„Hilmar Sigurbjörnsson“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 16: | Lína 16: | ||
1. [[Sigurbjörn Hilmarsson]] stýrimaður, f. 3. janúar 1954. Kona hans [[Hafdís Andersen]], látin. Kona hans [[Sóley María Hafsteinsdóttir]].<br> | 1. [[Sigurbjörn Hilmarsson]] stýrimaður, f. 3. janúar 1954. Kona hans [[Hafdís Andersen]], látin. Kona hans [[Sóley María Hafsteinsdóttir]].<br> | ||
2. [[Kristján Ólafur Hilmarsson]] sjómaður, f. 25. október 1955. Kona hans [[Heiðrún Björk Guðbrandsdóttir]].<br> | 2. [[Kristján Ólafur Hilmarsson]] sjómaður, f. 25. október 1955. Kona hans [[Heiðrún Björk Guðbrandsdóttir]].<br> | ||
3. [[Katrín Guðný Hilmarsdóttir]] verkakona, f. 30. júlí 1960. Maður hennar [[Baldur Pálsson bifreiðasmiður)|Baldur Pálsson]].<br> | 3. [[Katrín Guðný Hilmarsdóttir]] verkakona, f. 30. júlí 1960. Maður hennar [[Baldur Pálsson (bifreiðasmiður)|Baldur Pálsson]].<br> | ||
4. [[Árni Guðjón Hilmarsson]] sjómaður, f. 21. apríl 1962. Kona hans [[Sesselja Jónsdóttir]]. | 4. [[Árni Guðjón Hilmarsson]] sjómaður, f. 21. apríl 1962. Kona hans [[Sesselja Jónsdóttir]]. | ||
{{Heimildir| | {{Heimildir| |
Núverandi breyting frá og með 2. október 2024 kl. 16:54
Hilmar Sigurbjörnsson sjómaður fæddist 8. nóvember 1928 í Staðarhúsi í Stykkishólmi og lést 21. maí 2006 í Hraunbúðum.
Foreldrar hans voru Sigurbjörn Kristinn Kristjánsson sjómaður frá Eiði í Eyrarsveit á Snæfellsnesi, f. 2. ágúst 1899, d. 27. desember 1977, og kona hans Soffía Pálsdóttir frá Höskuldsey á Breiðafirði, húsfreyja, f. 7. júlí 1907, d. 28. ágúst 1995.
Hilmar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann stundaði snemma sjómennsku, reri með föður sínum á unglingsárum.
Hilmar fór til Reykjavíkur um tvítugt, var m.a. á Garðari RE.
Hann flutti til Eyja, reri á Jóni Stefánssyni, Sjöfn, Ófeigunum II. og III., Skuld og Auði hjá Ingibergi Gíslasyni, á Sandfelli, tengdaföður sínum. Þá keypti hann trillu frá Stykkishólmi, sem hann átti stutt, seldi hana og keypti 8 tonna dekkaðan bát, árið 1964, sem fékk nafnið Sigurbjörn VE 329. Þennan bát átti hann og var skipstjóri á til ársins 2000, þegar hann seldi hann.
Hilmar vann við uppgræðslu eftir eldgosið 1973. Hann fékk börn úr Gagnfræðaskólanum í lið með sér við að græða upp Hlíðarbrekkurnar, undir Löngu og í brekkuna niður af Neðri-Kleifum þar sem sáð var melgresi. Hann kom líka að gróðursetningu á nýja hrauninu og víðar var áburði dreift til styrktar veikum gróðri.
Hann var einn af stofnendum Farsæls, félags smábátaeigenda í Eyjum og sat þing smábátamanna.
Þau Jónína giftu sig 1954, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Hásteinsvegi 48, Bergholti við Vestmannabraut 67 og Bergi við Vesturveg 23B, en síðast við Herjólfsgötu 7. Þess má geta, að Hilmar var tíðum kenndur við konu sína og bar þá nafnið Hilmar Nínon.
Hilmar dvaldi að síðustu í Hraunbúðum.
Hann lést 2006 og Jónína 2014.
I. Kona Hilmars, (15. maí 1954), var Jónína Margrét Ingibergsdóttir (Nína) frá Sandfelli, húsfreyja, f. 6. júní 1931, d. 8. desember 2014.
Börn þeirra:
1. Sigurbjörn Hilmarsson stýrimaður, f. 3. janúar 1954. Kona hans Hafdís Andersen, látin. Kona hans Sóley María Hafsteinsdóttir.
2. Kristján Ólafur Hilmarsson sjómaður, f. 25. október 1955. Kona hans Heiðrún Björk Guðbrandsdóttir.
3. Katrín Guðný Hilmarsdóttir verkakona, f. 30. júlí 1960. Maður hennar Baldur Pálsson.
4. Árni Guðjón Hilmarsson sjómaður, f. 21. apríl 1962. Kona hans Sesselja Jónsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 27. maí 2006. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Sjómannadagsblað Vestmannaeyja.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.