„Engilbert Þorbjörnsson“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Engilbert Þorbjörnsson''' frá Kirkjubæ, bifreiðastjóri fæddist 4. júlí 1923 og lést 31. október 1998.<br> Foreldrar hans voru Þorbjörn Guðjónsson...) |
m (Verndaði „Engilbert Þorbjörnsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 22. nóvember 2017 kl. 19:13
Engilbert Þorbjörnsson frá Kirkjubæ, bifreiðastjóri fæddist 4. júlí 1923 og lést 31. október 1998.
Foreldrar hans voru Þorbjörn Guðjónsson frá Stóra-Moshvoli í Hvolhreppi, bóndi á Kirkjubæ, f. 6. október 1891, d. 23. nóvember 1974, og kona hans Guðleif Helga Þorsteinsdóttir frá Háagarði, húsfreyja, f. 22. september 1898, d. 28. júlí 1976.
Börn Þorbjarnar og Helgu:
1. Þórný Unnur Þorbjörnsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ, f. 16. maí 1919 á Vilborgarstöðum, d. 10. október 1990.
2. Leifur Þorbjörnsson bókbindari, f. 21. mars 1921, d. 12. apríl 2000.
3. Engilbert Þorbjörnsson bifreiðastjóri, f. 4. júlí 1923, d. 31. október 1998.
4. Björn Þorbjörnsson húsgagnabólstrari, f. 17. apríl 1929, d. 29. apríl 2014.
5. Ingi Þorbjörnsson verkamaður, bifreiðastjóri, f. 21. janúar 1931.
Engilbert var með foreldrum sínum í æsku og vann hinu stóra búi þeirra.
Hann hóf störf við Bifreiðastöðina 1944 og vann þar meðan vært var, en fjölskyldan fluttist til lands í Gosinu. Hann vann við hreinsun bæjarins eftir Gosið, flutti alfarinn 1974.
Fjölskyldan bjó fyrst í Hveragerði, síðan á Selfossi, en að lokum á Klébergi í Þorlákshöfn.
Þau Magnúsína Guðbjörg giftu sig 1944 og bjuggu á Steinsstöðum, á Stapa 1949 með kjörbarninu Guðbjörgu Helgu og að lokum í Grænuhlíð 19 skamma stund fram að Gosi.
Engilbert lést 1998 og Magnúsína Guðbjörg 2005.
Kjörbarn þeirra:
1. Guðbjörg Helga Engilbertsdóttir, f. 6. september 1947. Blóðmóðir hennar var Jóhanna Bjarney Júníusdóttir, f. 17. febrúar 1930, d. 23. maí 1973.
Fóstursonur þeirra, sonur Guðbjargar Helgu:
2. Magnús Engilbert Lárusson, f. 13. nóvember 1963. Faðir hans var Guðmundur Lárus Guðmundsson frá Landlyst, f. 1. september 1942, d. 24. október 2016.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 7. nóvember 1998. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.