Oddrún Sigurðardóttir (Brekkuhúsi)
Oddrún Sigurðardóttir húsfreyja í Brekkuhúsi fæddist 1781 á Rauðafelli u. Eyjafjöllum og lést 1. september 1846.
Foreldrar hennar voru Sigurður Einarsson bóndi á Rauðafelli u. Eyjafjöllum, f. 1743, og önnur kona hans Halldóra Jónsdóttir húsfreyja, f. 1758, á lífi 1801.
Oddrún var til heimilis í Skarðshlíð u. Eyjafjöllum hjá móðurbróður sínum Sigurði Jónssyni 1801.
Hún var komin til Eyja 1812, húsfreyja í Ömpuhjalli 1816-1827, er þau Stígur fluttust að Brekkuhúsi og bjuggu þar síðan.
Stígur lést 1838.
1840 bjó Oddrún þar 59 ára ekkja með Guðrúnu 23 ára dóttur sína hjá sér, en Sighvatur Þóroddsson 44 ára ekkjumaður var vinnumaður hjá henni.
Við skráningu 1845 var hún hjá Þóru dóttur sinni og Árna Guðmundssyni bónda, manni hennar. Þar var einnig Guðrún dóttir hennar 28 ára, ógift.
Oddrún lést 1846.
I. Barnsfaðir Oddrúnar var Magnús Jónsson bóndi í Ystabæli u. Eyjafjöllum, f. 30. nóvember 1786 í Knobsborg á Seltjarnarnesi, d. 22. september 1855 í Ystabæli.
Barn þeirra:
1. Magnús Magnússon bóndi í Giljum í Hvolhreppi og Vola (Hraungerðishjáleigu), f. 21. desember 1809 í Skarðshlíð u. Eyjafjöllum, d. 21. maí 1892 í Smjördölum í Flóa. Kona hans Sigríður Gísladóttir.
II. Barnsfaðir Oddrúnar var Arnþór Guðmundsson, f. 1786, drukknaði 22. apríl 1815.
Barn þeirra var
1. Guðrún Arnþórsdóttir, f. 23. ágúst 1815, líklega dáin fyrir mt. 1816.
III. Maður Oddrúnar var Stígur Jónsson bóndi í Brekkuhúsi, f. 2. apríl 1793, d. 8. mars 1838.
Börn þeirra hér:
2. Guðrún Stígsdóttir, f. 12. september 1817, d. 28. febrúar 1868.
3. Arnþór Stígsson, f. 20. ágúst 1819, d. 26. ágúst 1819 úr ginklofa.
4. Margrét Stígsdóttir, f. 26. júlí 1822, d. 1. ágúst 1822 úr ginklofa.
5. Þóra Stígsdóttir húsfreyja í Brekkuhúsi, f. 29. janúar 1824, d. 8. október 1892 „á sveit í Dölum“.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Magnús Haraldsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.