„Guðmundur Eiríksson (Smiðjunni)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 9: | Lína 9: | ||
Kona Guðmundar var [[Kristín Björnsdóttir (Smiðjunni)|Kristín Björnsdóttir]] húsfreyja í [[Smiðjan|Smiðjunni]] f. 8. júní 1825 í Eyjum, d. 7. febrúar 1860.<br> | Kona Guðmundar var [[Kristín Björnsdóttir (Smiðjunni)|Kristín Björnsdóttir]] húsfreyja í [[Smiðjan|Smiðjunni]] f. 8. júní 1825 í Eyjum, d. 7. febrúar 1860.<br> | ||
Börn þeirra hér:<br> | Börn þeirra hér:<br> | ||
1. [[Guðlaug Guðmundsdóttir | 1. [[Guðlaug Guðmundsdóttir|Guðlaug Guðmundsdóttir]], f. 8. október 1847. Hún var 4. barnið, sem fæddist á [[Stiftelsið|Fæðingarstofnuninni]]. Hún mun hafa dáið ungbarn.<br> | ||
2. [[Sigurbjörg Guðmundsdóttir (Smiðjunni)|Sigurbjörg Guðmundsdóttir]], f. 23. júní 1849, d. 15. mars 1925.<br> | 2. [[Sigurbjörg Guðmundsdóttir (Smiðjunni)|Sigurbjörg Guðmundsdóttir]], f. 23. júní 1849, d. 15. mars 1925.<br> | ||
3. [[Guðlaug Guðmundsdóttir (Kirkjubæ)|Guðlaug Guðmundsdóttir]], f. 27. maí 1855, d. 20. nóvember 1931. Hún var húsfreyja í [[Kirkjubær|Staðarbæ]] á [[Kirkjubær|Kirkjubæ]] 1910. <br> | 3. [[Guðlaug Guðmundsdóttir (Kirkjubæ)|Guðlaug Guðmundsdóttir]], f. 27. maí 1855, d. 20. nóvember 1931. Hún var húsfreyja í [[Kirkjubær|Staðarbæ]] á [[Kirkjubær|Kirkjubæ]] 1910. <br> |
Útgáfa síðunnar 2. ágúst 2013 kl. 10:50
Guðmundur Eiríksson tómthúsmaður í Smiðjunni, síðar í Fjósi, fæddist 1813 í Skálmarbæ í Álftveri, V-Skaft.
Uppruni hans er ókunnur.
Hann var niðursetningur á Svartanúpi í Skaftártungu 1816-1817 eða lengur, léttadrengur á Mýrum þar 1830-1833/4.
Guðmundur var vinnumaður á Vilborgarstöðum 1845 og þar var Kristín Björnsdóttir þjónustustúlka.
Þau bjuggu í tómthúsinu Smiðjunni 1850 og 1855.
Kristín lést 1860 og á því ári er Guðmundur kominn í tómthúsið Fjós og er þar með tvö börn þeirra Kristínar, Sigurbjörgu 12 ára og Guðlaugu yngri 6 ára.
Hann finnst ekki 1870.
Kona Guðmundar var Kristín Björnsdóttir húsfreyja í Smiðjunni f. 8. júní 1825 í Eyjum, d. 7. febrúar 1860.
Börn þeirra hér:
1. Guðlaug Guðmundsdóttir, f. 8. október 1847. Hún var 4. barnið, sem fæddist á Fæðingarstofnuninni. Hún mun hafa dáið ungbarn.
2. Sigurbjörg Guðmundsdóttir, f. 23. júní 1849, d. 15. mars 1925.
3. Guðlaug Guðmundsdóttir, f. 27. maí 1855, d. 20. nóvember 1931. Hún var húsfreyja í Staðarbæ á Kirkjubæ 1910.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.