„Söluturninn“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 19: Lína 19:


{{Heimildir|
{{Heimildir|
* Einar H. Eiríksson''Sjómannadagsblað Vestmannaeyja''. 1978.}}
* Einar H. Eiríksson. ''Sjómannadagsblað Vestmannaeyja''. 1978.}}

Útgáfa síðunnar 14. júní 2006 kl. 13:38

Söluturninn í Vestmannaeyjum var fyrst opnaður 3. febrúar 1927.

Stofnandi og eigandi Söluturnarins um í nærri tvo áratugi var Þorlákur Sverrisson kaupmaður sem bjó að Hofi (Landagötu 25) sem nú er horfið undir hraun. Þorlákur var kvæntur Sigríði Jónsdóttur frá Skálmarbæ í Álftaveri. Þorlákur flutti með fjölskyldu sína til Vestmannaeyja árið 1925. Í fyrstu bjuggu þau á Stóru-Heiði en keyptu svo Hof af Karli Einarssyni. Þorlákur átti heima á Hofi þar til hann lést árið 1943 en ekkja hans og dætur bjuggu þar til ársins 1961.

Strax við komuna til Eyja hófst Þorlákur handa við að undirbúa verslunarrekstur en nokkrum árum áður hafði hann rekið verslun í Vík í Vestur- Skaftafellssýslu. Þorlákur hóf rekstur á Söluturninum í Vinaminni sem stóð við Urðaveg sem nú er farinn undir hraun. Árið 1927 flutti Söluturninn í húsnæði við Strandveg.

Hugmynd Þorláks var að vera sjómönnum sem komu seint að landi og aðgerðamönnum innan handar með verslunarþjónustu. Því sótti hann um leyfi til að hafa Turninn oipinn lengur fram eftir á kvöldin en almennt tíðkaðist. Mikil tregða var til að veita leyfið, en loks fékkst það í gegn með því skilyrði að Turninn væri nokkurs konar miðstöð fyrir sjómenn og aðra sem nauðsynlega þurftu að nálgast veðurfegnir á kvöldin en Ríkisútvarpið var þá ekki tekið til starfa og treysta varð á símaþjónustu eingöngu.

Þorlákur Sverrisson lést árið 1943. Fjölskylda hans seldi þá Söluturninn. Kaupendur voru Ólafur Erlendsson frá Landamótum og Rútur Snorrason frá Steini. Héldu þeir áfram rekstri Turnsins með sama fyrirkomulagi og hafði verið og voru veðurfregnir enn birtar þar.

Hugur Ólafs var þó ekki lengi við verslunarrekstur og seldi hann sinn hlut Þórarni Þorsteinssyni frá Hjálmholti árið 1952. Þórarinn var í kjölfarið kallaður Tóti í Turninum í flestum tilvikum.

Árið 1958 urðu þær breytingar á að Strandvegurinn var breikkaður til suðurs og malbikaður þannig að brjóta varð Turninn niður. Vestmannaeyjakaupstaður tók að sér verkið gegn því að eigendum Turnsins yrði tryggð aðstaða til reksturs. Úr varð að Turninn fór í hús sunnanmegin við Strandveginn þar sem húsið Björgvin hafði áður staðið. Það hús eyðilagðist í gosinu 1973.

Að loknu gosi opnaði Turninn í Drífanda, var þar í nokkur ár en flutti sig svo hinum megin við götuna. Turninum var lokað upp úr aldamótunum 2000.



Heimildir

  • Einar H. Eiríksson. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja. 1978.