í botni. Þessir fisk-sælu staðir voru miðaðir á tvo vegu og hlutu nöfn eftir eyjum og örnefnum, sem þeir voru miðaðir við. Tugir slíkra miða eru hér í kringum Eyjarnar, sem forfeður okkar hafa fundið og notað, síðan land vort byggðist. Þeir voru býsna glöggir að finna þessi mið, gömlu formennirnir, fyrir ofan Hraun. Eins og allir vita hafa breyt-ingar bæði til sjós og lands verið miklar og með-al annars hafa litlu áraskipin gjörsamlega horf-ið, þar með gleymast einnig fiskimiðin með þeirri kynslóð, sem þau notuðu. Mikill fróðleik-ur væri í því að safna saman öLlum þeim mið-um, sem enn er að finna og ekki hafa verið skráð. Það gæti vel orðið komandi kynslóðum að liði í leit að sjávarafla.
Snemma munu fiskimenn hafa veitt því athygli, að ekki var sama hvar rennt var færi í sjóinn. Best var talið að fiskaðist við hraunklakka, þar sem sandur væri í botni. Þessir fisksælu staðir voru miðaðir á tvo vegu og hlutu nöfn eftir eyjum og örnefnum, sem þeir voru miðaðir við. Tugir slíkra miða eru hér í kringum Eyjarnar, sem forfeður okkar hafa fundið og notað, síðan land vort byggðist. Þeir voru býsna glöggir að finna þessi mið, gömlu formennirnir, fyrir ofan Hraun. Eins og allir vita hafa breyt-ingar bæði til sjós og lands verið miklar og með-al annars hafa litlu áraskipin gjörsamlega horf-ið, þar með gleymast einnig fiskimiðin með þeirri kynslóð, sem þau notuðu. Mikill fróðleikur væri í því að safna saman öLlum þeim mið-um, sem enn er að finna og ekki hafa verið skráð. Það gæti vel orðið komandi kynslóðum að liði í leit að sjávarafla.
Hér er svo stutt lýsing á einum róðri úr
Hér er svo stutt lýsing á einum róðri úr
Klaufinni. Það gæti verið 1 september, hver dagur er reyndar öðrum líkur.
Klaufinni. Það gæti verið 1. september, hver dagur er reyndar öðrum líkur.
Formaðurinn lítur til veðurs. Klukkan er að ganga fimm að morgni. Mjög mikill kostur þótti, að formaður væri veðurglöggur. Sjóndeild-arhringur fyrir ofan Hraun er víður og sér vel til allra átta. Enda kunnu gömlu formennirnir oft-ast að lesa rétt á hina opnu bók náttúrunnar og draga sína veðurspá fyrir daginn þar af.
Formaðurinn lítur til veðurs. Klukkan er að ganga fimm að morgni. Mjög mikill kostur þótti, að formaður væri veðurglöggur. Sjóndeild-arhringur fyrir ofan Hraun er víður og sér vel til allra átta. Enda kunnu gömlu formennirnir oft-ast að lesa rétt á hina opnu bók náttúrunnar og draga sína veðurspá fyrir daginn þar af.
Litist formanni vel á veðurútlit, fór hann að vekja hásetana, sem venjulega voru þrír. Nesti á sjóinn var tvær til þrjár flatkökur á mann og svo hafði formaður með sér fimm til átta potta kút af drykkjarvatni. Skinnklæði og liandfæri báru menn á öxlum sér út í Klauf, en þangað er um hálfrar stundar gangur frá Ofanbyggjarbæjum. Þegar í Klaufina kom lögðu menn af sér skinn-kLæðin og fóru að losa um bátinn, en þeir stóðu í hrófum, hver í sínu hrófi, og voru venjulega bundnir í augabolta, sem reknir voru niður í kLöppina, er bátarnir stóðu á. Síðan var hlunn-um, sem venjulega voru úr hvalbeinum raðað aftan við bátinn, svo að hann rynni betur til sjós og léttara væri að setja hann fram. Síðan fóru menn i skinnklæðin og ýttu bátnum á flot. Þegar búið var að snúa skipinu við og róa því nokkrar bátslengdir cók formaður ofan húfuna og einnig skipshöfnin. Formaður fór þá upp-hátt með sjóferðabæn svohljóðandi:
Litist formanni vel á veðurútlit, fór hann að vekja hásetana, sem venjulega voru þrír. Nesti á sjóinn var tvær til þrjár flatkökur á mann og svo hafði formaður með sér fimm til átta potta kút af drykkjarvatni. Skinnklæði og liandfæri báru menn á öxlum sér út í Klauf, en þangað er um hálfrar stundar gangur frá Ofanbyggjarbæjum. Þegar í Klaufina kom lögðu menn af sér skinn-kLæðin og fóru að losa um bátinn, en þeir stóðu í hrófum, hver í sínu hrófi, og voru venjulega bundnir í augabolta, sem reknir voru niður í kLöppina, er bátarnir stóðu á. Síðan var hlunn-um, sem venjulega voru úr hvalbeinum raðað aftan við bátinn, svo að hann rynni betur til sjós og léttara væri að setja hann fram. Síðan fóru menn i skinnklæðin og ýttu bátnum á flot. Þegar búið var að snúa skipinu við og róa því nokkrar bátslengdir cók formaður ofan húfuna og einnig skipshöfnin. Formaður fór þá upp-hátt með sjóferðabæn svohljóðandi:
Lína 47: Lína 47:


[[Mynd:Friðfinnur Finnsson, Oddgeirshólum.png|250px|thumb|Friðfinnur Finnsson, Oddgeirshólum.]]
[[Mynd:Friðfinnur Finnsson, Oddgeirshólum.png|250px|thumb|Friðfinnur Finnsson, Oddgeirshólum.]]





Útgáfa síðunnar 14. maí 2019 kl. 13:21

Róðrar úr Klauf og Höfðavík

Endurminningar ofanbyggjara

RlTSTJÓRI þessa merka rits, Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja, hefur stundum minnst á það við mig, að ég festi á blað endurminningar frá því, er ég var að alast upp fyrir ofan Hraun, í Brekkuhúsi, á fyrstu tugum aldarinnar; og þá einkum hvernig róðrum hafi verið háttað út Klaufinni og Höfðavíkinni, hinum fornu uppsátrum ofanbyggjara.
Minn góði kunningi, Ármann Eyjólfsson skólastjóri á það sannarlega skilið, að ég haldi þessu til haga og ætla ég að setja hér á blað nokkra minnispunkta.

Ofanbyggjarabændur áttu frá því, að ég fyrst man eftir fjóra róðrarbáta, sem róið var úr Klaufinni. Róðrar hófust á vorin, er búið var að setja ofan í garða og bera á túnin. Það var í maílok. Svartfuglaeggjatakan í júnímánuði var mikið og gott búsílag, þegar vel tókst til, sem oft var. Þá fékk hver jörð úr Bjarnareyjarleigumála (8 jarðir) með mannshlut um 800 egg í sinn hlut. Það væri góður skildingur í dag. Róðrar úr Klaufinni voru stundaðir fram að lundatíma, en hann hófst eins og nú, 11 vikur af sumri, 7. júlí. Þá fór venjulega einn maður frá hverjum bæ til lundaveiði í Bjarnarey og Elliðaey og var verið við lundaveiði í 5 vikur. Þá tók einnig við sláttur og umhirða matjurtagarða. Stundum var róið um sláttinn og þá einkum, ef ekki var þurrkur. Um 18. ágúst var farið að huga að því að taka fýlinn. Hann var gott búsílag í þá daga og þótti mikils um vert, að fýlaferðirnar heppnuðust vel, en oft gekk á ýmsu með brim og veður á þessum tíma árs.
Þessir áttu báta, sem róið var á úr Klaufinni: Séra Oddgeir GuðmundssonOfanleiti átti einn bát, og reri oft með sonum sonum og fleirum. Jón Guðmundsson í Suðurgarði, Sigurður Sveinbjörnsson Brekkuhúsi formaður og Sigurður Einarsson Norðurgarði áttu einn bát saman. Sæmundur Ingimundarson Draumbæ, Finnbogi Björnsson Norðurgarði formaður, Einar Jónsson Norðurgarði, en þar var tvíbýli, áttu einn bát saman. Jón Pétursson í Þorlaugargerði átti einn sinn bát. Jón Pétursson í Þorlaugargerði smíðaði, að ég held, alla róðrarbáta þeirra ofanbyggjara með færeysku lagi. Hann smíðaði einnig mikið af bátum fyrir aðra og svo mjög marga skjöktbáta, sem í þá daga fylgdu hverjum vélbáti svo lengi, sem þeir lágu við festar á höfninni. Í róðrum úr Klaufinni voru ekki notuð önnur veiðarfæri en handfærið eins og það var þá, 60 faðma strengur af 2½ punds línu með blý- eða pottsökku, tvö pund á þyngd og einn fiskikrókur. Það var í þá daga eins og nú, að fiskurinn var besti föðurlandsvinurinn og eftir honum var leitað hvar sem hann var að finna.
Snemma munu fiskimenn hafa veitt því athygli, að ekki var sama hvar rennt var færi í sjóinn. Best var talið að fiskaðist við hraunklakka, þar sem sandur væri í botni. Þessir fisksælu staðir voru miðaðir á tvo vegu og hlutu nöfn eftir eyjum og örnefnum, sem þeir voru miðaðir við. Tugir slíkra miða eru hér í kringum Eyjarnar, sem forfeður okkar hafa fundið og notað, síðan land vort byggðist. Þeir voru býsna glöggir að finna þessi mið, gömlu formennirnir, fyrir ofan Hraun. Eins og allir vita hafa breyt-ingar bæði til sjós og lands verið miklar og með-al annars hafa litlu áraskipin gjörsamlega horf-ið, þar með gleymast einnig fiskimiðin með þeirri kynslóð, sem þau notuðu. Mikill fróðleikur væri í því að safna saman öLlum þeim mið-um, sem enn er að finna og ekki hafa verið skráð. Það gæti vel orðið komandi kynslóðum að liði í leit að sjávarafla. Hér er svo stutt lýsing á einum róðri úr Klaufinni. Það gæti verið 1. september, hver dagur er reyndar öðrum líkur. Formaðurinn lítur til veðurs. Klukkan er að ganga fimm að morgni. Mjög mikill kostur þótti, að formaður væri veðurglöggur. Sjóndeild-arhringur fyrir ofan Hraun er víður og sér vel til allra átta. Enda kunnu gömlu formennirnir oft-ast að lesa rétt á hina opnu bók náttúrunnar og draga sína veðurspá fyrir daginn þar af. Litist formanni vel á veðurútlit, fór hann að vekja hásetana, sem venjulega voru þrír. Nesti á sjóinn var tvær til þrjár flatkökur á mann og svo hafði formaður með sér fimm til átta potta kút af drykkjarvatni. Skinnklæði og liandfæri báru menn á öxlum sér út í Klauf, en þangað er um hálfrar stundar gangur frá Ofanbyggjarbæjum. Þegar í Klaufina kom lögðu menn af sér skinn-kLæðin og fóru að losa um bátinn, en þeir stóðu í hrófum, hver í sínu hrófi, og voru venjulega bundnir í augabolta, sem reknir voru niður í kLöppina, er bátarnir stóðu á. Síðan var hlunn-um, sem venjulega voru úr hvalbeinum raðað aftan við bátinn, svo að hann rynni betur til sjós og léttara væri að setja hann fram. Síðan fóru menn i skinnklæðin og ýttu bátnum á flot. Þegar búið var að snúa skipinu við og róa því nokkrar bátslengdir cók formaður ofan húfuna og einnig skipshöfnin. Formaður fór þá upp-hátt með sjóferðabæn svohljóðandi:

,,Við skulum allir biðja eilífan og almáttugan Guð að vera með okkur í Jesú nafni. Förutn við svo okkar leið i ótta Drottins, Guð almátt-ugur leggi sína vemdarblessun yfir okkur bœði á sjó og landi, þennm dag og alla aðra daga, í Jestí nafni, Amerí'.

Ef gott var veður, urðu fengsælustu sjóferðirnai að fara suður með Hellisey, en þangað er ura stundar róður úr Klaufinni, þá var einnig ofi farið suður undir Súlnasker. Þetta svæði vai mjög fiskisælt og þarna fengum við oft þorsk

og srútung, keilu og lúðu og þótti það mikil uppbót á róðurinn, ef ein eða tvær lúður veidd-ust, en það kom oft fyrir. Klukkan að ganga fimm eftir hádegi var farið að hyggja til heim-ferðar. Var þá vel þegið, ef á rann hafgola, svo aðsetja mætti upp segl til aðlétta róðurinn heim. Þegar lent var í Klaufinni og gott var veður, var aflinn borinn úr báti og upp á klappir í eina hrúgu, síðan var skipinu kippt upp úr flæð-armálinu, þá voru unglingar komnir að heiman með reiðingshross til að flytja á fiskinn heim og með kaffi og bita handa sjómönnunum. Síð-an var skipið sett í naust og bundið. Þá fór for-maðurinn að skipta aflanum. Þegar skipt var í fjóra staði byrjaði formaður að leggja saman fjóra sem jafnasta fiska og þegar hann hafði skipt þannig aflanum í fjóra staði, þá var lúð-unni skipt. Lúður voru ristar eftir miðju og svo hvor helmingur í tvennt. Sá, sem dró lúð-una, fékk hnakkastykkið með hausnum; það var hans „premía" þann daginn. Þá var farið að seila fiskinn. Það var geri með seilarnálum, sem voru tálgaðar úr hval-beini. Seilarnálar voru um 20 cm. á lengd, með gati í afturenda. Tvöföldu snæri, um metri á lengd, var svo stungið í gatið á seilarnálinni. Fiskurinn var svo seilaður upp á snærið. Væri um fullvaxinn þorsk að ræða voru fjórir fiskar settir á sömu seil og síðan fjórar seilar á hest í hverri ferð heim. Það var talinn góður hest-burður. Þegar vel aflaðist varð oft að fara tvæi til þrjár ferðir til að flytja fiskinn heim á bæi sunnan úr Klauf. Þá var næsta verkefni, þegai heim kom að gera að aflanum. Fiskur, sem talið var að gengi í verslun var saltaður í kassa, smærri fiskur í tunnur sem soðfiskur, og var notaðui til matar. Svo voru nokkrir hestburðir sendir til fastalandsins, aðallega undir Eyjafjöll og í Land-eyjar. Þetta voru gömul vöruskipti. Eyjamenn fengu kindur, kæfu og smér sent með bátum á haustin fyrir fiskinn. Þessi viðskipti milli Vest-mannaeyinga og sveitabænda héldust um ára¬

tugi, og ef til vill hafa þau staðið allt frá því Eyjarnra byggðust. Sá fiskur, sem seldur var í verslanir hér í bæ, var þveginn og þurrkaður á klöppum í hrauninu. Að sjálfsögðu voru aflabrögð misjöfn í þessari litlu verstöð, en ætíð voru þau nokkurt búsílag Minnir mig, að innleggið frá mínu heimili. Brekkuhúsi, hafi verið þetta 3-5 skippund ár-lega af þurrkuðum saltfiski (þorski) eða 500 til 800 kg. á nútíma máli. (Hvert skippund er 320 pund eða 160 kg.). Nú er þessi litla verstöð í Klaufinni auð og yf-irgefin. Þar mun ekki hafa staðið bátur í nausti síðastliðin 40 ár. Þannig geta tímar og atvinnu-hærtir breyst. En við, sem rerum úr Klaufinni frá bernsku til fullorðinsára, eigum þaðan ógleymanlegar minningar. Um heimilishætti ofanbyggjara á þessum ár¬um má víst segja, að baðstofan hafi verið háskóli Vestmannaeyinga eins og annarra Islendinga. Við skulum koma í heimsókn í eina baðstofi: á Ofanbyggjarabæjum fyrir 60 árum; árið 1914, Þar situr húsbóndinn og les upphátt fyrii fólkið einhverja Islendingasöguna, t. d. Grettis-sögu, en fornsögurnar voru vinsælar og gengu á milli bæja. Húsmóðirin situr og spinnur á rokk. en vinnumaðurinn situr með ullarkamba o° kembir ullina, eitt barnanna tvinnar band á snældu, annað barn tægir ull fyrir kembinga-manninn. Eldri kona situr á rúmi sínu og prjón-ar sjóvettlinga, gamall maður situr á rúmi sínu og tálgar seilarnálar úr hvalbeini. Á þessum ár-um var allt unnið heima, sem mögulegt var. ) Suðurgarði var vefstóll, sem var talsvert notaður. Jón bóndi í Suðurgarði var talinn góður vefari. einnig fóstri minn, Sigurður í Brekkuhúsi. Mar ég, að þeir ófu talsvert af vaðmáli fyrir ná-grannana. Samvinna og samkomulag hjá Ofan-byggjurum var til mikillar fyrirmyndar á þess-um árum. Á bæjunum fyrir ofan Hraun voru allir tilbúnir að rétta hver öðrum hjálparhönd. ef með þurfti. Presturinn, séra Oddgeir var dáð-ur og virtur af öllum og hans stóra heimili setti mikinn svip á umhverfið. -□- Að lokum ætla ég að víkja stuttlega að and-legu lífi í Eyjum á þessum árum. Ég býst við, að Vestmannaeyingar hafi hvorki verið trú-hneigðari, né kirkjuræknari, en gerðist almennt í sjávarbyggðum þessa Iands á uppvaxtarárum mínum (1905—1915). En kirkjan naut öflugs stuðnings Eyjabúa og fólk gerði sér ekki far um að forsmá trúarleg verðmæti. Séra Oddgeir Guð-mundsson var prestur safnaðarins öll mín æsku-ár. Hann var landskunnur ræðumaður og sjó-mannamessur hans þóttu áhrifaríkar og voru sóttar af Eyjamönnum, sem flestir stunduðu sjó-inn í þá daga, Góður kirkjuorganisti, Brynjúlfur

Klaufin og Höfðaiík. Upp af Klauf er Aurinn, þí Brimurðaralda, en yst til bcegri sést á Rceningjatanga.

Sigfússon, stjórnaði messusöng og hafði ætíð góðum söngkröftum á að skipa. Kirkjan var hrein og vel umgengin í umsjá vandaðs fólks. Allt gerði þetta kirkjuna að verðugum helgi-dómi, ekki síst í augum okkar barnanna. Það er skoðun mín, að í sjávarbyggð við mis-viðrasama strönd, þar sem sjóslys ber oft að, hljóti kirkja staðarins að verða í senn athvarf og sameiningartákn íbúanna, fremur en í öðrum byggðarlögum. Mér eru enn í minni margar stundir úr Landakirkju, ekki síst þær, þegar allir bekkir voru setnir af sjómönnum og konum Eyjanna, er Ægir hafði hrifið til sín eitt skip-ið. Fólkið kom í kirkju til að sækja sálarstyrk og miðla af sínum eigin, jafnframt því sem hinna látnu var minnst. Ég held, að fólkið fyrir ofan Fíraun hafi verið fremur trúhneigt, og að það hafi verið óskráð lög á þessum árum, að einn maður frá hverjum bæ að minnsta kosti, færi í kirkju hvern messu-dag. Húslestrar voru lesnir á hverjum bæ frá vetrarkomu til sumarmála. Okkur krökkunum þótti víst stundum langt að sitja undir lestrin-um; þó hygg ég, að lesturinn hafi haft góð upp-eldisáhrif. Hitt er svo annað mál, hvernig okk-ur, sem finnst við hafa verið alin upp við kristi-legt andrúmsloft, hefir tekist að ávaxta okkar pund. -□-Fyrsti róðurinn minn ÉG VAR níu ára gamall. Séra Oddgeir að Ofan-leiti kom heim að Brekkuhúsi um morguninn, Ég var úti við. Hann býður mér góðan dag og spyr mig hvort ég vilji ekki róa með sér í dag. Sigurður sonur sinn verði líka. Ég sagði, að

fóstra mín réði því, þar sem fóstri minn væri í Bjarnarey. Fórum við svo inn í bæ að tala við fóstru mína, Sigurbjörgu. Gaf hún prestinum kaffi, og varð það svo að ráði, að ég mættí róa með þeim feðgum. Síðan fór prestur heim að búa sig og son sinn á sjóinn, en fóstra mín að búa mig í róðurinn, og gefa mér heilræði. S/ðan fylgdi hún mér á leið suðurfyrir Draumbæ. Það var engu líkara en ég væri að fara í hnattreisu og fallegar voru fyrirbænirnar, sem blessuð fóstra mín fór með, þegar hún kvaddi litla sjó-mannsefnið sitt í fyrsta róðurinn. Þegar komið var út í Klauf, var byrjað á að raða hlunnum á klöppina og setja fram bátinn. Hann var með sunnlensku lagi, mjög léttur bæði í setningu og róðri. Þegar báturinn var kominn fram í flæðarmál, tók sr. Oddgeir nokkra steina og lét í bátinn ssm kjölfestu, síðan var róið út fyrir leguna, þar flutti prestur bæn, síðan var róið út á Víkina og leitað, rennt fær-um út af Kaplapyttum. Prestur lét mig vera i miðrúmi, svo að hann gæti aðstoðað mig sem best við færið. Sigurður sonur hans var frammi í barka. Nú var rennt færum, og dró presturinn strax vænan stútung. Þá hvatti hann okkur Sig-urð að draga, því sennilega væri nógur fiskur, Síðan kom fiskur á færi okkar strákanna. Minn fyrsti fiskur var stór stútungur, tók prestur hann af króknum hjá mér og markaði blaðstíft á sporðinn og sagði mér, að þetta héti Máríu-fiskur og ætti ég að gefa hann fátækum. Fóstru minni og honum hefði komið saman um, að ég gæfi Sesselju í Gvendarhúsi þennan fisk, þann fyrsta, sem Guð gæfi mér. „Og munið þið það, drengir, allir fiskar, sem þið dragið og allt, sem þið eignist, eru fyrst og fremst gjafir frá Guði, þær megið þið aldrei gleyma að þakka honum fyrir." Við vorum svo þarna i Suðureyjarsundi til og frá fram eftir degi. Eitt sinn dró ég lítinn steinbít, og var krókurinn fastur niðri í koki. Fór ég af barnaskap með höndina upp í steinbítinn til að ná króknum, en þá tók sá grái heldur ómjúkt utan um úln-liðinn á mér svo ég hljóðaði upp og var þá prestur fljótur að koma mér til hjálpar. Síðan dró prestur væna lúðu. Þá var mikil ánægja hjá okkur strákunum og honum. Svo var haldið heim í blessaðri blíðunni. Mínir fiskar urðu 19, og fengum við 22 fiska í hlur, og skipti prestur mér heilum hlut. Gott stykki af lúðunni sendi hann heim um kvöldið. Fóstra mín var mjög ánægð með þennan fyrsta róður minn, síðan sagði hún mér að fara austur að Gvendarhúsi og færa Settu Máríufiskinn. Fór ég nú þangað, og var æði vel tekið hjá þeim Sesselju og Jóni í Gvendarhúsi, og fór ég þaðan með miklu þakklæti frá þeim hjónum og blessunaróskum um gæfusama framtíð mér til handa. Þá var þessi minnilegi dagur á enda - fyrsti dagurinn, sem ég reri úr Klaufinni, en þarna átti ég eftir að róa haust og vor til 25 ára ald-urs, og á þaðan ánægjulegar og ógleymanlegar minningar um samverustundir á sjó og landi með æskufélögum. í þakklátri endurminningu um það góða fólk, sem ég ólst upp með öll mín æskuár.


Friðfinnur Finnsson, Oddgeirshólum.


Feðgarnir í Þorlaugargerði. Frá vinstri: Jón Guðjónsson fóstursonur Jóns Péturssonar, sem situr í miðið og Ármann Jónsson, einkasonur Jóns og konu hans Rósu Eyjólfsdóttur.


Vorbáturinn Fram - bátur með færeysku lagi. Formaður var Sigurður Sigurðsson í Frydendal.


Hjónin á Suðurgarði - Ingibjörg Jónsdóttir og Jón Guðmundsson.


Klaufin og Höfðavík. Upp af Klauf er Aurinn, þá Brimurðaralda, en yst til hægri sést á Ræningjatanga.


Sr. Oddgeir Guðmundsen, prestur í Vestmannaeyjum 1889-1924.