Kristín Oktavía Ingimundardóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Kristín Oktavía Ingimundardóttir í Sigtúni, húsfreyja, iðnverkamaður, handavinnukennari, verslunarmaður fæddist 8. október 1922 á Siglufirði og lést 23. júní 1997 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Ingimundur Sigurðsson frá Hvammskoti á Höfðaströnd, bóndi í Fljótum í Skagafirði, síðar verkamaður á Siglufirði, f. 7. maí 1882, d. 14. desember 1941, og kona hans Jóhanna Arngrímsdóttir húsfreyja frá Bjarnargili í Fljótum, f. 16. júní 1880, d. 4. október 1932.
Fósturforeldrar Kristínar voru Sigurbjörg Ingimundardóttir frá Siglufirði, húsfreyja, systir Kristínar, f. 11. júní 1909, d. 29. september 2003, og maður hennar Karl Sigurðsson skipstjóri frá Litlalandi, f. 16. nóvember 1905 á Oddsstöðum, síðast í Reykjavík, d. 5. maí 1959.

Systir Kristínar Oktavíu í Eyjum var
1. Sigurbjörg Ingimundardóttir húsfreyja, f. 11. júní 1909, d. 29. september 2003.

Kristín missti móður sína 10 ára gömul.
Hún fór í fóstur 1932 til Sigurbjargar Ingimundardóttur systur sinnar og manns hennar Karls Kjartans Sigurðssonar í Eyjum.
Kristín eignaðist Ingu Jóhönnu í Reykjavík 1943.
Þau Ástvaldur giftu sig 1949, bjuggu í Litla-Hvammi, eignuðust Óla Þór þar 1949 og við fæðingu Sigurbjargar Sóleyjar 1951.
Þau bjuggu síðar lengst í Sigtúni, eignuðust sex börn.
Fjölskyldan fluttist á Hvolsvöll 1968 og þar kenndi Kristín handavinnu í Hvolsskóla og vann á húsgagnaiðju Rangæinga.
Kristín sótti vinnu til Reykjavíkur seinni árin þeirra á Hvolsvelli og vann þá hjá TM-húsgögnum og fataverksmiðjunni Max ehf. Eftir að þau fluttu til Reykjavíkur árið 1985 starfaði hún hjá Hagkaupum.

I. Maður Kristínar Oktavíu, (8. október 1949), var Ástvaldur Helgason bifreiðastjóri, forstöðumaður, sundlaugarvörður, f. 7. nóvember 1925 á Hjalteyri, d. 20. apríl 1996.
Börn þeirra:
1. Óli Þór Ástvaldsson á Þórustöðum í Eyjafirði, bankaritari í Sparisjóðnum, lærður bankamaður frá Noregi og Danmörku, framkvæmdastjóri Vélbátatrygginga Eyjafjarðar, f. 8. ágúst 1949 í Litla-Hvammi. Kona hans er Guðfinna Nývarðsdóttir húsfreyja, heilsuverndarhjúkrunarfræðingur, deildarstjóri við heilsugæsluna á Akureyri.
2. Sigurbjörg Sóley Ástvaldsdóttir húsfreyja á Hvolsvelli, þroskaþjálfi, f. 23. janúar 1951 í Litla-Hvammi. Maður hennar er Ágúst Ingi Ólafsson sveitarstjóri í Hvolhreppi, fjármálastjóri.
3. Sigurður Rúnar Ástvaldsson trésmiður í Reykjavík, tvíburi, f. 5. september 1956 í Sigtúni. Kona hans, (skildu), var Arna Guðlaug Albertsdóttir.
4. Finnbogi Arnar Ástvaldsson rafvirki á Hvolsvelli, tvíburi, f. 5. september 1956 í Sigtúni. Sambýliskona hans var Agnes Ólöf Thorarensen.
5. Ragnar Ástvaldsson bifreiðastjóri í Kópavogi, f. 20. apríl 1960 í Sigtúni. Kona hans er Guðrún Bergmann Magnúsdóttir.
6. Viðar Þór Ástvaldsson verslunarstjóri á Selfossi, f. 20. desember 1965. Kona hans er Jóhanna Ósk Pálsdóttir.
Barn Kristínar Oktavíu fyrir hjónaband er
7. Inga Jóhanna Arnórsdóttir, f. 26. janúar 1943 í Reykjavík. Hún býr í Svíþjóð. Maður hennar, (skildu), var Árni Sveinbjörn Árnason.

Myndasafn


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.