„Ragnheiður Borgþórsdóttir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Ragnheiður Borgþórsdóttir''', húð- og förðunarfræðingur, kennari í Eyjum fæddist 28. maí 1967.<br> Foreldrar hennar voru Borgþór Eydal Pálsson vélstjóri, vélvirkjameistari, verkstjóri, f. 27. september 1941 á Þrándarstöðum í N.-Múl., og kona hans Októvía Andersen húsfreyja, skrifstofumaður, f. 9. febrúar 1943 á Sólbakka við Hásteinsveg 3, d. 6. október 2022. Börn Októvíu og Borgþórs:<br> 1. Þórdís Borgþór...) |
m (Verndaði „Ragnheiður Borgþórsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 3. júní 2024 kl. 13:59
Ragnheiður Borgþórsdóttir, húð- og förðunarfræðingur, kennari í Eyjum fæddist 28. maí 1967.
Foreldrar hennar voru Borgþór Eydal Pálsson vélstjóri, vélvirkjameistari, verkstjóri, f. 27. september 1941 á Þrándarstöðum í N.-Múl., og kona hans Októvía Andersen húsfreyja, skrifstofumaður, f. 9. febrúar 1943 á Sólbakka við Hásteinsveg 3, d. 6. október 2022.
Börn Októvíu og Borgþórs:
1. Þórdís Borgþórsdóttir húsfreyja, svæfingahjúkrunarfræðingur í Reykjavík, f. 5. ágúst 1963 á Sælundi. Fyrrv. maður hennar Gunnar Þór Gunnarsson. Sambúðarmaður hennar Oddur Már Gunnarsson.
2. Ragnheiður Borgþórsdóttir húsfreyja, förðunarfræðingur, kennari í Eyjum, f. 28. maí 1967. Maki hennar, skildu, Brynjar Kristjánsson. Maki er Sindri Óskarsson.
3. Emilía Borgþórsdóttir húsfreyja, sjúkraþjálfari, iðnhönnuður í Hafnarfirði, f. 20. október 1973. Maður hennar Karl Guðmundsson.
4. Páley Borgþórsdóttir húsfreyja, héraðsdómslögmaður, lögreglustjóri, f. 6. febrúar 1975. Maður hennar er Arnsteinn Ingi Jóhannsson.
Ragnheiður var með foreldrum sínum, við Heiðarveg 13 og Bröttugötu 8.
Hún lærði húð- og förðunarfræði í Hudterapeutskolen í Khöfn, útskrifaðist 1995, varð BEd. í Kennaraháskólanum 2007.
Ragnheiður kenndi dönsku og náttúrugreinar við Grunnskóla Vestmannaeyja frá 1995.
Þau Brynjar giftu sig 1992, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
Þau Sindri giftu sig 2006, eignuðust tvö börn. Þau búa við Bessahraun.
I. Maður Ragnheiðar, (15. ágúst 1992, skildu), er Brynjar Kristjánsson, framreiðslumaður, stálskipasmiður, f. 13. október 1968. Foreldrar hans Kristján Guðni Sigurjónsson frá Reykjadal, sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, fiskverkandi, f. 3. ágúst 1931 á Ólafsfirði, d. 15. desember 1983, og Sigurveig Margrét Ólafsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, verkakona, f. 14. ágúst 1929, d. 5. júní 1995.
Barn þeirra:
1. Silja Elsabet Brynjarsdóttir, óperusöngkona í Leibzig, f. 15. ágúst 1991.
II. Maður Ragnheiðar, (2. desember 2006), er Sindri Óskarsson, skipstjóri, f. 8. október 1972. Foreldrar hans Óskar Þórarinsson, skipstjóri, f. 24. maí 1940, d. 2. nóvember 2012, og kona hans Ingibjörg Jóhanna Andersen, húsfreyja, f. 14. desember 1939.
Börn þeirra:
2. Herborg Sindradóttir, stúdent, f. 12. október 2005.
3. Teitur Sindrason, nemi, f. 18. maí 2007.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Ragnheiður.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.