„Stefán Jónsson (Miðhúsum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Stefán Jónsson''' vinnumaður á Miðhúsum og í Kornhól fæddist 20. ágúst 1829 á Reyni í Mýrdal og drukknaði 1. október 1850.<br> Foreldrar hans voru...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 13: Lína 13:
*Prestþjónustubækur.
*Prestþjónustubækur.
*Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.}}
*Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Vinnumenn]]
[[Flokkur: Vinnumenn]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]

Núverandi breyting frá og með 19. júlí 2015 kl. 14:11

Stefán Jónsson vinnumaður á Miðhúsum og í Kornhól fæddist 20. ágúst 1829 á Reyni í Mýrdal og drukknaði 1. október 1850.
Foreldrar hans voru Jón Eyjólfsson bóndi, f. 1803, d. 13. september 1875, og kona hans Ingveldur Ingimundardóttir, f. 1789.

Stefán var tvíburabróðir Ingimundar Jónssonar bónda, formanns og hreppstjóra á Gjábakka, f. 20. ágúst 1829, d. 25. apríl 1912.

Stefán var með foreldrum sínum á Reyni til ársins 1830, með þeim á Rauðhálsi þar 1830-1844, matvinnungur á Ketilsstöðum 1844-1846, en var hjá foreldrum sínum á Rauðhálsi 1846-1849.
Stefán fluttist til Eyja 1849, ráðinn vinnumaður að Kornhól. Hann var skráður vinnumaður á Miðhúsum við manntal 1850, en skráður í Kornhól við andlát.
Hann var meðal 7 annarra, sem drukknuðu við Landeyjasand 1. október 1850.
Hann var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.