„Guðrún Stígsdóttir (Brekkuhúsi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Guðrún Stígsdóttir''' vinnukona frá Brekkuhúsi fæddist 12. september 1817 og lést 28. febrúar 1868.<br> Foreldrar hennar voru [[Stígur Jónsson (Brekkuhúsi)|Stígur ...)
 
m (Verndaði „Guðrún Stígsdóttir (Brekkuhúsi)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 21. maí 2014 kl. 17:24

Guðrún Stígsdóttir vinnukona frá Brekkuhúsi fæddist 12. september 1817 og lést 28. febrúar 1868.
Foreldrar hennar voru Stígur Jónsson bóndi í Brekkuhúsi, f. 2. apríl 1793, d. 8. mars 1838, og kona hans Oddrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 1781, d. 1. september 1846.

Guðrún var með fjölskyldu sinni í Ömpuhjalli og Brekkuhúsi, síðan með ekkjunni móður sinni, og 1845 með henni hjá Þóru systur sinni. Hún var svo vinnukona hjá Pétri Jónssyni og Guðrúnu Eyjólfsdóttur í Elínarhúsi 1850, en 1855 var hún hjá Þóru í Brekkuhúsi og vinnukona þar 1860.
Guðrún var ógift og barnlaus.
Hún lést 1868, „niðursetningur frá Brekkuhúsi- af uppdráttarveikindum“.


Heimildir