„Stefanía Þórðardóttir (Sléttabóli)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Stefanía Þórðardóttir''' frá Sléttabóli, húsfreyja, verkakona, verslunarmaður fæddist 20. október 1930 og lést 1. desember 2013.<br> Foreldrar hennar voru [[Þór...)
 
m (Verndaði „Stefanía Þórðardóttir (Sléttabóli)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 3. nóvember 2016 kl. 16:45

Stefanía Þórðardóttir frá Sléttabóli, húsfreyja, verkakona, verslunarmaður fæddist 20. október 1930 og lést 1. desember 2013.
Foreldrar hennar voru Þórður Þórðarson skipstjóri, f. 12. janúar 1893, drukknaði 1. mars 1942, og kona hans Guðfinna Stefánsdóttir húsfreyja, f. 11. október 1895, d. 5. maí 1971.

Börn Guðfinnu og Þórðar voru:
1. Sigríður Þórðardóttir húsfreyja á Eyrarbakka, f. 24. mars 1921, d. 12. janúar 1996.
2. Ása Magnea Þórðardóttir, f. 19. maí 1922, d. 19. desember 1931.
3. Bára Þórðardóttir, f. 23. febrúar 1924, síðast í Grindavík, d. 12. janúar 2001.
4. Eyþór Þórðarson vélstjóri, skjalavörður í Reykjavík, f. 4. nóvember 1925, d. 16. október 1998.
5. Stefanía Þórðardóttir verkakona á Eyrarbakka, f. 20. október 1930, d. 1. desember 2013.
6. Ási Markús Þórðarson vélstjóri, f. 22. júní 1934, d. 18. ágúst 2002.

Stefanía ólst upp með foreldrum sínum, en faðir hennar drukknaði, er hún var á tólfta árinu. Hún var með móður sinni og fluttist með henni og Ása bróður sínum til Eyrarbakka 1948. Þar bjó hún síðan.
Hún giftist Eiríki 1950. Þau eignuðust fjögur börn.
Stefanía vann ýmis störf utan heimilis, vann við fiskverkun og verslun.

Maður Stefaníu, (29. desember 1950), var Eiríkur Runólfsson frá Bjargi á Fáskrúðsfirði, fangavörður, f. 17. september 1928. Foreldrar hans voru Runólfur Hallgrímur Kjartan Guðmundsson verkamaður á Fáskrúðsfirði, f. 20. maí 1891, d. 31. júlí 1967, og kona hans Emerentíana Guðlaug Eiríksdóttir húsfreyja, f. 6. júní 1896, d. 12. september 1976.
Börn þeirra:
1. Rúnar Eiríksson varðstjóri á Litla-Hrauni, f. 29. nóvember 1950.
2. Jón Sigurbjörn Eiríksson verkamaður, sjómaður á Eyrarbakka, f. 19. janúar 1952.
3. Emma Guðlaug Eiríksdóttir húsfreyja, verslunarstjóri á Eyrarbakka, f. 14. október 1954.
4. Þórður Eiríksson fiskverkandi í Þorlákshöfn, f. 25. september 1959.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.