„Sigríður Jónsdóttir (Merkisteini)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Sigríður Jónsdóttir''' í Merkisteini, vinnukona fæddist 20. júní 1878 í Káragerði í V-Landeyjum og lést 14. júlí 1969.<br> Foreldrar hennar voru Jón...)
 
m (Verndaði „Sigríður Jónsdóttir (Merkisteini)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 21. september 2018 kl. 17:12

Sigríður Jónsdóttir í Merkisteini, vinnukona fæddist 20. júní 1878 í Káragerði í V-Landeyjum og lést 14. júlí 1969.
Foreldrar hennar voru Jón Einarsson bóndi í Káragerði og Káragerðishjáleigu, f. 20. desember 1834, drukknaði við Eyjar 25. mars 1893 með Jóni Brandssyni og skipshöfn, og kona hans Ástríður Pétursdóttir húsfreyja, síðar í Merkisteini, f. 11. júlí 1835, d. 5. ágúst 1919.

Börn Jóns og Ástríðar í Eyjum voru:
1. Einar Jónsson sjómaður, f. 12. júní 1863, d. 27. nóvember 1941.
2. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, ljósmóðir í Merkisteini, f. 11. janúar 1866 í Káragerði, d. 5. júní 1954.
3. Guðríður Jónsdóttir húsfreyja á Heiði, f. 6. júlí 1871 í Káragerði í Landeyjum, d. 1. júní 1944.
4. Sigríðar Jónsdóttur í Merkisteini, síðar í Reykjavík, f. 20. júní 1878 í Káragerði, d. 14. júlí 1969.

Sigríður var með foreldrum sínum í Káragerði meðan föður hennar naut við, en hann drukknaðir 1893.
Hún var vinnukona hjá Guðrúnu systur sinni og Sigurði í Káragerði 1901, fylgdi þeim til Eyja 1903.
Sigríður var vinnukona í Merkisteini 1910, en fluttist til Reykjavíkur 1912 og bjó þar síðan, síðast í Sigtúni 29.
Hún finnst ekki 1920.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.