„Blik 1969/Hjónin í Merkisteini“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: ==ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON== ==Hjónin í Merkisteini== Síðan eru liðin 20 ár. Eg annaðist þá fréttaþjónustu Útvarpsins hé...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 111: Lína 111:
Þá gerðust líka hæg heimatökin í ástamálunum, enda lét nú heimasætan undan síga, hafði raunar gert það fyrr, lagt mat á biðil sinn, manngerð hans, handlægni og búhyggni. <br>
Þá gerðust líka hæg heimatökin í ástamálunum, enda lét nú heimasætan undan síga, hafði raunar gert það fyrr, lagt mat á biðil sinn, manngerð hans, handlægni og búhyggni. <br>
Heimasætan var heilluð. Hún fann það og skildi, þegar fram leið, að léttlyndi Sigurðar og glaðværð var henni lífsdrykkur, eins og hún sjálf var skapi farin. Jafnframt reyndist Sigurður Ísleifsson konu sinni skapfastur og trygglyndur mannkostamaður. <br>
Heimasætan var heilluð. Hún fann það og skildi, þegar fram leið, að léttlyndi Sigurðar og glaðværð var henni lífsdrykkur, eins og hún sjálf var skapi farin. Jafnframt reyndist Sigurður Ísleifsson konu sinni skapfastur og trygglyndur mannkostamaður. <br>
[[Mynd: Hjónin í Merkisteini.jpg|center|500px]]<br>
::::''Hjónin Sigurður og Guðrún''
Daginn fyrir Jónsmessuna eða sunnudaginn 23. júní 1895 var mikið um að vera í Káragerði í Landeyjum. Þá voru þau gefin saman í hjónaband, Guðrún Jónsdóttir, heimasæta og ljósmóðir, og Sigurður vinnumaður Ísleifsson. Prestur gifti þau í Sigluvíkurkirkju. Vissulega var hér stofnað til farsæls hjónabands, sem entist um 6 tugi ára. <br>
Daginn fyrir Jónsmessuna eða sunnudaginn 23. júní 1895 var mikið um að vera í Káragerði í Landeyjum. Þá voru þau gefin saman í hjónaband, Guðrún Jónsdóttir, heimasæta og ljósmóðir, og Sigurður vinnumaður Ísleifsson. Prestur gifti þau í Sigluvíkurkirkju. Vissulega var hér stofnað til farsæls hjónabands, sem entist um 6 tugi ára. <br>
Svo hélt búskapurinn og búreksturinn í Káragerði áfram næstu 8 árin með litlum tilbrigðum. Þó skal þess getið, að eftir jarðskjálftana miklu sumarið 1896 vann Sigurður bóndi í Káragerði mjög langa og marga vinnudaga við að endurbyggja sveitabæi víðsvegar um Suðurlandsundirlendið. Af kappi var unnið, eins og jafnan, og vinnugleðin óþrjótandi eins og alltaf. Sum dagsverkin gáfu ekki alltaf mikið í aðra hönd þá, þar sem sárfátækt var ríkjandi með bændafólki og bærinn í rúst. Víst er um það, að þá innheimti Sigurður Ísleifsson ekki alltaf dagsverk að kvöldi. Þar var honum þá annað ríkara í huga en launin sín. <br>
Svo hélt búskapurinn og búreksturinn í Káragerði áfram næstu 8 árin með litlum tilbrigðum. Þó skal þess getið, að eftir jarðskjálftana miklu sumarið 1896 vann Sigurður bóndi í Káragerði mjög langa og marga vinnudaga við að endurbyggja sveitabæi víðsvegar um Suðurlandsundirlendið. Af kappi var unnið, eins og jafnan, og vinnugleðin óþrjótandi eins og alltaf. Sum dagsverkin gáfu ekki alltaf mikið í aðra hönd þá, þar sem sárfátækt var ríkjandi með bændafólki og bærinn í rúst. Víst er um það, að þá innheimti Sigurður Ísleifsson ekki alltaf dagsverk að kvöldi. Þar var honum þá annað ríkara í huga en launin sín. <br>