„Sniðaspjall:Grein vikunnar“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
'''Búnar'''
'''Búnar'''
*Skaftfellingur VE-33
*[[Skaftfellingur VE-33]]
*Arnarhóll
*[[Arnarhóll]]
*Vatnsveitan
*[[Vatnsveitan]]
*[[Taflfélag Vestmannaeyja]]
*[[Landakirkja]]
-----
-----
'''Næst'''
'''Næst'''
*[[Taflfélag Vestmannaeyja]]
Taflfélag Vestmannaeyja var stofnað árið 1926 og var stofnfundur félagsins haldinn sunnudaginn 29. ágúst 1926 og voru stofnendur þess níu einstaklingar.
Á fyrsta mótinu, þar sem átta félagsmenn tefldu, urðu Ólafur Magnússon frá Sólvangi og Halldór Guðjónsson frá Sólbergi efstir og jafnir með 6 vinninga af 7 mögulegum.
Á fundi hinn 13. október 1926 voru samþykkt lög fyrir félagið og er hér til gamans úrdráttur úr þeim: 1. gr. Nafn félagsins er Taflfélag Vestmannaeyja 2. gr. Tilgangur félagsins er að auka og efla útbreiðslu tafllistarinnar í Vestmannaeyjum 13. gr. Ef veðjað er um skákir í félaginu, skal helmingur af veðfénu renna í verðlaunasjóð 15. gr. Um hver áramót skal félagið halda Skákþing Vestmannaeyja. Er taflfélagsmönnum og öllum öðrum búsettum mönnum í Vestmannaeyjum heimil þátttaka. Skulu verðlaun veitt og hlýtur sigurvegarinn nafnbótina Skákkonungur Vestmannaeyja.
*[[Landakirkja]]
Saga Landakirkju er löng og merk. Fyrsta Landakirkjan var byggð árið 1573 og var hún byggð fyrir tvær sóknir Eyjamanna sem voru þá. Núverandi Landakirkja mun vera fyrsta kirkja á Íslandi sem reist var utan kirkjugarðs. Henni hefur verið vel við haldið og verið söfnuði sínum kær. Eyjamenn hafa lagt metnað sinn í að hafa búnað og aðstöðu Landakirkju sem veglegastan.
Árið 1573 stóðu sr. Bergur Magnússon á Ofanleiti og Símon Surbech kaupmaður fyrir því að reist var allstór timburkirkja að Löndum í suðvesturhorni gamla kirkjugarðsins þar sem sálnahliðið er nú. Henni heyrðu til þær tvær kirkjusóknir sem í Vestmannaeyjum voru, það er Kirkjubæjar- og Ofanleitissóknir, og voru kirkjur þær, er fyrir voru, þá gerðar að bænahúsum. Kirkja þessi var brennd í Tyrkjaráninu árið 1627. Fjórum árum síðar var reist ný kirkja á sama stað. Sú kirkja var þrívegis endurbyggð og í notkun þar til núverandi Landakirkja var fullgerð á flötinni vestan kirkjugarðsins.


*[[Barnaskólinn í Vestmannaeyjum]]
*[[Barnaskólinn í Vestmannaeyjum]]

Útgáfa síðunnar 9. ágúst 2007 kl. 08:23

Búnar


Næst

Þann 22. júní árið 1880 var kosið í sýslunefnd Vestmannaeyja um það að koma á fót fastri barnakennslu í Vestmannaeyjum. Eftir kosningarnar var efnt til almenns borgarafundar þar sem almenningur samþykkti einum rómi að stofna barnaskóla í Vestmannaeyjum og að kennslu skyldi hefjast sama haust. Jafnframt var um það samið á fundinum að byggja skyldi húsnæði fyrir þennan nýja barnaskóla. Séra Brynjólfi Jónssyni, að Ofanleiti, var falið að gera kostnaðaráætlun, og áætlaði hann að kostnaður við húsnæðið væri 2000 krónur.

Nemendafjöldinn fyrsta veturinn var 12–15 börn á aldrinum 10–15 ára. Heldur fleiri voru annað árið, eða 23 nemendur. Sumir úr þeim hópi áttu eftir að verða langlífir og merkir í samfélaginu, t.d. Friðrik og Jes Gíslasynir og Árni Árnason eldri.

Íbúar Vestmannaeyja sendu beiðni til yfirvalda árið 1820 um að þeim væri sendur læknir og var íslenskur læknir, Ólafur Thorarensen, sendur. Hann vildi hins vegar ekki setjast að í Vestmannaeyjum en skrifaði skýrslu til yfirvalda um hvað bæri að gera til að bæta ástandið. Tillögur hans voru á sömu nótum og tillögur Klogs en sem fyrr var ekki farið eftir þeim. Landlæknir, Jón Thorstensen og stiftamtmaður Hoppe, gerðu þá tillögu til yfirvalda um að stofnað yrði sérstakt læknisembætti í Vestmannaeyjum og var það samþykkt af konungi 6. júní 1827. Þar sem erfiðlega gekk að fá lækni var ákveðið að ef danskur læknir fengist til starfans og sæti í sex ár fengi hann embætti í Danmörku að því loknu. Fyrsti héraðslæknirinn, Carl Ferdinand Lund, kom til starfa árið 1828 en síðan komu þeir hver af öðrum.

Árið 1911 voru helstu dánarorsakir drukknun, berklar og lungnabólga. Fæða var einhæf því nýmeti og fiskur var ekki alltaf fáanlegt og því skortur, bæði á B og C vítamíni. Vestmannaeyjar voru Klondyke Islands og þar var ausið milljónaverðmætum úr hafi. Fólk fluttist úr nærsveitum og víðar að og nokkur hundruð aðkomumenn voru í bænum á vertíðum. Húsnæðisskortur og þröngbýli var gífurlegt. Var barátta við óþrif og skortur á vatni alvarlegt vandamál.