„Sigurjón Högnason“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Sigurjón Högnason''' frá Baldurshaga, verslunarstjóri á Tanganum, síðar forstjóri fæddist 7. júlí 1891 á Seljalandi u. V-Eyjafjöllum og lé...)
 
m (Verndaði „Sigurjón Högnason“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 7. október 2015 kl. 17:49

Sigurjón Högnason frá Baldurshaga, verslunarstjóri á Tanganum, síðar forstjóri fæddist 7. júlí 1891 á Seljalandi u. V-Eyjafjöllum og lést 21. mars 1958.
Foreldrar hans voru Högni Sigurðsson, síðar útgerðarmaður og hreppstjóri í Baldurshaga, f. 4. október 1863, d. 26. febrúar 1923, og kona hans Marta Jónsdóttir húsfreyja, f. 31. desember 1867, d. 12. október 1948.

Systkini Sigurjóns voru:
1. Ísleifur Högnason kaupfélagsstjóri, alþingismaður, f. 30. nóvember 1895, d. 12. júní 1967.
2. Ingibjörg Guðrún Högnadóttir húsfreyja, f. 23. desember 1904, d. 3. september 1991.

Sigurjón var með foreldrum sínum í æsku. Hann varð gagnfræðingur frá Flensborgarskóla 1907 og kenndi við Barnaskólann 1908-1911.
Sigurjón stundaði verslunarstörf frá 1911, varð verslunarstjóri og síðar forstjóri hjá Gunnari Ólafssyni & Co..
Sigurjón lést 1958.

Kona Sigurjóns, (1. desember 1917), var Kristín Þórðardóttir húsfreyja og leiklistarkona á Borg, f. 29. febrúar 1888, d. 14. mars 1948.
Börn þeirra:
1. Garðar Sigurjónsson veitustjóri, f. 22. október 1918, d. 3. júní 2007.
2. Högni Jóhann Sigurjónsson, f. 27. mars 1923, d. 13. desember 1927.
3. Högni Jóhann Sigurjónsson nemi í byggingalist, f. 23. júní 1929, d. 26. apríl 1956.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.