„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1989/Gúmmíbjörgunarbátar“: Munur á milli breytinga
StefánBjörn (spjall | framlög) Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 3: | Lína 3: | ||
<center><big><big>'''Gúmmíbjörgunarbátar'''</big></big></center> | <center><big><big>'''Gúmmíbjörgunarbátar'''</big></big></center> | ||
<center><big>'''Ágrip af sögu þeirra og þróun'''</big></center> | <center><big>'''Ágrip af sögu þeirra og þróun'''</big></center> | ||
[[Mynd:Haraldur Sverrisson Sdbl. 1989.jpg|thumb|331x331dp|Haraldur Sverrisson]] | |||
Til skammms tíma hefur sá hugsunarháttur verið ríkjandi meðal íslenskra sjómanna að sá sé mestur jaxlinn og kaldastur karlinn sem kærulausastur er um þau björgunartæki sem skipið er búið. Það var ekki óalgengt, ef einhverjum nýliðanum varð á að spyrja hvar björgunarvestin væru geymd að hann fengi svarið: „Hva, ertu hræddur ræfillinn?". Sem betur fer hefur hugarfarið breyst mikið á síðustu árum og flestir sjómenn hættir að skammast sín fyrir að kynna sér þau björgunartæki sem völ er á ef eitthvað hendir skipið. Stóraukin fræðsla og mikil almenn umræða um öryggismál sjómanna á vafalaust stærsta þáttinn í þessari breytingu.<br> | Til skammms tíma hefur sá hugsunarháttur verið ríkjandi meðal íslenskra sjómanna að sá sé mestur jaxlinn og kaldastur karlinn sem kærulausastur er um þau björgunartæki sem skipið er búið. Það var ekki óalgengt, ef einhverjum nýliðanum varð á að spyrja hvar björgunarvestin væru geymd að hann fengi svarið: „Hva, ertu hræddur ræfillinn?". Sem betur fer hefur hugarfarið breyst mikið á síðustu árum og flestir sjómenn hættir að skammast sín fyrir að kynna sér þau björgunartæki sem völ er á ef eitthvað hendir skipið. Stóraukin fræðsla og mikil almenn umræða um öryggismál sjómanna á vafalaust stærsta þáttinn í þessari breytingu.<br> | ||
En innan um hafa reyndar alltaf verið menn sem létu sig þessi mál varða og ruddu brautina til meira öryggis á sjó. Menn sem létu háðsglósur um hræðslu ekki aftra sér og kusu frekar að komast af en vera dauðir ofurhugar. Þessum mönnum eiga íslenskir sjómenn skuld að gjalda, skuld sem með því einu móti verður goldin að leggja lið baráttunni fyrir auknu öryggi á sjó. | En innan um hafa reyndar alltaf verið menn sem létu sig þessi mál varða og ruddu brautina til meira öryggis á sjó. Menn sem létu háðsglósur um hræðslu ekki aftra sér og kusu frekar að komast af en vera dauðir ofurhugar. Þessum mönnum eiga íslenskir sjómenn skuld að gjalda, skuld sem með því einu móti verður goldin að leggja lið baráttunni fyrir auknu öryggi á sjó. | ||
Lína 13: | Lína 13: | ||
Það er svo ekki fyrr en seint á árinu 1950 sem gúmmíbjörgunarbátur er settur um borð í íslenskt skip. Þá keypti [[Kjartan Ólafsson (Hrauni)|Kjartan Ólafsson]] frá [[Þinghóll|Þinghól]] í Vestmannaeyjum gúmmíbát, af Setuliðseignum ríkisins, til að hafa um borð í bát sínum, [[Veiga VE|Veigu VE]] 219. Skömmu seinna kevpti svo [[Sighvatur Bjarnason (Ási)|Sighvatur Bjarnason]] gúmmíbát í sinn bát, [[Erlingur II|Erling II]]. VE.<br> | Það er svo ekki fyrr en seint á árinu 1950 sem gúmmíbjörgunarbátur er settur um borð í íslenskt skip. Þá keypti [[Kjartan Ólafsson (Hrauni)|Kjartan Ólafsson]] frá [[Þinghóll|Þinghól]] í Vestmannaeyjum gúmmíbát, af Setuliðseignum ríkisins, til að hafa um borð í bát sínum, [[Veiga VE|Veigu VE]] 219. Skömmu seinna kevpti svo [[Sighvatur Bjarnason (Ási)|Sighvatur Bjarnason]] gúmmíbát í sinn bát, [[Erlingur II|Erling II]]. VE.<br> | ||
Þess var svo ekki langt að bíða að gúmmíbátarnir sönnuðu ágæti sitt.<br> | Þess var svo ekki langt að bíða að gúmmíbátarnir sönnuðu ágæti sitt.<br> | ||
[[Mynd:Frá æfingu á notkun björgunarbáts Sdbl. 1989.jpg|miðja|thumb|Frá æfingu á notkun björgunarbátsw sem staðsettur var við skutrennu á togara]] | |||
'''VEIGUSLYSIÐ 1952'''<br> | '''VEIGUSLYSIÐ 1952'''<br> | ||
Þann 12. apríl 1952 reru Eyjabátar þrátt fyrir slæmt veður, suð-vestan garra og allmikinn sjó. Flestir bátarnir voru með netin vestan við Eyjar, allt vestur á [[Selvogsbanki|Selvogsbanka]]. Vélbáturinn Veiga átti netin skammt vestan við [[Einidrangur|Einidrang]] og bvrjuðu þeir netadráttinn um ellefuleytið. Þegar dregnar höfðu verið tvær trossur hafði veðrið versnað svo að ákveðið var að halda til lands. Rétt eftir að heimferðin var hafin reið mikið ólag yfir bátinn sem meðal annars braut allar rúður í brúnni og reif upp lestarlúgur og kom þegar mikill sjór í bátinn. Einn af mönnunum, sem voru á dekkinu, hafði sjórinn hrifið með sér og sáu aðrir bátsverjar ekki til hans framar. Skipstjóranum tókst að komast í hásetaklefann, þar sem talstöðin var staðsett, og senda út neyðarkall. Var nú ljóst að báturinn myndi sökkva á skammri stundu og var þá farið að ná gúmmíbátnum sem geymdur var í kassa á stýrishúsþakinu. Greiðlega gekk að blása bátinn upp og koma honum í sjóinn. En þegar mennirnir voru í þann mund að yfirgefa Veigu gekk nýtt ólag yfir og tók með sér einn mannanna. Það voru því sex af átta manna áhöfn sem komust í gúmmíbátinn en tveir fórust.<br> | Þann 12. apríl 1952 reru Eyjabátar þrátt fyrir slæmt veður, suð-vestan garra og allmikinn sjó. Flestir bátarnir voru með netin vestan við Eyjar, allt vestur á [[Selvogsbanki|Selvogsbanka]]. Vélbáturinn Veiga átti netin skammt vestan við [[Einidrangur|Einidrang]] og bvrjuðu þeir netadráttinn um ellefuleytið. Þegar dregnar höfðu verið tvær trossur hafði veðrið versnað svo að ákveðið var að halda til lands. Rétt eftir að heimferðin var hafin reið mikið ólag yfir bátinn sem meðal annars braut allar rúður í brúnni og reif upp lestarlúgur og kom þegar mikill sjór í bátinn. Einn af mönnunum, sem voru á dekkinu, hafði sjórinn hrifið með sér og sáu aðrir bátsverjar ekki til hans framar. Skipstjóranum tókst að komast í hásetaklefann, þar sem talstöðin var staðsett, og senda út neyðarkall. Var nú ljóst að báturinn myndi sökkva á skammri stundu og var þá farið að ná gúmmíbátnum sem geymdur var í kassa á stýrishúsþakinu. Greiðlega gekk að blása bátinn upp og koma honum í sjóinn. En þegar mennirnir voru í þann mund að yfirgefa Veigu gekk nýtt ólag yfir og tók með sér einn mannanna. Það voru því sex af átta manna áhöfn sem komust í gúmmíbátinn en tveir fórust.<br> | ||
Lína 20: | Lína 20: | ||
Þetta atvik varð svo til þess að Eyjamenn sannfærðust um notagildi gúmmíbátanna og á næstu tveim árum voru settir gúmmíbátar í allan Eyjaflotann. Annarsstaðar á landinu voru menn mikið seinni að taka við sér og þar var það ekki nema í eitt og eitt skip sem settur var gúmmíbátur fyrr en það var lögskipað, en lög þess efnis að gúmmíbátur skyldi vera í öllum íslenskum skipum, voru reyndar ekki sett fyrr en 1957, fimm til sex árum eftir að Vestmannaeyingar tóku upp hjá sjálfum sér að setja þá í alla sína báta. Og það var enn seinna eða 1960 sem alþjóðalög voru sett um að gúmmíbátar ættu að vera í öllum skipum.<br> | Þetta atvik varð svo til þess að Eyjamenn sannfærðust um notagildi gúmmíbátanna og á næstu tveim árum voru settir gúmmíbátar í allan Eyjaflotann. Annarsstaðar á landinu voru menn mikið seinni að taka við sér og þar var það ekki nema í eitt og eitt skip sem settur var gúmmíbátur fyrr en það var lögskipað, en lög þess efnis að gúmmíbátur skyldi vera í öllum íslenskum skipum, voru reyndar ekki sett fyrr en 1957, fimm til sex árum eftir að Vestmannaeyingar tóku upp hjá sjálfum sér að setja þá í alla sína báta. Og það var enn seinna eða 1960 sem alþjóðalög voru sett um að gúmmíbátar ættu að vera í öllum skipum.<br> | ||
Það sannaðist líka að þarna höfðu Eyjamenn stigið heillaspor með framtakssemi sinni því á næstu árum björguðust fjölmargir sjómenn á gúmmíbátum eftir að bátar þeirra höfðu farist. Mörg dæmi væri hæst að taka um bjarganir með gúmmíbátum frá þessum árum sem þeir voru notaðir. Ég ætla þó ekki að telja upp öll þau atvik, heldur láta duga að segja frá einu, sem varð til þess að hróður gúmmíbátanna barst víðar en ella hefði orðið. | Það sannaðist líka að þarna höfðu Eyjamenn stigið heillaspor með framtakssemi sinni því á næstu árum björguðust fjölmargir sjómenn á gúmmíbátum eftir að bátar þeirra höfðu farist. Mörg dæmi væri hæst að taka um bjarganir með gúmmíbátum frá þessum árum sem þeir voru notaðir. Ég ætla þó ekki að telja upp öll þau atvik, heldur láta duga að segja frá einu, sem varð til þess að hróður gúmmíbátanna barst víðar en ella hefði orðið. | ||
[[Mynd:Skipshöfnin á mb. Faxa VE Sdbl. 1989.jpg|miðja|thumb|Skipshöfnin á m/b Faxa VE bjargaðist um borð í gúmbát, þegar eldur kom upp í skipinu í nóvember 1970. Talið frá vinstri: Sveinn Gíslason, Haukur Jóhannsson, Kjartan Ásmundsson, Jón Guðmundsson]] | |||
'''ÞEGAR GLAÐUR FÓRST 1954'''<br> | '''ÞEGAR GLAÐUR FÓRST 1954'''<br> | ||
Það var 11. apríl 1954 sem vélbáturinn [[Glaður VE|Glaður]] frá Vestmannaeyjum fórst. Þetta var 22 tonna bátur og hafði róið þennan morgun, ásamt flestum öðrum Eyjabátum, í tvísýnu veðri. Þegar fór að líða á morguninn versnaði veðrið mjög og eftir að þeir á Glað höfðu lagt trossu, sem þeir höfðu með sér, var snúið til lands, en trossuna lögðu þeir á [[Sandahraun|Sandahrauni]] nokkuð austan [[Elliðaey|Elliðaeyjar]]. Voru nú komin ein níu eða tíu vindstig af suðvestri og stórsjór. Um eina og hálfa mílu austan við Elliðaey fékk báturinn á sig brot og skipti það engum togum að hann byrjaði þegar að sökkva. Ekki vannst tími til að senda út neyðarkall en þeim tókst að blása út gúmmíbátinn og komust allir um borð í hann áður en Glaður sökk. Tók gúmmíbátinn með mönnunum nú að reka, fyrst austur með landi en síðan til hafs út frá Portlandi.<br> | Það var 11. apríl 1954 sem vélbáturinn [[Glaður VE|Glaður]] frá Vestmannaeyjum fórst. Þetta var 22 tonna bátur og hafði róið þennan morgun, ásamt flestum öðrum Eyjabátum, í tvísýnu veðri. Þegar fór að líða á morguninn versnaði veðrið mjög og eftir að þeir á Glað höfðu lagt trossu, sem þeir höfðu með sér, var snúið til lands, en trossuna lögðu þeir á [[Sandahraun|Sandahrauni]] nokkuð austan [[Elliðaey|Elliðaeyjar]]. Voru nú komin ein níu eða tíu vindstig af suðvestri og stórsjór. Um eina og hálfa mílu austan við Elliðaey fékk báturinn á sig brot og skipti það engum togum að hann byrjaði þegar að sökkva. Ekki vannst tími til að senda út neyðarkall en þeim tókst að blása út gúmmíbátinn og komust allir um borð í hann áður en Glaður sökk. Tók gúmmíbátinn með mönnunum nú að reka, fyrst austur með landi en síðan til hafs út frá Portlandi.<br> | ||
Lína 26: | Lína 26: | ||
Skipstjórinn á togaranum hafði þá aldrei séð gúmmíbát áður, þrátt fyrir að gúmmíbáturinn af Glað og flestir þeir bátar sem hingað komu um þetta leyti, væru framleiddir í Englandi. Skipstjórinn var mjög hrifinn af þessu björgunartæki og var honum gefinn báturinn í þakklætisskyni fyrir björgunina. Eftir að togarinn kom svo til sinnar heimahafnar voru skipverjar ósparir á hrósyrði um björgunarbátinn og vaknaði við það mikill áhugi meðal þarlendra fyrir þeim og fljótlega eftir þetta var farið að setja gúmmíbáta í bresku togarana. | Skipstjórinn á togaranum hafði þá aldrei séð gúmmíbát áður, þrátt fyrir að gúmmíbáturinn af Glað og flestir þeir bátar sem hingað komu um þetta leyti, væru framleiddir í Englandi. Skipstjórinn var mjög hrifinn af þessu björgunartæki og var honum gefinn báturinn í þakklætisskyni fyrir björgunina. Eftir að togarinn kom svo til sinnar heimahafnar voru skipverjar ósparir á hrósyrði um björgunarbátinn og vaknaði við það mikill áhugi meðal þarlendra fyrir þeim og fljótlega eftir þetta var farið að setja gúmmíbáta í bresku togarana. | ||
Það má því segja að Bretar hafi þurft að koma til Íslands til að kynnast eigin framleiðslu.<br> | Það má því segja að Bretar hafi þurft að koma til Íslands til að kynnast eigin framleiðslu.<br> | ||
[[Mynd:Gúmmíbátur Sdbl. 1989.jpg|thumb|330x330dp|Gúmmíbátur, tiltölulega einfalt tæki sem bjargað hefur mörgu mannslífinu]] | |||
'''ÞRÓUN í BÚNAÐI''' | '''ÞRÓUN í BÚNAÐI''' | ||
Síðan fyrstu gúmmíbjörgunarbátarnir voru teknir í notkun hér við land, fyrst á sjötta áratugnum, hafa þeir tekið miklum breytingum og endurbótum. Á árunum 1979 til 1981 stóðu Landhelgisgæslan og Rannsóknarnefnd sjóslysa fvrir umfangsmiklum rannsóknum og tilraunum með gúmmíbáta og þá fyrst og fremst að kanna rek þeirra og hverskonar rekakkeri hentuðu best. Þessar og fleiri tilraunir sem gerðar hafa verið, ásamt tæplega fjögurra áratuga reynslu sjómanna, hafa leitt til þess að gúmmíbátar, sem notaðir eru í dag, eru mjög vel búnir. Til samanburðar við fyrstu bátana sem voru afar fábrotnir að allri gerð og nánast allslausir, ekki einu sinni með árar, ætla ég að geta um helsta búnað sem nú er lögskipað að hafa í gúmmíbjörgunarbátum.<br> | Síðan fyrstu gúmmíbjörgunarbátarnir voru teknir í notkun hér við land, fyrst á sjötta áratugnum, hafa þeir tekið miklum breytingum og endurbótum. Á árunum 1979 til 1981 stóðu Landhelgisgæslan og Rannsóknarnefnd sjóslysa fvrir umfangsmiklum rannsóknum og tilraunum með gúmmíbáta og þá fyrst og fremst að kanna rek þeirra og hverskonar rekakkeri hentuðu best. Þessar og fleiri tilraunir sem gerðar hafa verið, ásamt tæplega fjögurra áratuga reynslu sjómanna, hafa leitt til þess að gúmmíbátar, sem notaðir eru í dag, eru mjög vel búnir. Til samanburðar við fyrstu bátana sem voru afar fábrotnir að allri gerð og nánast allslausir, ekki einu sinni með árar, ætla ég að geta um helsta búnað sem nú er lögskipað að hafa í gúmmíbjörgunarbátum.<br> | ||
Lína 32: | Lína 32: | ||
Það sést á þessari upptalningu að ýmislegt er búið að gera til að bæta aðbúnað þeirra sem neyðast til að yfirgefa skip sitt á björgunarbátnum og til að auka líkurnar á að þeir komist af. | Það sést á þessari upptalningu að ýmislegt er búið að gera til að bæta aðbúnað þeirra sem neyðast til að yfirgefa skip sitt á björgunarbátnum og til að auka líkurnar á að þeir komist af. | ||
[[Mynd:Sigmundsgálgi prófaður Sdbl. 1989.jpg|thumb|329x329dp|Sigmundsgálgi prófaður um borð í Kap VE]] | |||
'''VIÐBÓTARBÚNAÐUR'''<br> | '''VIÐBÓTARBÚNAÐUR'''<br> | ||
Áður en ég slæ botninn í þessar hugleiðingar langar mig að geta um eitt öryggistæki, vestmannaeyska uppfinningu, sem í sjálfu sér var litlu minni bylting en þegar gúmmíbátamir komu. Þetta var Sigmundsbúnaðurinn, sjósetningarbúnaður fyrir gúmmíbáta. Áður voru gúmmíbátar alla jafna geymdir í trékistu á stýrishúsþakinu og ef bátur fór á hliðina eða hvolfdi, reyndist oft erfitt eða ómögulegt að ná björgunarbátnum. Það var svo í febrúar 1981 sem Sigmund Jóhannsson kynnti hina nýju uppfinningu sína. Í stuttu máli vinnur þessi búnaður þannig að björgunarbátnum er komið fyrir í gálga utan á stýrishúsi og með einu handtaki er hægt að skjóta út bátnum. Einnig er tengdur þessu sjálfvirkur búnaður, þannig að ef sjór kemst í kassa í stýrishúsi, tengdan tækinu, skýst báturinn sjálfkrafa út og byrjar að blásast upp. | Áður en ég slæ botninn í þessar hugleiðingar langar mig að geta um eitt öryggistæki, vestmannaeyska uppfinningu, sem í sjálfu sér var litlu minni bylting en þegar gúmmíbátamir komu. Þetta var Sigmundsbúnaðurinn, sjósetningarbúnaður fyrir gúmmíbáta. Áður voru gúmmíbátar alla jafna geymdir í trékistu á stýrishúsþakinu og ef bátur fór á hliðina eða hvolfdi, reyndist oft erfitt eða ómögulegt að ná björgunarbátnum. Það var svo í febrúar 1981 sem Sigmund Jóhannsson kynnti hina nýju uppfinningu sína. Í stuttu máli vinnur þessi búnaður þannig að björgunarbátnum er komið fyrir í gálga utan á stýrishúsi og með einu handtaki er hægt að skjóta út bátnum. Einnig er tengdur þessu sjálfvirkur búnaður, þannig að ef sjór kemst í kassa í stýrishúsi, tengdan tækinu, skýst báturinn sjálfkrafa út og byrjar að blásast upp. |
Útgáfa síðunnar 28. febrúar 2019 kl. 14:48
Til skammms tíma hefur sá hugsunarháttur verið ríkjandi meðal íslenskra sjómanna að sá sé mestur jaxlinn og kaldastur karlinn sem kærulausastur er um þau björgunartæki sem skipið er búið. Það var ekki óalgengt, ef einhverjum nýliðanum varð á að spyrja hvar björgunarvestin væru geymd að hann fengi svarið: „Hva, ertu hræddur ræfillinn?". Sem betur fer hefur hugarfarið breyst mikið á síðustu árum og flestir sjómenn hættir að skammast sín fyrir að kynna sér þau björgunartæki sem völ er á ef eitthvað hendir skipið. Stóraukin fræðsla og mikil almenn umræða um öryggismál sjómanna á vafalaust stærsta þáttinn í þessari breytingu.
En innan um hafa reyndar alltaf verið menn sem létu sig þessi mál varða og ruddu brautina til meira öryggis á sjó. Menn sem létu háðsglósur um hræðslu ekki aftra sér og kusu frekar að komast af en vera dauðir ofurhugar. Þessum mönnum eiga íslenskir sjómenn skuld að gjalda, skuld sem með því einu móti verður goldin að leggja lið baráttunni fyrir auknu öryggi á sjó.
ORÐ ERU TIL ALLS FYRST
Ástæðan fyrir því að ég geri brautryðjendastarf í öryggismálum sjómanna að umræðuefni hér er sú að ég ætla að fjalla lítillega um mikilvægasta björgunartæki hvers skips, gúmmíbjörgunarbátinn.
Allt frá því að Íslendingum datt í hug að eitthvað væri hægt að gera til að auka líkurnar á að ná landi, haldbetra en að treysta á guð og lukkuna, hafa Vestmannaeyingar verið hvað duglegastir við að prófa, þróa og jafnvel finna upp öryggis- og björgunartæki. Ég er þó ekki að halda því fram að þeir séu betri sjómenn eða meiri uppfinningamenn en aðrir landsmenn. Þetta kemur mikið frekar til af því að héðan var sjósókn á árum áður með því erfiðasta sem gerðist, enda sama af hvaða átt blés, allt var fyrir opnu hafi. Annað var það að hér tók hafið þann toll mannslífa sem hlaut annað hvort að koma mönnum til að gefast upp eða snúa vörn í sókn.
Og orð eru til alls fyrst. Á fundi í skipstjóra- og stýrimannafélaginu Verðandi, sem haldinn var 9. janúar 1945, hreyfði Sighvatur Bjarnason frá Ási, skipstjóri og útgerðarmaður, þeirri hugmynd að nota gúmmíbjörgunarbáta. Hugmyndin mun hafa fengið frekar dræmar undirtektir og margir verið mjög efins um að slíkir bátar kæmu að gagni.
Það er svo ekki fyrr en seint á árinu 1950 sem gúmmíbjörgunarbátur er settur um borð í íslenskt skip. Þá keypti Kjartan Ólafsson frá Þinghól í Vestmannaeyjum gúmmíbát, af Setuliðseignum ríkisins, til að hafa um borð í bát sínum, Veigu VE 219. Skömmu seinna kevpti svo Sighvatur Bjarnason gúmmíbát í sinn bát, Erling II. VE.
Þess var svo ekki langt að bíða að gúmmíbátarnir sönnuðu ágæti sitt.
VEIGUSLYSIÐ 1952
Þann 12. apríl 1952 reru Eyjabátar þrátt fyrir slæmt veður, suð-vestan garra og allmikinn sjó. Flestir bátarnir voru með netin vestan við Eyjar, allt vestur á Selvogsbanka. Vélbáturinn Veiga átti netin skammt vestan við Einidrang og bvrjuðu þeir netadráttinn um ellefuleytið. Þegar dregnar höfðu verið tvær trossur hafði veðrið versnað svo að ákveðið var að halda til lands. Rétt eftir að heimferðin var hafin reið mikið ólag yfir bátinn sem meðal annars braut allar rúður í brúnni og reif upp lestarlúgur og kom þegar mikill sjór í bátinn. Einn af mönnunum, sem voru á dekkinu, hafði sjórinn hrifið með sér og sáu aðrir bátsverjar ekki til hans framar. Skipstjóranum tókst að komast í hásetaklefann, þar sem talstöðin var staðsett, og senda út neyðarkall. Var nú ljóst að báturinn myndi sökkva á skammri stundu og var þá farið að ná gúmmíbátnum sem geymdur var í kassa á stýrishúsþakinu. Greiðlega gekk að blása bátinn upp og koma honum í sjóinn. En þegar mennirnir voru í þann mund að yfirgefa Veigu gekk nýtt ólag yfir og tók með sér einn mannanna. Það voru því sex af átta manna áhöfn sem komust í gúmmíbátinn en tveir fórust.
Nærstaddir bátar höfðu heyrt neyðarkallið frá Veigu og ekki leið nema um hálf klukkustund þar til vélbáturinn Frigg VE 316 kom að gúmmíbátnum og bjargaði mönnunum.
Það var samdóma álit þeirra sem björguðust að ef þeir hefðu ekki haft gúmmíbátinn þá hefði enginn þeirra orðið til frásagnar.
Þetta atvik varð svo til þess að Eyjamenn sannfærðust um notagildi gúmmíbátanna og á næstu tveim árum voru settir gúmmíbátar í allan Eyjaflotann. Annarsstaðar á landinu voru menn mikið seinni að taka við sér og þar var það ekki nema í eitt og eitt skip sem settur var gúmmíbátur fyrr en það var lögskipað, en lög þess efnis að gúmmíbátur skyldi vera í öllum íslenskum skipum, voru reyndar ekki sett fyrr en 1957, fimm til sex árum eftir að Vestmannaeyingar tóku upp hjá sjálfum sér að setja þá í alla sína báta. Og það var enn seinna eða 1960 sem alþjóðalög voru sett um að gúmmíbátar ættu að vera í öllum skipum.
Það sannaðist líka að þarna höfðu Eyjamenn stigið heillaspor með framtakssemi sinni því á næstu árum björguðust fjölmargir sjómenn á gúmmíbátum eftir að bátar þeirra höfðu farist. Mörg dæmi væri hæst að taka um bjarganir með gúmmíbátum frá þessum árum sem þeir voru notaðir. Ég ætla þó ekki að telja upp öll þau atvik, heldur láta duga að segja frá einu, sem varð til þess að hróður gúmmíbátanna barst víðar en ella hefði orðið.
ÞEGAR GLAÐUR FÓRST 1954
Það var 11. apríl 1954 sem vélbáturinn Glaður frá Vestmannaeyjum fórst. Þetta var 22 tonna bátur og hafði róið þennan morgun, ásamt flestum öðrum Eyjabátum, í tvísýnu veðri. Þegar fór að líða á morguninn versnaði veðrið mjög og eftir að þeir á Glað höfðu lagt trossu, sem þeir höfðu með sér, var snúið til lands, en trossuna lögðu þeir á Sandahrauni nokkuð austan Elliðaeyjar. Voru nú komin ein níu eða tíu vindstig af suðvestri og stórsjór. Um eina og hálfa mílu austan við Elliðaey fékk báturinn á sig brot og skipti það engum togum að hann byrjaði þegar að sökkva. Ekki vannst tími til að senda út neyðarkall en þeim tókst að blása út gúmmíbátinn og komust allir um borð í hann áður en Glaður sökk. Tók gúmmíbátinn með mönnunum nú að reka, fyrst austur með landi en síðan til hafs út frá Portlandi.
Eftir að bátinn hafði rekið fyrir sjó og vindi í tæpan sólarhring var það svo að breski togarinn Hull City fann hann djúpt út af Hjörleifshöfða og bjargaði öllum skipbrotsmönnunum.
Skipstjórinn á togaranum hafði þá aldrei séð gúmmíbát áður, þrátt fyrir að gúmmíbáturinn af Glað og flestir þeir bátar sem hingað komu um þetta leyti, væru framleiddir í Englandi. Skipstjórinn var mjög hrifinn af þessu björgunartæki og var honum gefinn báturinn í þakklætisskyni fyrir björgunina. Eftir að togarinn kom svo til sinnar heimahafnar voru skipverjar ósparir á hrósyrði um björgunarbátinn og vaknaði við það mikill áhugi meðal þarlendra fyrir þeim og fljótlega eftir þetta var farið að setja gúmmíbáta í bresku togarana.
Það má því segja að Bretar hafi þurft að koma til Íslands til að kynnast eigin framleiðslu.
ÞRÓUN í BÚNAÐI
Síðan fyrstu gúmmíbjörgunarbátarnir voru teknir í notkun hér við land, fyrst á sjötta áratugnum, hafa þeir tekið miklum breytingum og endurbótum. Á árunum 1979 til 1981 stóðu Landhelgisgæslan og Rannsóknarnefnd sjóslysa fvrir umfangsmiklum rannsóknum og tilraunum með gúmmíbáta og þá fyrst og fremst að kanna rek þeirra og hverskonar rekakkeri hentuðu best. Þessar og fleiri tilraunir sem gerðar hafa verið, ásamt tæplega fjögurra áratuga reynslu sjómanna, hafa leitt til þess að gúmmíbátar, sem notaðir eru í dag, eru mjög vel búnir. Til samanburðar við fyrstu bátana sem voru afar fábrotnir að allri gerð og nánast allslausir, ekki einu sinni með árar, ætla ég að geta um helsta búnað sem nú er lögskipað að hafa í gúmmíbjörgunarbátum.
Þeir eiga að hafa tvöfaldan botn, til einangrunar, vera búnir vistum og vatni, helstu sjúkragögnum og álhitapokum. Árar og austurtrog eiga þeir að hafa, tvö rekakkeri og ílát til að safna regnvatni. Þá á að vera í þeim vasaljós og neyðarblys og síðast en ekki síst: neyðarsendir sem sendir á alþjóðlegri neyðartíðni.
Það sést á þessari upptalningu að ýmislegt er búið að gera til að bæta aðbúnað þeirra sem neyðast til að yfirgefa skip sitt á björgunarbátnum og til að auka líkurnar á að þeir komist af.
VIÐBÓTARBÚNAÐUR
Áður en ég slæ botninn í þessar hugleiðingar langar mig að geta um eitt öryggistæki, vestmannaeyska uppfinningu, sem í sjálfu sér var litlu minni bylting en þegar gúmmíbátamir komu. Þetta var Sigmundsbúnaðurinn, sjósetningarbúnaður fyrir gúmmíbáta. Áður voru gúmmíbátar alla jafna geymdir í trékistu á stýrishúsþakinu og ef bátur fór á hliðina eða hvolfdi, reyndist oft erfitt eða ómögulegt að ná björgunarbátnum. Það var svo í febrúar 1981 sem Sigmund Jóhannsson kynnti hina nýju uppfinningu sína. Í stuttu máli vinnur þessi búnaður þannig að björgunarbátnum er komið fyrir í gálga utan á stýrishúsi og með einu handtaki er hægt að skjóta út bátnum. Einnig er tengdur þessu sjálfvirkur búnaður, þannig að ef sjór kemst í kassa í stýrishúsi, tengdan tækinu, skýst báturinn sjálfkrafa út og byrjar að blásast upp.
Það fór á sama veg og þegar gúmmíbátarnir komu að Vestmannaeyingar vom fljótir að tileinka sér þessa nýjung og að ári liðnu, 1982, var kominn Sigmundsgálgi í alla Eyjabáta.
En eins og áður er „skriffinnskugengið" dragbítur á framfarirnar. Eftir áralangt japl og jaml er ekki enn búið að lögskipa Sigmundsbúnaðinn en þess í stað hafa opinberar stofnanir þvælt málið með því að taka misheppnaðar eftirlíkingar upp á sína arma.
Að síðustu vil ég láta í ljós þá von mína að Eyjamenn haldi áfram að hafa forystu um framfarir í öryggismálum sjómanna.