Ingrid Jensine (f. Steengaard)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ingrid Sigfússon.

Ingrid Jensine Sigfússon húsfreyja, tannsmiður fæddist Steengaard 30. september 1909 og lést 29. desember 1987.
Foreldrar hennar voru Søren Steengaard bólstrari í Vejle á Jótlandi, f. 24. apríl 1888, d. 8. ágúst 1958 og kona hans Dorothea Steengaard húsfreyja, f. 13. nóvember 1889, d. 6. febrúar 1969.

Þau Leifur giftu sig 1939, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Dagsbrún við Kirkjuveg 8b.
Leifur lést 1947 og Ingrid 1987.

I. Maður Ingrid, (3. ágúst 1939), var Leifur Sigfússon tannlæknir, f. 4. nóvember 1892 á Vestri-Löndum, d. 25. febrúar 1947.
Barn þeirra:
1. Ninna Dóróthea Leifsdóttir húsfreyja, snyrtifræðingur í Reykjavík, f. 15. maí 1940 í Eyjum, d. 24. janúar 2021. Barnsfaðir hennar Sveinbjörn Lárus Hermansen skrifstofumaður. Barnsfaðir hennar Jóhannes Vilhelm Hansen Ólafsson. Fyrrum maður hennar Lúther Garðar Sigurðsson vélaiðnfræðingur.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Prestþjónustubækur.
  • Tannlæknatal 1854-1984: Æviágrip íslenskra tannlækna. Tannlæknafélag Íslands 1984. Ritnefnd Gunnar Þormar o.fl.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.