„Sigurður Sigurðsson (Búlandi)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|150px|''Sigurður Sigurðsson. '''Sigurður Sigurðsson''' frá Búlandi, vélstjóri, síðast í Reykjavík fæddist 23. janúar 1...) |
m (Verndaði „Sigurður Sigurðsson (Búlandi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 3. febrúar 2018 kl. 19:37
Sigurður Sigurðsson frá Búlandi, vélstjóri, síðast í Reykjavík fæddist 23. janúar 1915 á Hnausum og lést 5. mars 1994.
Foreldrar hans vor Sigurður Bjarnason múrari, verkamaður, f. 28. október 1884 í Garðsauka í Hvolhreppi, Rang., d. 12. apríl 1959, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 27. september 1891 á Syðstu-Grund u. Eyjafjöllum, d. 22. nóvember 1981.
Móðursystkini Sigurðar í Eyjum:
1. Margrét Sigurðardóttir húsfreyja á Þinghól, f. 18. júlí 1880, d. 6. janúar 1970.
2. Eyjólfur Sigurðsson skipstjóri, trésmiður í Laugardal, f. 25. febrúar 1885, d. 31. desember 1957.
3. Júlía Sigurðardóttir húsfreyja í Dvergasteini, f. 7. júlí 1886, d. 22. júlí 1979.
4. Sigurbjörn Sigurðsson bóndi á Syðstu-Grund, síðar í Eyjum, f. 15. september 1896, d. 29. mars 1971.
Börn Sigríðar og Sigurðar á Búlandi:
1. Sigurður Sigurðsson vélstjóri, síðast í Reykjavík, f. 23. janúar 1915 á Hnausum, d. 5. mars 1994.
2. Elín Sigurðardóttir húsfreyja, saumakona í Reykjavík, f. 11. mars 1917 á Hnausum, d. 16. janúar 2015.
3. Sigurbjörg Svava Sigurðardóttir, f. 29. maí 1918 á Sæbergi, d. 4. mars 1919 í Vinaminni.
4. Guðmunda Dagmar Sigurðardóttir húsfreyja, f. 23. desember 1919 í Heklu, d. 1. maí 2010.
5. Óskar Jón Árnason Sigurðsson bifreiðastjóri, verkamaður, síðast í Hafnarfirði, f. 2. febrúar 1921 á Búlandi, d. 19. október 1998.
6. Sigríður Sigurðardóttir yngri, verslunarstjóri í Reykjavík, f. 8. febrúar 1923 á Búlandi, d. 8. janúar 2009.
7. Margrét Sigurðardóttir
húsfreyja, f. 29. apríl 1924 á Búlandi, d. 31. janúar 2011.
8. Fjóla Sigurðardóttir húsfreyja, verkstjóri, f. 27. júní 1925 á Búlandi, d. 16. ágúst 2017.
9. Emil Sigurðsson bifreiðastjóri, bifvélavirki, f. 3. desember 1927 á Búlandi.
Sigurður var með foreldrum sínum í æsku. Hann var vinnumaður í Gerði 1930, tvítugur lausamaður Hilmisgötu 5 1934, með foreldrum sínum 1940 og 1945, skráður vélstjóri þar 1949.
Sigurður lauk hinu meira vélstjóraprófi í Reykjavík 1947, var á ýmsum bátum í Eyjum 1941-1947, vann hjá Landhelgisgæslunni 1947-1968.
Hann var síðan afgreiðslumaður hjá G.J. Fossberg til 1987, er hann hætti störfum.
Sigurður var heiðraður ásamt áhöfninni á björgunarskipinu Sæbjörgu fyrir að bjarga 10 mönnum af togaranum Presto North End frá Grimsby, sem strandaði vestan við Geirfuglasker í apríl 1950.
Þau Bogey Kristín giftu sig 1952 og eignuðust tvö börn, bjuggu í Reykjavík.
Sigurður lést 1994 og Bogey Kristín 2014.
I. Kona Sigurður, (2. september 1952), var Bogey Kristín Dagbjartsdóttir húsfreyja frá Neðri-Hvestu í Arnarfirði, f. 1. október 1918, d. 21. febrúar 2014. Foreldrar hennar voru Dagbjartur Elíasson bóndi á Neðri-Hvestu, síðar verkamaður í Reykjavík, f. 27. júlí 1890 í Fremri-Uppsölum í Arnarfirði, og kona hans Þórunn Gísla Bogadóttir húsfreyja, f. 27. febrúar 1894 í Hringsdal í Arnarfirði, d. 5. mars 1944.
Börn Bogeyjar og Sigurðar:
1. Sigurður Kristinn Sigurðsson framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. þar 6. júlí 1953. Kona hans er Erla Möller.
2. Margrét Guðlaug Sigurðardóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Kópavogi, f. 29. nóvember 1959 í Reykjavík. Sambýlismaður hennar er Þórir Steingrímsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.