„Haraldur Lúðvík Möller“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 4: Lína 4:
Systkini Haraldar í Eyjum voru:<br>
Systkini Haraldar í Eyjum voru:<br>
1. [[Maria Sophie Friðrikke Möller]], f. 28. október 1847. Hún fluttist til Danmerkur.<br>
1. [[Maria Sophie Friðrikke Möller]], f. 28. október 1847. Hún fluttist til Danmerkur.<br>
2.[[ Jóhanne Amalie Christine Möller]], f. 20. janúar 1850, d. 18. apríl 1914. <br>
2.[[ Jóhanne Amalie Christine Möller|Jóhanna Möller]] saumakona, f. 20. janúar 1850, d. 18. apríl 1914. <br>
3. [[Vilhelmine Juliette Möller]], f. 5. maí 1852. <br>
3. [[Vilhelmine Juliette Möller]], f. 5. maí 1852. <br>
4. [[Hansine Sigríður Christense Möller|Hansína Möller]] húsfreyja, f. 28. júní 1854, d. 20. ágúst 1940.<br>  
4. [[Hansine Sigríður Christense Möller|Hansína Möller]] húsfreyja, f. 28. júní 1854, d. 20. ágúst 1940.<br>  

Útgáfa síðunnar 15. september 2014 kl. 13:54

Haraldur Lúðvík Möller, - Harald Ludvig Möller -, trésmíðameistari og kaupmaður fæddist 14. apríl 1861 í Juliushaab og lést 21. september 1931.
Foreldrar hans voru Carl Ludvig Möller verslunarstjóri í Juliushaab, f. 1816, d. 7. júlí 1861, og kona hans Ingibjörg Þorvarðsdóttir húsfreyja, f. 28. október 1821, d. 7. september 1899.

Systkini Haraldar í Eyjum voru:
1. Maria Sophie Friðrikke Möller, f. 28. október 1847. Hún fluttist til Danmerkur.
2.Jóhanna Möller saumakona, f. 20. janúar 1850, d. 18. apríl 1914.
3. Vilhelmine Juliette Möller, f. 5. maí 1852.
4. Hansína Möller húsfreyja, f. 28. júní 1854, d. 20. ágúst 1940.
5. Hans Peter Vilhelm Möller vinnumaður, f. 30. júní 1856, d. 21. desember 1877.
6. Carl Axel Möller símstjóri, f. 8. febrúar 1859, d. 14. nóvember 1937.

Faðir Haraldar lést árið, sem hann fæddist.
Hann fylgdi móður sinni árin hennar í Túni, mánuðina í Landlyst, Jónshúsi og Árnahúsi, var niðursetningur hjá Gísla Engilbertssyni í Juliushaab 1871-1874, léttadrengur þar 1875-1877, vinnumaður þar 1878.
Hann fluttist til Reykjavíkur 1879, var snikkaralærlingur til heimilis hjá Matthíasi Markússyni í Efraholti í Reykjavík 1880, einnig skráður vinnumaður í Strimpu þar hjá Jakobi Sveinssyni trésmið.
Haraldur var kvæntur snikkari á Óseyri í Hafnarfirði 1890 með konu sinni Guðnýju Möller, 40 ára ekkill í Austurstræti 14 í Reykjavík 1901 með ættleiddum syni, Haraldi Axel Möller 19 ára, og tengdamóður sinni Guðlaugu Sveinsdóttur 84 ára.
Haraldur kvæntist aftur 1909, Ástríði Pétursdóttur húsfreyju.
Hann var trésmiður hjá P.I. Thorsteinsson h.f. í Viðey 1910.
1920 bjó hann í Vopnafirði og stundaði smíðar. Með honum var kona hans Ástríður og fósturbarn þeirra Unnur Möller 9 ára.
Hann stundaði kaupmennsku um skeið.

Haraldur var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans var Guðný Þórðardóttir Möller húsfreyja, f. 1843, d. 29. júlí 1900. Hún var áður gift Antoni Möller bónda á Hólum í Eyjafirði.
Ættleiddur sonur var
1. Haraldur Axel Möller, f. 5. nóvember 1891. Hann fór til Vesturheims 1912 frá Nesi í Norðfirði.
Foreldrar hans voru hjónin Hansína Möller systir Haraldar og Sveinn Sveinsson.

II. Síðari kona Haraldar var Ástríður Pétursdóttir húsfreyja, f. 21. október 1873, d. 11. október 1948.
Fósturbarn þeirra var
2. Unnur Möller, f. 27. júní 1911, d. 16. apríl 1930. Hún var dóttir Guðlaugar Auðunsdóttur, f. 24. ágúst 1884, d. 7. ágúst 1962, og norsks manns, Hilmar Johansen frá Stavanger.

Haraldar er getið sem sögu- og heimildarmanns í Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum/Strákurinn í Vestmannaeyjum (JGÓ)


Heimildir