„Otti Jónsson (Ottahúsi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 17: Lína 17:
*Í veraldarvolki – Íslenzkir örlagaþættir. ''Ástmögur Iðunnar''. Sverrir Kristjánsson. Forni. Reykjavík 1966.  
*Í veraldarvolki – Íslenzkir örlagaþættir. ''Ástmögur Iðunnar''. Sverrir Kristjánsson. Forni. Reykjavík 1966.  
*Manntöl.
*Manntöl.
*Prestþjónustubækur.}}
*Prestþjónustubækur.}}{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Verslunarmenn]]
[[Flokkur: Verslunarmenn]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 18. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 18. öld]]

Núverandi breyting frá og með 18. ágúst 2015 kl. 21:12

Otti Jónsson vigtarmaður, húsmaður í Ottahúsi, (Beykishúsi), fæddist 2. febrúar 1790, d. 29. desember 1841.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson húsmaður í Skildinganesi við Reykjavík 1801, f. 1763, og kona hans Þóra Jónsdóttir ættuð frá Eyrarbakka, f. 1764, d. 10. september 1804.
Otti var skráður ekkjumaður í Beykishúsi 1840, sambýlismaður Sigríðar, sem skráð var ekkja.
Otti mun hafa unnið við verslunina í Garðinum.

I. Sambýliskona Otta var Sigríður Nikulásdóttir í Beykishúsi kona Sigurðar Breiðfjörðs beykis og skálds.
Otti keypti Beykishúsið af Sigurði fyrir 150 ríkisdali og nefndist það síðan Ottahús meðal fólks.
Barn þeirra Sigríðar var
1. Nikolína Ottadóttir húsfreyja í Hólshúsi, f. 12. júní 1832, d. 21. apríl 1912. Hún var síðari kona Vigfúsar Jónssonar tómthúsmanns í Hólshúsi.

II. Barnsmóðir Otta var Kristín Ögmundsdóttir í Nýjabæ, f. 1789, d. 6. júní 1842, síðar kona Magnúsar Guðlaugssonar bónda og hreppstjóra í Nýjabæ og eftir hann kona Jóns Árnasonar bónda í Nýjabæ.
Barn þeirra Otta var
2. Sigríður Ottadóttir, f. 12. nóvember 1812, d. 22. nóvember 1812 úr ginklofa.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Í veraldarvolki – Íslenzkir örlagaþættir. Ástmögur Iðunnar. Sverrir Kristjánsson. Forni. Reykjavík 1966.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.