Sindri Óskarsson (skipstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sindri Óskarsson sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 8. október 1972.
Foreldrar hans Óskar Þórarinsson, skipstjóri, f. 24. maí 1940, d. 2. nóvember 2012, og kona hans Ingibjörg Jóhanna Andersen, húsfreyja, f. 14. desember 1939.

Sindri lærði skipstjórn í Stýrimannaskólanum í Eyjum, lauk námi þar 1996.
Hann var stýrimaður í fyrstu, verið skipstjóri á Frá VE 78 frá 1997.
Þau Ragnheiður giftu sig 2006, eignuðust tvö börn, og Ragnheiður átti barn áður.

I. Kona Sindra, (2. desember 2006), er Ragnheiður Borgþórsdóttir, húsfreyja, förðunarfræðingur, kennari, f. 28. maí 1967.
Börn þeirra:
1. Herborg Sindradóttir, stúdent, f. 12. október 2005.
2. Teitur Sindrason, nemi, f. 18. maí 2007.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.