„Bryndís Torfadóttir (sjúkraliði)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Bryndís Torfadóttir. '''Bryndís Torfadóttir''' sjúraliði fæddisst 2. febrúar 1957 á Fífilgötu 5 og lést 8. janúar 2024 á Lsp.<br> Foreldrar hennar voru Torfi Bryngeirsson frá Búastöðum, sjómaður lögreglumaður, útgrðarmaður, byggingaverktaki, afreksmaður í íþróttum, f. þar 11. nóvember 1926, d. 16. júlí 1995, og kona hans Jóhanna Pétursdóttir (Selshjáleigu)|J...) |
m (Verndaði „Bryndís Torfadóttir (sjúkraliði)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 23. janúar 2024 kl. 14:23
Bryndís Torfadóttir sjúraliði fæddisst 2. febrúar 1957 á Fífilgötu 5 og lést 8. janúar 2024 á Lsp.
Foreldrar hennar voru Torfi Bryngeirsson frá Búastöðum, sjómaður lögreglumaður, útgrðarmaður, byggingaverktaki, afreksmaður í íþróttum, f. þar 11. nóvember 1926, d. 16. júlí 1995, og kona hans Jóhanna Pétursdóttir frá Selshjáleigu í A.-Landeyjum, húsfreyja, f. 5. september 1922, d. 8. janúar 1983.
Börn Jóhönnu og Torfa:
1. Ormur Njáll Torfason, kjörbarn, verktaki, aflraunamaður, f. 28. febrúar 1950.
2. Bryndís Torfadóttir sjúkraliði, f. 2. febrúar 1957, d. 8. janúar 2024.
3. Bryngeir Torfason tölvutæknir, f. 22. apríl 1959.
4. Guðmundur Halldór Torfason starfsmaður Íþróttafélagsins Fylkis, knattspyrnumaður, f. 13. desember 1961 í Eyjum.
Bryndís var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Rvk 1971.
Hún lauk gagnfræðaprófi, lauk sjúkraliðanámi í Fjölbraut í Breiðholti 1982, síðar framhaldsnámi sjúkraliða..
Bryndís vann á Landspítalanum, flutti til Danmerkur 1983 og var sjúkraliði þar til 1988, flutti þá til Íslands og vann á hjúkrunarheimilinu Eir. Hún hóf störf hjá velferðarsviði Rvk 1. mars 1995, var þar flokksstjóri og síðar deildarstjóri heimaþjónustu í Hvassaleiti, síðan teymisstjóri í Efstaleiti.
Þau Hómgrímur giftu sig 1978, eignuðust eitt barn.
Bryndís lést 2024.
I. Maður Bryndísar, (1978), er Hólmgrímur Þorsteinsson rekstrartæknifræðingur, f. 22. september 1956. Foreldrar hans voru Þorsteinn Jósefsson frá Ormarslóni á Melrakkasléttu, f. 11. september 1914, d. 3. apríl 1970, og Svanhvít Pétursdóttir, f. 21. desember 1911 á Kollaleiru í Reyðarfirði, d. 22. september 1981.
Barn þeirra:
1. Jóhanna Ruth Hólmgrímsdóttir sálfræðingur, f. 14. ágúst 1980.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 19. janúar 2024. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.