Þórdís Borgþórsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Þórdís Borgþórsdóttir.

Þórdís Borgþórsdóttir svæfingahjúkrunarfræðingur fæddist 5. ágúst 1963.
Foreldrar hennar voru Borgþór Eydal Pálsson vélstjóri, vélvirkjameistari, verkstjóri, f. 27. september 1941 á Þrándarstöðum í N.-Múl., og kona hans Októvía Andersen húsfreyja, skrifstofumaður, f. 9. febrúar 1943 á Sólbakka við Hásteinsveg 3, d. 6. október 2022.

Börn Októvíu og Borgþórs:
1. Þórdís Borgþórsdóttir húsfreyja, svæfingahjúkrunarfræðingur í Reykjavík, f. 5. ágúst 1963 á Sælundi. Fyrrv. maður hennar Gunnar Þór Gunnarsson. Sambúðarmaður hennar Oddur Már Gunnarsson.
2. Ragnheiður Borgþórsdóttir húsfreyja, förðunarfræðingur, kennari í Eyjum, f. 28. maí 1967. Maki hennar, skildu, Brynjar Kristjánsson. Maki er Sindri Óskarsson.
3. Emilía Borgþórsdóttir húsfreyja, sjúkraþjálfari, iðnhönnuður í Hafnarfirði, f. 20. október 1973. Maður hennar Karl Guðmundsson.
4. Páley Borgþórsdóttir húsfreyja, héraðsdómslögmaður, lögreglustjóri, f. 6. febrúar 1975. Maður hennar er Arnsteinn Ingi Jóhannsson.

Þórdís varð stúdent í M.A. 1983, lauk B.Sc.-prófi í hjúkrunarfræði í H.Í. vorið 1988, lauk M.Sc.-prófi í svæfingahjúkrun í H.Í. 2014.
Hún var hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild Lsp sumrin 1986, 1987 og 1988 og mars til júlí 1989. Hún vann á gjörgæsludeild Lsp 1992 til 1999, vann í Skógarbæ 1999-2000, vann á gjörgæslu Lsp 2000 til 2007, en hefur unnið á svæfingadeild Lsp frá 2005.
Þau Gunnar Þór giftu sig 1987, eignuðust þrjú börn. Þau skildu.
Þau Oddur Már eru í sambúð.

I. Maður Þórdísar, (18. júlí 1987, skildu 2018), Gunnar Þór Gunnarsson rafmagnstæknifræðingur, leiðsögumaður, f. 16. október 1964. Foreldrar hans voru Gunnar Gíslason rafvéla- og rafvirkjameistari, f. 22. janúar 1937, d. 5. ágúst 1969, og kona hans Edda Gréta Guðmundsdóttir húsfreyja, verkstæðisrekandi, starfsmaður í mötuneyti, f. 13. júlí 1938, d. 10. febrúar 2017.
Börn þeirra:
1. Októvía Edda Gunnarsdóttir kennari, leiðsögumaður, f. 20. september 1988. Sambúðarmaður hennar Ólafur Marteinsson.
2. Júlíana Sara Gunnarsdóttir leikkona, f. 21. júlí 1990. Fyrrum maður hennar Ásgrímur Geir Logason. Sambúðarmaður hennar Andri Jóhannesson.
3. Kristín Olga Gunnarsdóttir, nemi í alþjóðastjórnmálum í Khöfn, f. 13. ágúst 1996. Sambúðarmaður hennar Björn Freyr Gíslason.

II. Sambúðarmaður Þórdísar er Oddur Már Gunnarsson, f. 1. desember 1959. Foreldrar hans Gunnar Ágúst Ingvarsson, f. 3. febrúar 1927, d. 12. apríl 2012, og Þuríður Bergmann Jónsdóttir verslunar- og verkakona, f. 3. febrúar 1933, d. 21. október 2021.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið. Minning Októvíu og Eddu Grétu.
  • Prestþjónustubækur.
  • Þórdís.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.