Ólafur Vigfússon (Sigtúni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Vilhelm Vigfússon frá Vopnafirði, verkamaður fæddist 2. apríl 1944 á Vopnafirði og lést 16. apríl 1998.
Foreldrar hans voru Friðrik Vigfús Sigbjörnsson sjómaður, f. 25. júní 1915, d. 20. maí 2000, og kona hans Vilborg Stefanía Sigurðardóttir húsfreyja, f. 24. september 1921, d. 4. febrúar 1969.

Ólafur var með foreldrum sínum, í Ásgarði 1947 og Sigurðarhúsi í Vopnafirði 1954.
Hann flutti til Eyja, giftist Nínu Kristínu 1965. Þau eignuðus tvö börn, en skildu 1973.
Ólafur flutti til Keflavíkur. Hann lést 1998.

I. Kona Ólafs, (31. desember 1965), er Nína Kristín Guðnadóttir frá Fögruvöllum, húsfreyja, f. 21. apríl 1944. Þau skildu.
Börn þeirra:
1. Guðni Ólafsson verkstjóri á Sauðárkróki, f. 16. mars 1965 á Fögruvöllum. Kona hans Edda María Valgarðsdóttir
2. Svava Vilborg Ólafsdóttir fiskverkakona, starfsmaður á dvalarheimili í Keflavík, f. 10. ágúst 1968. Sambúðarmaður hennar Eiríkur Waltersson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.