„Sigurbjörg Ingimundardóttir (Stað)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Sigurbjörg Ingimundardóttir''' frá Siglufirði, húsfreyja á Stað fæddist 1. júní 1909 í Fljótum í Skagafirði og lést 29. september 2003.<br> Foreldrar he...)
 
m (Verndaði „Sigurbjörg Ingimundardóttir (Stað)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 29. janúar 2018 kl. 20:45

Sigurbjörg Ingimundardóttir frá Siglufirði, húsfreyja á Stað fæddist 1. júní 1909 í Fljótum í Skagafirði og lést 29. september 2003.
Foreldrar hennar voru Ingimundur Sigurðsson frá Hvammskoti á Höfðaströnd, bóndi í Fljótum í Skagafirði, síðar verkamaður á Siglufirði, f. 7. maí 1882, d. 14. desember 1941, og kona hans Jóhanna Arngrímsdóttir húsfreyja frá Bjarnargili í Fljótum, f. 16. júní 1880, d. 4. október 1932.
Fósturforeldrar Sigurbjargar voru Guðrún Jónsdóttir og Sveinn Arngrímsson móðurbróðir Sigurbjargar, ábúendur á Brúnastöðum í Fljótum.

Systir Sigurbjargar var
1. Kristín Oktavía Ingimundardóttir húsfreyja í Sigtúni, f. 8. október 1922 á Siglufirði, d. 23. júní 1997, kona Jóns Ástvalds Helgasonar.

Sigurbjörg var með foreldrum sínum fyrstu 2-3 ár ævinnar, en fór þá í fóstur til Sveins Arngrímssonar móðurbróður síns og Guðrúnar konu hans á Brúnastöðum í Fljótum. Þar var hún til 17 ára aldurs.
Þau Karl giftu sig 1930 og Sigurbjörg fluttist með honum til Eyja, bjuggu á Stað, Helgafellsbraut 10 1930.
Þau eignuðust Sigurð 1931 og tóku Kristínu Oktavíu 10 ára systur Sigurbjargar í fóstur 1932.
Þau fluttust til Reykjavíkur 1939, eignuðust Hanný þar 1941.
Karl lést 1959.
Sigurbjörg tók að sér rekstur Hótel Bergs um skeið og fékk aðstoð Sigurðar sonar síns við það. Sá rekstur fékk endi við Gosið, en þó hafði Sigurbjörg rekstur á matstofu í Gosinu meðan stætt var.
Hún átti síðast heimili á Dygjuvegi í Reykjavík og lést 2003 á Landspítalanum.

ctr
Sigurbjörg og Karl með Sigurð son sinn.

I. Maður Sigurbjargar, (17. maí 1930), var Karl Kjartan Sigurðsson skipstjóri frá Litlalandi, f. 16. nóvember 1905 á Oddsstöðum, d. 5. maí 1959.
Börn þeirra:
1. Sigurður Hróbjarts Karlsson, f. 9. mars 1931 á Stað, d. 29. nóvember 2017.
2. Hanný Karlsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 7. október 1941. Fyrri maður hennar var Jón Eiríkur Sveinsson. Síðari maður hennar er Ingvi Hallgrímsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.