„Eyjólfur Gíslason (Bessastöðum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3: Lína 3:
Fyrri kona Eyjólfs var [[Margrét Runólfsdóttir]] og eignuðust þau soninn [[Erlendur Eyjólfsson|Erlend]], fæddan 1919. Seinni kona Eyjólfs var [[Guðrún Brandsdóttir]] og áttu þau þrjú börn; Sigurlínu (lést sem ungt barn), [[Gísli Eyjólfsson|Gísla]] og [[Guðjón Ármann Eyjólfsson|Guðjón Ármann]].  
Fyrri kona Eyjólfs var [[Margrét Runólfsdóttir]] og eignuðust þau soninn [[Erlendur Eyjólfsson|Erlend]], fæddan 1919. Seinni kona Eyjólfs var [[Guðrún Brandsdóttir]] og áttu þau þrjú börn; Sigurlínu (lést sem ungt barn), [[Gísli Eyjólfsson|Gísla]] og [[Guðjón Ármann Eyjólfsson|Guðjón Ármann]].  


Eyjólfur byggði húsið [[Bessastaðir|Bessastaði]] árið 1928, littlu sunnan við æskuheimili hans, [[Búastaðir|Búastöðum]] og þar héldu þau hjónin heimili í 45 ár. Búskapur var stór hluti af lífinu og var heyjað og haldið úti húsdýrum ásamt því að sækja björg í bú í úteyjunum.
Eyjólfur byggði húsið [[Bessastaðir|Bessastaði]] árið 1928, litlu sunnan við æskuheimili hans, [[Búastaðir|Búastaði]] og þar héldu þau hjónin heimili í 45 ár. Búskapur var stór hluti af lífinu, skepnuhald og heyskapur, ásamt því að sækja björg í bú í úteyjunum.


== Sjómennska ==  
== Sjómennska ==  
Eyjólfur var alls í 40 vertíðir sem formaður á bátum. Hann hóf ferilinn á mótorbátnum Unni árið 1919 og eftir það var hann formaður á fjölmörgum bátum. Lengst var hann á [[Emma VE-219|Emmu VE-219]], 9 ár, en meðal annars var hann á Glaði og Hansínu. Fyrir seinni heimsstyrjöldina var hann í nokkur ár á færeyskum stórskútum. Formennsku sína endaði hann á Ísleifi, gamla, VE-63 árið 1962.
Eyjólfur var alls í 40 vertíðir sem formaður á bátum. Hann hóf ferilinn á mótorbátnum Unni árið 1919 og eftir það var hann formaður á fjölmörgum bátum. Lengst var hann á [[Emma VE-219|Emmu VE-219]], 9 ár, en meðal annars var hann með Glað og Hansínu. Fyrir seinni heimsstyrjöldina var hann í nokkur ár á færeyskum stórskútum. Formennsku sína endaði hann á Ísleifi, gamla, VE-63 árið 1962.


== Fræðistörf ==
== Fræðistörf ==
Eyjolfur hafði gríðarlegan áhuga á sögu Vestmannaeyja og safnaði að sér öllu sem hann fann um eyjarnar. Ásamt fleirum á hann stóran þátt í stofnun [[Byggðasafn Vestmannaeyja|Byggðasafnsins]] og var hann í fyrstu byggðasafnsnefndinni. Hann var einstaklega fróður og áhugasamur um sögu og skrifaði bækur og greinar um margt varðandi eyjarnar.
Eyjólfur hafði gríðarlegan áhuga á sögu Vestmannaeyja og safnaði að sér öllu sem hann fann um eyjarnar. Ásamt fleirum átti hann stóran þátt í stofnun [[Byggðasafn Vestmannaeyja|Byggðasafnsins]] og var hann í fyrstu byggðasafnsnefndinni. Hann var einstaklega fróður og áhugasamur um sögu og skrifaði bækur og greinar um margt varðandi eyjarnar.


Fjölmargar greinar skrifaði hann í Sjómannadagsblaðið, allt frá fyrstu tíð blaðsins.
Fjölmargar greinar skrifaði hann í Sjómannadagsblaðið, allt frá fyrstu tíð blaðsins.
Lína 16: Lína 16:
Ómetanlegur er sá skaði sem Eyjólfur varð fyrir í [[Heimaeyjargosið|gosinu]] 1973. Hann bjó á Bessastöðum og fóru þeir einna fyrstir undir hraun eftir [[Kirkjubær|Kirkjubæ]]. Húsið fór undir hraun annan gosdaginn, 24. janúar 1973. Sökum þess náðist ekki að bjarga nærri öllum verðmætunum, einungis litlu broti var bjargað og nánast allt ritsafn Eyjólfs glataðist.
Ómetanlegur er sá skaði sem Eyjólfur varð fyrir í [[Heimaeyjargosið|gosinu]] 1973. Hann bjó á Bessastöðum og fóru þeir einna fyrstir undir hraun eftir [[Kirkjubær|Kirkjubæ]]. Húsið fór undir hraun annan gosdaginn, 24. janúar 1973. Sökum þess náðist ekki að bjarga nærri öllum verðmætunum, einungis litlu broti var bjargað og nánast allt ritsafn Eyjólfs glataðist.


Eyjólfur varð aldrei samur eftir þessa atburði og missinn. Þau hjónin sneru ekki aftur, eins og svo margir, og settust að í garðinum nálægt vinum og ættingjum. Árið 1981 fluttust þau svo að Hrafnistu í Reykjavík.
Eyjólfur varð aldrei samur eftir þessa atburði og missinn. Þau hjónin sneru ekki aftur, eins og svo margir sem bjuggu í austurbænum, og settust að í Garðinum á Reykjanesskaga, nálægt vinum og ættingjum. Árið 1981 fluttust þau svo að Hrafnistu í Reykjavík.


Eyjólfur lést 7. júní 1995, 98 ára gamall.
Eyjólfur lést 7. júní 1995, 98 ára gamall.

Útgáfa síðunnar 29. nóvember 2005 kl. 09:37

Eyjólfur Gíslason fæddist 22. maí 1897 að Búastöðum í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru Gísli Eyjólfsson frá Kirkjubæ og Guðrún Magnúsdóttir úr Landeyjum.

Fyrri kona Eyjólfs var Margrét Runólfsdóttir og eignuðust þau soninn Erlend, fæddan 1919. Seinni kona Eyjólfs var Guðrún Brandsdóttir og áttu þau þrjú börn; Sigurlínu (lést sem ungt barn), Gísla og Guðjón Ármann.

Eyjólfur byggði húsið Bessastaði árið 1928, litlu sunnan við æskuheimili hans, Búastaði og þar héldu þau hjónin heimili í 45 ár. Búskapur var stór hluti af lífinu, skepnuhald og heyskapur, ásamt því að sækja björg í bú í úteyjunum.

Sjómennska

Eyjólfur var alls í 40 vertíðir sem formaður á bátum. Hann hóf ferilinn á mótorbátnum Unni árið 1919 og eftir það var hann formaður á fjölmörgum bátum. Lengst var hann á Emmu VE-219, 9 ár, en meðal annars var hann með Glað og Hansínu. Fyrir seinni heimsstyrjöldina var hann í nokkur ár á færeyskum stórskútum. Formennsku sína endaði hann á Ísleifi, gamla, VE-63 árið 1962.

Fræðistörf

Eyjólfur hafði gríðarlegan áhuga á sögu Vestmannaeyja og safnaði að sér öllu sem hann fann um eyjarnar. Ásamt fleirum átti hann stóran þátt í stofnun Byggðasafnsins og var hann í fyrstu byggðasafnsnefndinni. Hann var einstaklega fróður og áhugasamur um sögu og skrifaði bækur og greinar um margt varðandi eyjarnar.

Fjölmargar greinar skrifaði hann í Sjómannadagsblaðið, allt frá fyrstu tíð blaðsins.

Líf eftir gos

Ómetanlegur er sá skaði sem Eyjólfur varð fyrir í gosinu 1973. Hann bjó á Bessastöðum og fóru þeir einna fyrstir undir hraun eftir Kirkjubæ. Húsið fór undir hraun annan gosdaginn, 24. janúar 1973. Sökum þess náðist ekki að bjarga nærri öllum verðmætunum, einungis litlu broti var bjargað og nánast allt ritsafn Eyjólfs glataðist.

Eyjólfur varð aldrei samur eftir þessa atburði og missinn. Þau hjónin sneru ekki aftur, eins og svo margir sem bjuggu í austurbænum, og settust að í Garðinum á Reykjanesskaga, nálægt vinum og ættingjum. Árið 1981 fluttust þau svo að Hrafnistu í Reykjavík.

Eyjólfur lést 7. júní 1995, 98 ára gamall.


Heimildir

  • Jón Bryngeirsson. Eyjólfur Gíslason, minningargrein. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1996. bls. 82-84.