„Heinrich Tegeder“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Gerhard Diedrich Heinrich Tegeder (Hinrik Hinriksson)''' frá Wesermunde í Þýskalandi, sjómaður, starfsmaður í afgreiðslu m.s. Herjólfs fæddist 17. október 1911 í Wulsdorf og lést 21. desember 1976.<br> Hann ólst upp í Bremerhaven. Faðir hans var skipasmiður . Hann hóf nám í skipatæknifræði, en varð að hætta námi vegna fjárhagslegra afleiðinga heimskreppunnar. Hann varð sjómaður, réðst á togara, sem stundaði veiðar á Íslandsmiðum. Þ...)
 
m (Verndaði „Gerhard Diedrich Heinrich Tegeder“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 12. nóvember 2023 kl. 13:50

Gerhard Diedrich Heinrich Tegeder (Hinrik Hinriksson) frá Wesermunde í Þýskalandi, sjómaður, starfsmaður í afgreiðslu m.s. Herjólfs fæddist 17. október 1911 í Wulsdorf og lést 21. desember 1976.
Hann ólst upp í Bremerhaven. Faðir hans var skipasmiður . Hann hóf nám í skipatæknifræði, en varð að hætta námi vegna fjárhagslegra afleiðinga heimskreppunnar. Hann varð sjómaður, réðst á togara, sem stundaði veiðar á Íslandsmiðum. Það var í einni slíkri veiðiferð, sem Heinz varð fyrir slysi og varð að flytja hann í land hér í Eyjum. Ólafur Lárusson læknir rak þá sjúkrastofur að Arnardrangi. Þar var Heinz lagður inn og fékk bót meina sinna.
Þau Sigurást (Ásta) giftu sig, fluttu til Þýskalands 1938, eignuðust Eddu þar 1939. Þau komu til landsins í heimsókn skömmu fyrir Heimstyrjöldina 1940-1945. Heinrich var tekinn til fanga á Háeyri af Bretum 1940 og fluttur til Skotlands og síðan til eyjarinnar Mön í Írlandshafi og haldið þar föngnum í fimm ár. Hann var fluttur til Svíþjóðar í fangaskiptum og síðan til Þýskalands. Hann strauk til Íslands með þýskum togara 1947, kom á land á Eiðinu og ,,birtist í svefnherbergisdyrunum hjá mömmu og okkur Herdísi systur minni“, segir Edda dóttir þeirra. Þau Heinrich bjuggu á Háeyri í fyrstu, í Sætúni við fæðingu Guðmundar 1949, en voru komin að Brekastíg 35 við fæðingu Maríu 1952.
Heinrich stundaði sjómennsku í Eyjum, var m.a. á Sídon VE 29 með Angantý Elíassyni, var slippstjóri hjá Ársæli Sveinssyni og afgreiðslumaður á Skipaafgreiðslu Hafnarsjóðs. Einnig vann hann við netagerð og viðgerðir hjá útgerð Emils Andersens.
Heinrich lést 1976 og Sigurást 1991.

I. Kona Heinrichs, (1938 í Þýskalandi), var Sigurást Þóranna Guðmundsdóttir Tegeder frá Háeyri, húsfreyja, f. þar 12. nóvember 1915, d. 18. maí 1991.
Börn þeirra:
1. Edda Tegeder húsfreyja, f. 7. apríl 1939 í Bremerhaven í Þýskalandi, býr nú á Eyjahrauni 7. Maður hennar var Haraldur Traustason.
2. Herdís Tegeder húsfreyja, f. 26. september 1940 á Háeyri, Vesturvegi 11, d. 8. júní 2019. Maður hennar var Sveinn Adolf Sigurjónsson, látinn. Sambýlismaður hennar er Hermann Kristján Jónsson.
3. Guðmundur Heinrich Tegeder verkamaður, f. 15. júlí 1949 á Sætúni, Bakkastíg 10, d. 12. apríl 2011. Kona hans er Jólína Bjarnason frá Færeyjum.
4. María Tegeder húsfreyja, f. 5. nóvember 1952 að Brekastíg 35. Barnsfaðir hennar Ólafur Friðrik Guðjónsson. Fyrri maður hennar var Þorsteinn Nielsen. Maður hennar er Guðlaugur Friðþórsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.