„Guðrún Guðjónsdóttir (Kirkjubæ)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
m (Verndaði „Guðrún Guðjónsdóttir (Kirkjubæ)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 9. maí 2014 kl. 17:42

Guðrún Rannveig Guðjónsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ, fæddist 17. apríl 1905 og lést 18. október 1938 úr fýlaveiki (þ.e. páfagaukaveiki, Psittacosis).
Faðir hennar var Guðjón bóndi í Tóarseli Jónsson bónda á Stórabakka í Hróarstungu Sölvasonar.
Móðir Guðjóns var seinni kona Jóns Sölvasonar, Guðrún Guðmundsdóttir frá Flögu í Skriðdal. Þau Jón bjuggu á Flögu.
Sölvi Einarsson afi Guðjóns bjó í Hrafnsgerði eftir föður sinn Einar, f. um 1759, Jónsson og konu hans Björgu Jónsdóttur frá Hallfreðarstöðum.
Guðmundur faðir Guðrúnar frá Flögu var sonur Guðmundar Einarssonar bónda á Flögu og konu hans (5. nóvember 1835) Guðrúnar dóttur Rasmusar Lynge verslunarstjóra á Akureyri og konu hans Rannveigar Ólafsdóttur. Þau Rannveig og Rasmus urðu síðar bændur í Svarfaðardal og víðar.

Móðir Guðrúnar og kona Guðjóns í Tóarseli var Jónína Sigurbjörg húsfreyja frá Djúpavogi, dóttir Eiríks í Hlíðarhúsi þar Eiríkssonar á Svínarfelli í Nesjum, A-Skaft., Eiríkssonar í Hoffelli Benediktssonar.
Kona Eiríks í Hlíðarhúsi á Djúpavogi var Katrín húsfreyja dóttir Björns bónda á Hálsi Sigurðssonar og konu Björns, Halldóru Sigurðardóttur í Hamarsseli í Hamarsfirði, Antoníussonar á Hálsi í Hálsþinghá.
Móðir Antoníusar var Ingibjörg Erlendsdóttir Bjarnasonar og Guðnýjar Þorsteinsdóttur á Ásunnarstöðum í Breiðdal, en frá þeim Erlendi og Guðnýju er Ásunnarstaðaætt rakin.
Maður Guðrúnar var Pétur Guðjónsson frá Oddsstöðum, fæddur 12. júlí 1902, dáinn 21. ágúst 1982. Guðrún var fyrri kona hans. Seinni kona hans var Lilja Sigfúsdóttir.
Börn Péturs og Guðrúnar:
1. Ósk, f. 12. nóvember 1926.
2. Guðlaug, fædd 25. september 1928.
3. Guðlaugur Magnús, f. 5. ágúst 1931.
4. Jóna Halldóra, f. 18. ágúst 1933.
5. Guðjón, fæddur 31. júlí 1935, d. 25. janúar 1985.


Heimildir