„Jóhann Morten Peter Bjarnasen“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 25: | Lína 25: | ||
*Manntöl. | *Manntöl. | ||
*Prestþjónustubækur.}} | *Prestþjónustubækur.}} | ||
{{Æviskrár Víglundar Þórs}} | |||
[[Flokkur: Verslunarstjórar]] | [[Flokkur: Verslunarstjórar]] | ||
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]] | [[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]] |
Útgáfa síðunnar 17. ágúst 2015 kl. 11:16
Jóhann Morten Peter Bjarnasen verslunarstjóri í Garðinum, fæddist 8. apríl 1862 og lést 24. mars 1946 í Las Vegas.
Foreldrar hans voru Jóhann Pétur Benedikt Bjarnasen verslunarstjóri, f. 15. nóvember 1834, d. 1. maí 1869, og kona hans Johanne Caroline Hansdóttir Rassmussen, f. 2. september 1835, d. 25. febrúar 1920.
Systkini hans voru:
1. Julíana Sigríður Margrét Bjarnasen, f. 7. október 1859, d. 1941, síðast búsett í Rvík. Hún var kona Jóns Árnasonar kaupmanns frá Vilborgarstöðum.
2. Nikolai Carl Frederik Bjarnasen kaupmaður og skipaafgreiðslumaður í Reykjavík, f. 22. desember 1860, d. 12. desember 1948.
3. Anton Gísli Emil Bjarnasen verslunarstjóri í Garðinum, Útvegsbóndi og kaupmaður í Dagsbrún, f. 5. desember 1863, d. 22. mars 1916.
4. Frederik Bjarnasen smiður og verslunarmaður í Rvk, f. 21. nóvember 1865, d. 4. september 1944.
5. Carl Anders Bjarnasen, búsettur í Rvk, f. 4. febrúar 1868.
Jóhann var með móður sinni og Jes Nicolai Thomsen stjúpa sínum í Godthaab 1870 og 1880.
Hann tók við verslunarstjórastöðunni við Garðsverslun 1888, þegar Helgi Eyjólfur Jónsson lét af störfum og gegndi starfinu til júníloka árið 1900.
Fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur 1900 og til Bandaríkjanna 1905.
Kona Jóhanns, (9. október 1888), var Margrét Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 2. janúar 1866, d. 5. september 1931.
Börn þeirra hér:
1. Þorsteinn Jóhannsson Bjarnasen, f. 7. ágúst 1889.
2. Jóhanna Karólína Jóhannsdóttir Bjarnasen Feldman, f. 12. mars 1892.
3. Matthhildur Jóhannsdóttir Bjarnasen Weldie, f. 10. janúar 1894.
4. Jóhann Pétur Benedikt Jóhannsson Bjarnasen, f. 15. nóvember 1895.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Gamalt og nýtt. Útgefandi: Einar Sigurðsson. Vestmannaeyjum 1949-1952.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.