„Martea Guðlaug Pétursdóttir (Oddsstöðum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
m (Verndaði „Martea Guðlaug Pétursdóttir (Oddsstöðum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 3. mars 2014 kl. 18:31

Martea Guðlaug Pétursdóttir húsfreyja á Oddsstöðum fæddist 1. mars 1876 og lést 24. júní 1921.
Foreldrar hennar voru Pétur bóndi í Þorlaugargerði Benediktsson frá Búðarhólshjáleigu í A-Landeyjum og fyrri kona Péturs Kristín Guðmundsdóttir frá Búðarhóli í A-Landeyjum.

Maður Marteu Guðlaugar (1900) var Guðjón Jónsson bóndi, líkkistusmiður og bjargveiðimaður á Oddsstöðum, fæddur 27. desember 1874, dáinn 25. október 1959. Hún var fyrri kona hans.
Martea Guðlaug stýrði fjölmennu heimili. M.a. hvíldi á henni að annast reitingu og aðra meðferð bjargveiðinnar og matartiltekt fyrir hverja sókningu á veiðitímanum.
Hún veiktist af krabbameini og barðist við sjúkdóminn hátt í áratug, áður en yfir lauk.
Börn Marteu Guðlaugar og Guðjóns voru:
1. Kristófer, fæddur 27. maí 1900, dáinn 11. apríl 1981.
2. Pétur Guðjónsson, fæddur 12. júlí 1902, dáinn 21. ágúst 1982.
3. Jón, fæddur 2. ágúst 1903, dáinn 12 febrúar 1967.
4. Herjólfur Guðjónsson, fæddur 25. desember 1904, dáinn 31. janúar 1950.
5. Fanný Guðjónsdóttir, fædd 4. mars 1906, dáin 26. nóvember 1994.
6. Njála, fædd 22. desember 1909, dáin 16. apríl 1997.
7. Guðmundur, fæddur 28. janúar 1911, dáinn 18. desember 1969.
8. Ósk, fædd 15. júlí 1914, dáin 1. febrúar 2006.


Heimildir