„Helga Árnadóttir (Burstafelli)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
m (Verndaði „Helga Árnadóttir (Burstafelli)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 26. apríl 2015 kl. 22:21
Helga Þuríður Árnadóttir húsfreyja frá Burstafelli, fæddist 15. maí 1918 í Guðjónshúsi („Brennu”) í Neskaupstað og lézt á Akranesi 8. desember 2008.
Foreldrar hennar voru Árni Oddsson, f. 1888 og k.h. Sigurbjörg Sigurðardóttir, f. 1883.
Helga Þuríður annaðist fjölskylduna og heimilið lengst af. Hún var húsfreyja á Högnastöðum í Þverárhlíð í Mýrasýslu 1939-1941, síðan á Innsta-Vogi við Akranes 1941-1946.
Hún var húsfreyja í Dölum í Eyjum 1946-62. Síðan bjuggu þau hjón í Skuld við Vestmannabraut, en síðast að Hilmisgötu 13 við gos.
Þau Guðjón fluttu til Akraness 1973 og bjuggu þar síðan. Dvöldu þau á Dvalarheimilinu Höfða þar síðustu ár sín.
Maður (10. desember 1938): Guðjón Jónsson, f. 1913.
Börn þeirra Guðjóns eru:
- Árnný Sigurbjörg, f. 1940,
- Oddfríður Jóna, f. 1942,
- Emil Þór, f. 1944,
- Guðmundur Helgi, f. 1947,
- Ásbjörn, f. 1949,
- Elín Ebba, f. 1952,
- Lárus Jóhann, f. 1959.
Myndir
Heimildir
- Upphaflega grein skrifaði Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Borgfirzkar æviskrár III. Reykjavík: Prentverk Akraness, 1973.
- Guðmundur Helgi Guðjónsson, munnleg heimild.
- Niðjatal Sigurbjargar Sigurðardóttur, Burstafelli, Vestmannaeyjum.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.