„Hjörtur Guðnason (sjómaður)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 23: Lína 23:
4. [[Viktor Hjartarson|Hermann Viktor Hjartarson]], f. 31. mars 1951 í Höfða. Kona hans [[Ágústa Magnúsdóttir (Hamri)|Ágústa Magnúsdóttir]].<br>
4. [[Viktor Hjartarson|Hermann Viktor Hjartarson]], f. 31. mars 1951 í Höfða. Kona hans [[Ágústa Magnúsdóttir (Hamri)|Ágústa Magnúsdóttir]].<br>
5. [[Hjördís Hjartardóttir]] húsfreyja, f. 16. ágúst 1952 í Höfða. Maður hennar [[Finnur Jóhannsson]].<br>
5. [[Hjördís Hjartardóttir]] húsfreyja, f. 16. ágúst 1952 í Höfða. Maður hennar [[Finnur Jóhannsson]].<br>
6. [[Guðni Hjartarson]], f. 8. nóvember 1961 á Brimhólabraut 31. Sambúðarkona hans [[Rósa Benónýsdóttir]]. Kona hans [[Hafdís  
6. [[Guðni Hjartarson]], f. 8. nóvember 1961 á Brimhólabraut 31. Sambúðarkona hans [[Rósa Benónýsdóttir]]. Kona hans  
  Sólveig Sveinbjörnsdóttir]].
[[Hafdís  Sólveig Sveinbjörnsdóttir]].


{{Heimildir|
{{Heimildir|

Útgáfa síðunnar 16. janúar 2024 kl. 15:29

Guðni Hjörtur Guðnason.

Guðni Hjörtur Guðnason frá Barðsnesi í Norðfirði, sjómaður fæddist þar 7. júlí 1922 og lést 24. janúar 2008 á Heilbrigðisstofnuninni.
Foreldrar hans voru Guðni Sveinsson frá Barðsnesi, sjómaður, f. þar 6. maí 1894, d. 15. nóvember 1975 og kona hans Jóhanna Júlíana Ingvarsdóttir frá Hellnahóli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. þar 1. október 1901, d. 2. nóvember 1937 í Neskaupstað.

Börn Jóhönnu Júlíönu og Guðna Sveinssonar:
1. Guðni Hjörtur Guðnason sjómaður, vélstjóri, f. 7. júlí 1922 á Barðsnesi, d. 24. janúar 2008. Kona hans Jóna Karólína Magnúsdóttir.
2. Ástþór Guðnason skipstjóri, f. 14. maí 1928, d. 2. febrúar 2012. Kona hans Þórunn Ingólfsdóttir.
3. Ríkey Guðrún Guðnadóttir, f. 14. júlí 1931 í Sólheimi í Norðfirði, d. 17. janúar 1936.
Börn Guðna af fyrra hjónabandi hans:
4. Guðrún Aðalbjörg Guðnadóttir, Ásbyrgi í Norðfirði, f. 11. apríl 1918, d. 2002.
5. Aðalbjörg Guðný Guðnadóttir Kúld, f. 11. apríl 1918, d. 12. maí 1979. Maður hennar Arinbjörn S.E. Kúld.

Hjörtur var með foreldrum sínum fram á unglingsár, en móðir hans lést, er Hjörtur var á sextánda árinu.
Hann var með foreldrum sínum á Barðsnesi og í Neskaupstað, réð sig á færeyska skútu og stundaði sjómennsku frá Færeyjum í fyrstu. Hann fluttist til Eyja og stundaði sjómennsku stærstan hluta ævinnar, en síðan vann hann hjá Lifrarsamlaginu.
Þau Jóna Karólína voru í sambúð, eignuðust sex börn, en misstu fyrsta barnið á fyrsta ári þess. Þau bjuggu í Gerði 1941, í Ásgarði 1945, Bjarma við Miðstræti 4 1948, í Höfða við Hásteinsveg 21 1949 og 1952, Brimhólabraut 28 1972.
Guðni Hjörtur lést 2008 og Jóna Karólína 2009.

I. Sambúðarkona Guðna Hjartar er Jóna Karólína Magnúsdóttir frá Hrafnabjörgum, f. 10. júní 1922, d. 30. janúar 2009.
Börn þeirra:
1. Drengur, f. 10. desember 1941 í Gerði, d. 1942.
2. Jóhann Ríkharð Hjartarson, f. 19. maí 1943 í Ásgarði. Kona hans Þórunn Gunnarsdóttir.
3. Kristín Björg Hjartardóttir húsfreyja, f. 15. júní 1948 í Bjarma. Maður hennar Sveinbjörn Jónsson.
4. Hermann Viktor Hjartarson, f. 31. mars 1951 í Höfða. Kona hans Ágústa Magnúsdóttir.
5. Hjördís Hjartardóttir húsfreyja, f. 16. ágúst 1952 í Höfða. Maður hennar Finnur Jóhannsson.
6. Guðni Hjartarson, f. 8. nóvember 1961 á Brimhólabraut 31. Sambúðarkona hans Rósa Benónýsdóttir. Kona hans Hafdís Sólveig Sveinbjörnsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 17. febrúar 2008. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.