Árni Guðjón Hilmarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Árni Guðjón Hilmarsson sjómaður fæddist 12. júlí 1967 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Hilmar Sigurbjörnsson frá Stykkishólmi, sjómaður, f. 8. nóvember 1928, d. 21. maí 2006, og kona hans Jónína Margrét Ingibergsdóttir frá SandfellI, húsfreyja, starfsmaður á Sjúkrahúsinu, fiskiðnaðarkona, f. 5. júní 1931, d. 8. desember 2014.

Börn Jónínu og Hilmars:
1. Sigurbjörn Hilmarsson stýrimaður, f. 3. janúar 1954. Kona hans Hafdís Andersen, látin. Kona hans Sóley María Hafsteinsdóttir.
2. Kristján Ólafur Hilmarsson sjómaður, f. 25. október 1955. Kona hans Heiðrún Björk Guðbrandsdóttir.
3. Katrín Guðný Hilmarsdóttir verkakona, f. 30. júlí 1960. Maður hennar Baldur Pálsson.
4. Árni Guðjón Hilmarsson sjómaður, f. 21. apríl 1962. Kona hans Sesselja Jónsdóttir.

Þau Sesselja hófu búskap, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Kirkjubæjarbraut 16 1986.

I. Kona Árna Guðjóns er Sesselja Jónsdóttir, húsfreyja, f. 16. ágúst 1965 í Borgarnesi.
Börn þeirra:
1. Inga Sigurbjörg Árnadóttir, f. 24. júní 1985 í Eyjum.
2. Lilja Kristín Árnadóttir, f. 26. maí 1988 í Eyjum.
3. Sigurbjörn Þórður Árnason, f. 20. september 1995.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið. Minning Jóns Þórðarsonar.
  • Valdaætt. Niðjatal Valda Ketilssonar bónda á Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum og k.h. Katrínar Þórðardóttur. Magnea Árnadóttir. Handrit 1992.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.