Guðmundur H. Torfason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Halldór Torfason viðskiptahagfræðingur, knattspyrnuþjálfari víða, knattspyrnumaður, vinnur við fjármálaráðgjöf, fæddist 13. desember 1961.
Foreldrar hans Torfi Bryngeirsson sjómaður, lögreglumaður, útgerðarmaður, byggingaverktaki, afreksmaður í frjálsum íþróttum, f. 11. nóvember 1926, d. 16. júlí 1995, og kona hans Jóhanna Pétursdóttir húsfreyja, f. 5. september 1922, d. 8. janúar 1983.

Börn Jóhönnu og Torfa:
1. Ormur Njáll Torfason verktaki, aflraunamaður, f. 28. febrúar 1950. Kona hans Kristín Ársælsdóttir.
2. Bryndís Torfadóttir sjúkraliði, f. 2. febrúar 1957. Maður hennar Hólmgrímur Þorsteinsson.
3. Bryngeir Torfason tölvutæknir, f. 22. apríl 1959. Kona hans Sigrún Soffía Hreiðarsdóttir.
4. Guðmundur Halldór Torfason viðskiptahagfræðingur, knattspyrnuþjálfari víða, knattspyrnumaður, vinnur við fjármálaráðgjöf, f. 13. desember 1961 í Eyjum. Kona hans Björg Jakobína Þráinsdóttir.

Guðmundur Halldór eignaðist barn með Nönnu Björku 1984.
Þau Björg Jakobína giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Rvk.

I. Barnsmóðir Guðmundar Halldórs er Nanna Björk Gunnarsdóttir húsfreyja, verkakona í Eyjum, f. 16. ágúst 1962.
Barn þeirra:
1. Hanna Guðný Guðmundsdóttir, f. 15. ágúst 1984.

II. Kona Guðmundar Halldórs er Björg Jakobína Þráinsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 18. maí 1967. Foreldrar hennar Þráinn Karlsson, f. 9. júní 1938, og Birna Magnúsdóttir, f. 16. desember 1935.
Börn þeirra:
2. Birna Guðmundsdóttir, f. 7. desember 1994.
3. Nikulás Torfi Guðmundsson, f. 15. desember 1998.
4. Ísak Þráinn Guðmundsson, f. 18. október 2001.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.