„Blik 1973/Byggðarsafninu bjargað“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
m (Verndaði „Blik 1973/Byggðarsafninu bjargað“ [edit=sysop:move=sysop])
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 5. október 2010 kl. 18:31

Efnisyfirlit 1973


ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON:


Byggðarsafninu bjargað


Þór Magnússon, þjóðminjavörður.

Þann 27. jan. lögðum við af stað frá Þorlákshöfn sex saman til Eyja með það í huga að bjarga Byggðarsafni kaupstaðarins, koma megini þess burt úr hinum fallandi bæ. Við fórum frá Þorlákshöfn um kl. 15 e.h. með v/s Gullbergi. þar sem Guðjón Pálsson, Austurhlíð 12, var eigandi og skipstjóri, maðurinn. sem fórnaði meiri fjármunum en nokkur annar útgerðarmaður í Eyjum til þess að bjarga búslóðum og verðmætum Eyjafólks til meginlandsins. Alls mun Guðjón Pálsson hafa farið 11 ferðir milli Eyja og Þorlákshafnar á eigin kostnað í þessum tilgangi. Hans orðstír lengi lifi og hans fórnfúsu skipshafnar. Það gæti allt orðið mér efni í grein síðar.
Myndin, sem fylgir orðum þessum, greinir frá, hverjir þessir sex menn voru. Við unnum sleitulaust að því að búa muni Byggðarsafnsins undir flutninginn dagana 28. og 29. jan. Unnið var nótt með degi. Að kvöldi 28. jan. sendum við fjóra gáma fulla af munum með v/s Dettifossi til Reykjavíkur. Þar tók fornminjavörður, Þór Magnússon, og menn hans við gámunum, losuðu þá inn í byggingu Fornminjasafns Íslands, þar sem rýmt var húsrými fyrir þessum menningar- og sögulegu verðmætum Vestmannaeyinga. Þar er safnið geymt enn.
Við sex-menningarnir fórum af stað til Þorlákshafnar með v/s Herjólfi síðari hluta dags hinn 29. jan. Þar varð þá ekki lagzt að bryggju, svo að við komum í Sundahöfn í Reykjavík eftir 16 tíma sjóferð með skipinu.
Margt fleira fluttum við frá Eyjum í þessari för.
Síðar sótti Benedikt Ragnarsson, skrifstofustjóri Sparisjóðs Vestmannaeyja, meginið af ljósmyndaplötusafni kaupstaðarins til Eyja. Það er einnig geymt í húsakynnum Þjóðminjasafnsins í Reykjavík.


ctr


Hér vil ég láta Blik geyma mynd af þeim, sem unnu að flutningi Byggðarsafns Vestmannaeyja burt úr bœnum dagana 27.-29. jan. s.l.
Frá vinstri: Magnús Hjörleifsson prentari, tengdasonur Stefáns V. Þorsteinssonar Víglundssonar, Viglundur Þór Þorsteinsson lœknir, Árni Sigfússon, dóttursonur Þ.Þ.V., Árni Áskelsson frá Þorlákshöfn, sem dvalið hafði í Eyjum á bernskuárum sínum og óskaði að mega fórna starfi í þágu Eyjafólks. Þ.Þ.V. og Stefán V. Þorsteinsson raftæknir í Hafnarfirði.