„Ragnheiður Brynjúlfsdóttir (Breiðholti)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Ragnheiður Brynjúlfsdóttir (Breiðholti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Mynd:Ragnheiður Brynjúlfsdóttir.jpg|thumb|200px|''Ragnheiður Brynjúlfsdóttir.]] | |||
'''Ragnheiður Brynjúlfsdóttir''' frá [[Breiðholt]]i húsfreyja, viðskiptafræðingur, skrifstofustjóri fæddist þar 22. febrúar 1952 og lést 4. júlí 2011 á Landspítalanum.<br> | '''Ragnheiður Brynjúlfsdóttir''' frá [[Breiðholt]]i húsfreyja, viðskiptafræðingur, skrifstofustjóri fæddist þar 22. febrúar 1952 og lést 4. júlí 2011 á Landspítalanum.<br> | ||
Foreldrar hennar voru [[Brynjúlfur Jónatansson (Breiðholti)|Brynjúlfur Jónatansson]] rafvirkjameistari, f. 23. júní 1924 og kona hans [[Lilja Þorleifsdóttir (Breiðholti)|Lilja Þorleifsdóttir]] húsfreyja, f. 17. júní 1922, d. 4. september 2008. | Foreldrar hennar voru [[Brynjúlfur Jónatansson (Breiðholti)|Brynjúlfur Jónatansson]] rafvirkjameistari, f. 23. júní 1924 og kona hans [[Lilja Þorleifsdóttir (Breiðholti)|Lilja Þorleifsdóttir]] húsfreyja, f. 17. júní 1922, d. 4. september 2008. |
Útgáfa síðunnar 17. september 2018 kl. 14:55
Ragnheiður Brynjúlfsdóttir frá Breiðholti húsfreyja, viðskiptafræðingur, skrifstofustjóri fæddist þar 22. febrúar 1952 og lést 4. júlí 2011 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Brynjúlfur Jónatansson rafvirkjameistari, f. 23. júní 1924 og kona hans Lilja Þorleifsdóttir húsfreyja, f. 17. júní 1922, d. 4. september 2008.
Börn Lilju og Brynjúlfs:
1. Steinunn Brynjúlfsdóttir húsfreyja, nam sálfræði, lífeindafræðingur, f. 30. september 1948, d. 19. ágúst 2008.
2. Ragnheiður Brynjúlfsdóttir húsfreyja, viðskiptafræðingur, skrifstofustjóri, f. 22. febrúar 1952, d. 4. júlí 2011.
3. Hjálmar Brynjúlfsson rafvirkjameistari, f. 22. mars 1953.
4. Jónatan Brynjúlfsson rafvirkjameistari, f. 11. mars 1954, d. 17. mars 1984.
5. Anna Brynjúlfsdóttir starfsmaður á röntgenstofu Domus Medica, f. 13. júlí 1955.
6. Rúnar Páll Brynjúlfsson skrifstofumaður, tæknimaður hjá Valitor, f. 9. ágúst 1958.
7. Brynhildur Brynjúlfsdóttir húsfreyja, starfsmaður hjá Arionbanka, f. 10. janúar 1960.
Fósturdóttir hjónanna er
8. Steinunn Jónatansdóttir hjúkrunarfræðingur, vinnur að doktorsprófi í Kanada, f. 20. september 1973. Hún er dóttir Jónatans Brynjúlfssonar og konu hans Árnýjar Sigríðar Baldvinsdóttur húsfreyja, f. 29. nóvember 1955, d. 19. maí 1979.
Ragnheiður var með foreldrum sínum í æsku. Hún bjó með þeim í Breiðholti fyrstu ár ævinnar en fluttist með þeim 1955 í nýtt hús þeirra við Hólagötu 39.
Ragnheiður stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan 1972.
Þau Smári giftu sig 1975, eignuðust þrjú börn.
Eftir gos keyptu þau Breiðholt og bjuggu þar til ársins 1989, er þau fluttu í nýbyggt hús sitt við Nýjabæjarbraut.
Ragnheiður starfaði við ýmsan rekstur og skrifstofustörf í Eyjum, rak m.a. eigin hannyrðaverslun, raftækjaverkstæði og verslun föður síns.
Hún flutti til Reykjavíkur árið 2000 og var skrifstofustjóri hjá Alex bókhaldsþjónustu, stundaði síðar nám við Háskólann í Reykjavík með vinnu og útskrifaðist þaðan sem viðskiptafræðingur árið 2009.
Ragnheiður lést 2011.
I. Maður Ragnheiðar, (1975), var Smári Eyfjörð Grímsson, rafvirkjameistari, f. 6. nóvember 1950.
Börn þeirra:
1. Sigrún Elsa Grímsdóttir matvæla- og viðskiptafræðingur, f. 27. nóvember 1972. Maður hennar var Róbert Marshall. Sambýlismaður Vilhjálmur Goði Friðriksson.
2. Sigríður Bríet Grímsdóttir, sálfræðingur, f. 22. september 1983. Sambýlismaður Sigurður Sigurðsson.
3. Steinunn Lilja Grímsdóttir verkefnastjóri, BA-mannfræðingur, nemi í alþjóðaviðskiptum, f. 22. september 1983. Sambýlismaður hennar Kristinn Már Matthíasson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Morgunblaðið 15. júlí 2011. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.