„Halldór Runólfsson (Björgvin)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Halldór Magnús Diðrik Runólfsson''' sjómaður í Björgvin fæddist 26. apríl 1866 og drukknaði 9. apríl 1913.<br> Faðir hans var Runólfur steinsmiður, f. 1. desembe...) |
m (Verndaði „Halldór Runólfsson (Björgvin)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 19. maí 2014 kl. 18:01
Halldór Magnús Diðrik Runólfsson sjómaður í Björgvin fæddist 26. apríl 1866 og drukknaði 9. apríl 1913.
Faðir hans var Runólfur steinsmiður, f. 1. desember 1835 á Maríubakka í Fljótshverfi, V-Skaft., d. 22. ágúst 1869, drukknaði í Ölfusá, Runólfsson bónda á Maríubakka, f. 14. ágúst 1803, d. 14. ágúst 1879, Sverrissonar bónda og hreppstjóra í Seglbúðum í Landbroti og á Kirkjubæjarklaustri, f. 1739, d. 25. maí 1809, Eiríkssonar, og síðari konu Sverris, Sigríðar húsfreyju, f. 1769 á Arnardrangi í Landbroti, d. 29. júní 1843, Salómonsdóttur.
Móðir Runólfs steinsmiðs var Guðrún „yngsta“ frá Skaftafelli í Öræfum, húsfreyja á Maríubakka, f. 8. október 1803, d. 1. maí 1869, Bjarnadóttir „sáttamanns“ bónda og hreppstjóra í Skaftafelli, f. 1769, d. 5. febrúar 1833, Jónssonar, og konu Bjarna í Skaftafelli, Guðnýjar húsfreyju, f. 1772, d. 27. júlí 1851, Þorsteinsdóttur.
Móðir Halldórs í Björgvin og barnsmóðir Runólfs steinsmiðs var Guðlaug vinnukona víða í V-Skaftafellssýslu, f. 20. nóvember 1835, Ásgrímsdóttir, og barnsmóður Ásgríms, Þóru vinnukonu og húskonu í V-Skaftafellssýslu, f. 20. ágúst 1798 í Mörtungu á Síðu, d. 15. ágúst 1884, Eyjólfsdóttur bónda í Mörtungu, f. 1774, d. 7. janúar 1819, Þórarinssonar, og konu Eyjólfs, Önnu húsfreyju, f. 1776, d. 12. febrúar 1829 í Mörtungu, Oddsdóttur.
Halldór í Björgvin var hálfbróðir, samfeðra, Guðrúnar Runólfsdóttur á Sveinsstöðum.
Halldór var 4 ára með húskonunni móður sinni í þurrabúðinni Helgabæ í Reykjavík 1870, 13 ára tökudrengur í Hákoti í Njarðvíkum 1880.
Halldór vann við fiskkaup og -verkun hjá skoskum fiskkaupmanni James White fyrir og um aldamótin 1900.
Þau Anna Guðrún fluttust til Hull á hans vegum um 1903 og dvöldu þar nokkur ár. Halldór vann þar við viðskipti James White með trjávið.
Þau eignuðust 2 eldri börn sín þar.
Er þau fluttust heim, bjuggu þau um skeið í Bjarnaborg í Reykjavík, en fluttust til Eyja 1908.
Þau bjuggu á Litlu-Löndum, en 1910 komust þau í Björgvin og bjuggu þar meðan Halldóri entist líf.
Hann stundaði sjó á árabát og fórst 9. apríl 1913 með skipshöfn sinni.
I. Halldór mun hafa kvænst um 1886 og eignast dætur með konunni. Konan yfirgaf Halldór og fluttist til Vesturheims samkvæmt sögunni (Brotasaga).
II. Sambýliskona Halldórs var Anna Guðrún Sveinsdóttir húsfreyja á Litlu-Löndum og í Björgvin, f. 14. apríl 1868, d. 9. febrúar 1943.
Börn Halldórs og Önnu Guðrúnar voru:
1. Gunnlaugur Marel Halldórsson, f. 16. febrúar 1903 í Hull, d. 27. október 1909.
2. Halldór Magnús Engiberg Halldórsson, f. 6. apríl 1905 í Hull, drukknaði 1. mars 1942, er Þuríður formaður VE-233 fórst við Landeyjasand.
3. James White Halldórsson, f. 13. júlí 1906 í Reykjavík, drukknaði 22. apríl 1934, er hafnarbáturinn Brimill fórst við árekstur undan Kletssnefi.
4. Margrét Ingibjörg Halldórsdóttir húsfreyja í Björgvin, f. 25. mars 1909 á Litlu-Löndum, d. 18. ágúst 2012.
Björn Th. Björnsson fjallar um samlíf þeirra Halldórs og Önnu Guðrúnar í sögulegri skáldsögu sinni Brotasögu, sem út kom 1998.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Brotasaga. Björn Th. Björnsson. Mál og menning - Reykjavík 1998.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Minningarrit. Páll Oddgeirsson. Vestmannaeyjum 1952.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.