Jón Árnason (Nýjabæ)
Jón Árnason bóndi og sjómaður í Nýjabæ fæddist 1807 í Kerlingardal í Mýrdal og lést 1. september 1846 í Nýjabæ.
Foreldrar hans voru Árni bóndi í Kerlingardal, f. 1764, d. 11. marz 1836, Klemensson, Hallgrímssonar og konu Klemensar, Vilborgar Runólfsdóttur. Móðir Jóns og kona Árna var Helga húsfreyja, f. 1779, Þorsteins bónda, síðast í Kerlingardal, Steingrímssonar og konu Þorsteins, Guðríðar Bjarnadóttur, Nikulássonar.
Jón var með foreldrum sínum í bernsku, var vinnumaður á Hellum í Mýrdal til 1834. Þá fluttist hann að Nýjabæ, var þar sjómaður og bóndi.
Hann var ekkill í Nýjabæ 1845 með Kristjáni stjúpsyni sínum.
I. Kona Jóns, (29 september 1835), var Kristín Ögmundsdóttir, þá ekkja í Nýjabæ, f. 1789, d. 6. júní 1842.
Við giftingu var Kristín 47 ára, en Jón 28 ára.
Þau Jón voru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.