„Hafsteinn Hermanníusson“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|150px|''Gunnar Hafsteinn Hermanníusson. '''Gunnar ''Hafsteinn'' Hermanníusson''' sjómaður, verkamaður fæddist 30. júní 1948 í Reykjavík og lést 1. maí 2006.<br> Foreldrar hans voru Hermanníus Marinó Jónsson verkamaður í Reykjavík, f. 12. júní 1900, d. 10. desember 1972, og kona hans Kristín Ólafía Bjarnardóttir húsfeyja, f. 22. nóvember 1905 í Hraunmúla í Staðarsveit á Snæfellsnesi, d. 30. desember 198...) |
m (Verndaði „Hafsteinn Hermanníusson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 1. september 2023 kl. 14:19
Gunnar Hafsteinn Hermanníusson sjómaður, verkamaður fæddist 30. júní 1948 í Reykjavík og lést 1. maí 2006.
Foreldrar hans voru Hermanníus Marinó Jónsson verkamaður í Reykjavík, f. 12. júní 1900, d. 10. desember 1972, og kona hans Kristín Ólafía Bjarnardóttir húsfeyja, f. 22. nóvember 1905 í Hraunmúla í Staðarsveit á Snæfellsnesi, d. 30. desember 1980.
Hafsteinn vann hjá Reykjavíkurhöfn og var matsveinn til sjós, en vann á lyftara í landi, flutti til Eyja, en eftir skilnað við Svövu, flutti hann til Reykjavíkur, var þar málari.
Þau Kristbjörg giftu sig 1970, eignuðust eitt barn, en skildu.
Þau Svava hófu sambúð, eignuðust eitt barn, en slitu samvistir 1995.
Hafsteinn lést 2006.
I. Fyrrum kona hans, (1970) Kristbjörg Júlíana Sveinsdóttir, f. 4. október 1950 í Reykjavík, d. 18. júlí 2018. Foreldrar hennar voru Sveinn Gestur Guðmundsson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. þar 2. ágúst 1926, d. 1. júní 2003, og Valgerður Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 2. mars 1918 í Skoruvík á Langanesi, d. 27. september 1988.
Barn þeirra:
1. Sóley María Hafsteinsdóttir húsfreyja, f. 28. ágúst 1972. Fyrrum maður hennar Óðinn Magnússon. Sambúðarmaður Sigurbjörn Hilmarsson.
II. Sambúðarkona Hafsteins, (slitu), er Svava Vilborg Ólafsdóttir, f. 30. ágúst 1968 í Eyjum. Foreldrar hennar Ólafur Vilhelm Vigfússon, f. 2. apríl 1944 í Vopnafirði, d. 16. apríl 1998, og kona hans Nína Kristín Guðnadóttir húsfreyja, f. 21. apríl 1944 í Eyjum.
Barn þeirra:
2. Hreinn Marinó Hafsteinsson, f. 6. júní 1991 í Eyjum
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 9. maí 2006. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.