„Leifur Sigfússon“: Munur á milli breytinga
m (Leifur Sigfússon tannlæknir færð á Leifur Sigfússon) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Mynd:Saga Vestm., II., 152cc.jpg|240px|left|thumb|''[[Leifur Sigfússon tannlæknir|Leifur Sigfússon]] tannlæknir, franskur vicekonsúll.]]'' | [[Mynd:Saga Vestm., II., 152cc.jpg|240px|left|thumb|''[[Leifur Sigfússon tannlæknir|Leifur Sigfússon]] tannlæknir, franskur vicekonsúll.]]'' | ||
'''Leifur Sigfússon tannlæknir''', fæddur að [[Lönd|Vestri-Löndum]] 4. nóv. 1892. <br> | '''Leifur Sigfússon tannlæknir''', fæddur að [[Lönd|Vestri-Löndum]] 4. nóv. 1892. <br> | ||
Foreldrar hans voru hjónin [[Sigfús Árnason]] organisti og söngstjóri og kona hans [[Jónína K. N. Brynjólfsdóttir]] húsfreyja. Þau hjón bjuggu á [[Lönd|Vestri-Löndum]]. <br> | Foreldrar hans voru hjónin [[Sigfús Árnason]] organisti og söngstjóri og kona hans [[Jónína K.N. Brynjólfsdóttir (Löndum)|Jónína K.N. Brynjólfsdóttir]] húsfreyja. Þau hjón bjuggu á [[Lönd|Vestri-Löndum]]. <br> | ||
Leifur varð „stúdent 1913 með 1. einkunn. Cand. phil. 12. júní 1914. Las fyrst læknisfræði í Kaupmannahöfn, þar sem Gísli Brynjólfsson, móðurbróðir hans, var starfandi læknir um árabil. <br> | Leifur varð „stúdent 1913 með 1. einkunn. Cand. phil. 12. júní 1914. Las fyrst læknisfræði í Kaupmannahöfn, þar sem Gísli Brynjólfsson, móðurbróðir hans, var starfandi læknir um árabil. <br> | ||
Brátt hvarf Leifur frá því námi og hvarf að tannlæknanámi. Þar lauk hann prófi 1920. Vann hann síðan við tannlækningar í Þrándheimi í Noregi um þriggja ára skeið, síðan suður í Sviss og í Svíþjóð. Samtals mun hann hafa dvalizt erlendis um 13 ára skeið. <br> | Brátt hvarf Leifur frá því námi og hvarf að tannlæknanámi. Þar lauk hann prófi 1920. Vann hann síðan við tannlækningar í Þrándheimi í Noregi um þriggja ára skeið, síðan suður í Sviss og í Svíþjóð. Samtals mun hann hafa dvalizt erlendis um 13 ára skeið. <br> |
Útgáfa síðunnar 24. mars 2013 kl. 22:27
Leifur Sigfússon tannlæknir, fæddur að Vestri-Löndum 4. nóv. 1892.
Foreldrar hans voru hjónin Sigfús Árnason organisti og söngstjóri og kona hans Jónína K.N. Brynjólfsdóttir húsfreyja. Þau hjón bjuggu á Vestri-Löndum.
Leifur varð „stúdent 1913 með 1. einkunn. Cand. phil. 12. júní 1914. Las fyrst læknisfræði í Kaupmannahöfn, þar sem Gísli Brynjólfsson, móðurbróðir hans, var starfandi læknir um árabil.
Brátt hvarf Leifur frá því námi og hvarf að tannlæknanámi. Þar lauk hann prófi 1920. Vann hann síðan við tannlækningar í Þrándheimi í Noregi um þriggja ára skeið, síðan suður í Sviss og í Svíþjóð. Samtals mun hann hafa dvalizt erlendis um 13 ára skeið.
Árið 1926 setti Leifur á stofn tannlæknastofu hér í heimabyggð sinni og starfaði hér síðan að tannlækningum til æviloka. — Leifur kvæntist 3. ágúst 1939 Ingrid Jensine (f. Steengaard) frá Veile á Jótlandi. Þeim varð eins barns auðið, búsett kona í Reykjavík.
Leifur er sagður hafa verið trygglyndur maður og vinafastur, samvizkusamur og vandvirkur svo að frábært var, viðkvæmur, orðheldinn og ráðvandur. Hann mátti hvergi vamm sitt vita fremur en margir forfeður hans og frændur.
Leifur Sigfússon varð bráðkvaddur 25. febrúar 1947.“
Heimildir
- Tilvitnaðan texta skrifaði Þorsteinn Þ. Víglundsson og birtist hann á bls. 32 í greininni „Frumherjar“ í Blik 1967.