„Bára Þórðardóttir (Sléttabóli)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Bára Þórðardóttir. '''Bára Þórðardóttir''' frá Sléttaból, húsfreyja, verkakona fæddist 23. febrúar 1924 á Slétt...) |
m (Verndaði „Bára Þórðardóttir (Sléttabóli)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 3. nóvember 2016 kl. 16:38
Bára Þórðardóttir frá Sléttaból, húsfreyja, verkakona fæddist 23. febrúar 1924 á Sléttabóli og lést 12. janúar 2001 á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík.
Foreldrar hennar voru Þórður Þórðarson skipstjóri, f. 12. janúar 1893, drukknaði 1. mars 1942, og kona hans Guðfinna Stefánsdóttir húsfreyja, f. 11. október 1895, d. 5. maí 1971.
Börn Guðfinnu og Þórðar voru:
1. Sigríður Þórðardóttir húsfreyja á Eyrarbakka, f. 24. mars 1921, d. 12. janúar 1996.
2. Ása Magnea Þórðardóttir, f. 19. maí 1922, d. 19. desember 1931.
3. Bára Þórðardóttir, f. 23. febrúar 1924, síðast í Grindavík, d. 12. janúar 2001.
4. Eyþór Þórðarson vélstjóri, skjalavörður í Reykjavík, f. 4. nóvember 1925, d. 16. október 1998.
5. Stefanía Þórðardóttir verkakona á Eyrarbakka, f. 20. október 1930, d. 1. desember 2013.
6. Ási Markús Þórðarson vélstjóri, f. 22. júní 1934, d. 18. ágúst 2002.
Bára ólst upp á Sléttabóli með fjölskyldu sinni. Faðir hennar drukknaði, er hún var 18 ára. Frá barnsaldri dvaldi hún á sumrin að Spákelsstöðum í Dalasýslu. Þar ól hún Þór Hafdal, fyrsta barn sitt 1944.
Hún giftist Halldóri Kristmundi Hjartarsyni sjómanni 1952. Þau bjuggu lengi í Reykjavík, uns þau fluttu til Keflavíkur 1974 og síðar til Ytri-Njarðvíkur. Þau eignuðust fimm börn.
Bára vann jafnan utan heimilis.
Síðustu árin dvaldi Bára á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík.
Halldór Kristmundur lést árið 2000 og Bára 2001.
I. Barnsfaðir Báru var Ágúst Eiríkur Hannesson smiður frá Hvoli, f. 2. ágúst 1927, d. 31. janúar 1951 með flugvélinni Glitfaxa.
Barn þeirra:
1. Þór Hafdal Ágústsson bókbandsmeistari, síðar fangavörður og deildarstjóri á Litla-Hrauni, f. 8. febrúar 1944 á Spákelsstöðum í Laxárdal í Dalasýslu.
II. Maður Báru, (1. janúar 1952) var Halldór Kristmundur Hjartarson frá Eyrarbakka, sjómaður, verkamaður, f. 27. júní 1927, d. 21. júní 2000. Foreldrar hans voru Hjörtur Ólafsson kennari og verkamaður á Eyrarbakka, síðar í Reykjavík, f. 18. september 1892, d. 12. janúar 1984, og kona hans Lára Halldórsdóttir húsfreyja og starfskona á Landakotsspítala, f. 24. maí 1908, d. 29. júlí 1990.
Börn þeirra:
2. Rúnar Hafdal Halldórsson guðfræðinemi, f. 4. janúar 1948, d. 5. apríl 1971 af slysförum.
3. Guðfinna Margrét Halldórsdóttir húsfreyja, starfsmaður á bókbandsstofu í Perth í Ástralíu, f. 2. febrúar 1949.
4. Lára Hjördís Halldórsdóttir sálfræðingur í Reykjavík, f. 19. janúar 1953.
5. Halldór Hafdal Halldórsson sjómaður, vélstjóri á Vatnsleysuströnd, f. 12. júlí 1959.
6. Linda Björk Halldórsdóttir húsfreyja, verkakona í Hvammi í Höfnum, f. 29. desember 1962.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 21. janúar 2001. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.