„Guðrún Guðmundsdóttir (Miðhúsum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Guðrún Guðmundsdóttir''' húsfreyja á Miðhúsum fæddist 21. ágúst 1835 á Heylæk í Fljótshlíð og lést í Vesturheimi.<br> Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmu...)
 
m (Verndaði „Guðrún Guðmundsdóttir (Miðhúsum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 9. apríl 2015 kl. 19:56

Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja á Miðhúsum fæddist 21. ágúst 1835 á Heylæk í Fljótshlíð og lést í Vesturheimi.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson vinnumaður á Teigi og Kristín Pétursdóttir vinnukona á Heylæk, f. 1800 í Stóra-Dalssókn u. Eyjafjöllum, d. 12. ágúst 1864.

Guðrún var ekki með móður sinni á Heylæk 1835, en með henni á Syðri-Hól u. Eyjafjöllum 1840 og á Neðri-Þverá í Fljótshlíð 1845.
Hún var vinnukona ásamt móður sinni á Syðri-Hól 1850 og í Varmahlíð þar 1855 og enn 1860.
Guðrún fluttist frá Varmahlíð að Miðhúsum 1863, var þar vinnukona við giftingu sína 1864. Þau Vigfús voru nýgift hjón þar hjá Sesselju Helgadóttur ekkju í lok ársins með barnið Guðlaug á 1. ári.
Þau Vigfús voru orðin húsráðendur á öðru býlinu á Miðhúsum 1865 og bjuggu þar uns þau fluttust til Utah 1888.
Þau misstu 8 daga gamalt barn úr ginklofa 1870.

Maður Guðrúnar, (7. október 1864), var Vigfús Einarsson bóndi, f. 17. júlí 1838 og lést Vestanhafs.
Börn þeirra hér:
1. Guðlaugur Vigfússon sjávarbóndi á Vilborgarstöðum, f. 18. ágúst 1864, d. 4. maí 1942.
2. Sesselja Vigfúsdóttir, f. 1867. Hún fór til Utah 1891 frá Mandal.
3. Einar Vigfússon, f. 23. febrúar 1870, d. 2. mars 1870 úr ginklofa.
4. Einar Vigfússon, f. 1. apríl 1872. Hann var vinnumaður í Garðinum 1890, fór til Utah 1892.
5. Árni Vigfússon, f. 11. júlí 1875. Hann fór til Utah 1887 frá Miðhúsum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.