„Einar Gylfi Jónsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Einar Gylfi Jónsson. '''Einar Gylfi Jónsson''' sálfræðingur, kennari fæddist 1. september 1950 í Húsavík við Urðaveg 28a.<br> Foreldrar hans voru Jón Ólafur Kjartansson frá Húsavík, sjómaður, vélstjóri, verkalýðsleiðtogi, f. 16. júlí 1930, d. 13. desember 2016, og kona hans Sigríður Angantýsdóttir húsfreyja,...)
 
m (Verndaði „Einar Gylfi Jónsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 10. júlí 2023 kl. 20:00

Einar Gylfi Jónsson.

Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur, kennari fæddist 1. september 1950 í Húsavík við Urðaveg 28a.
Foreldrar hans voru Jón Ólafur Kjartansson frá Húsavík, sjómaður, vélstjóri, verkalýðsleiðtogi, f. 16. júlí 1930, d. 13. desember 2016, og kona hans Sigríður Angantýsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 1. apríl 1932 á Geirseyri við Strandveg 18, d. 18. desember 1983.

Börn Sigríðar og Jóns:
1. Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur í Reykjavík, f. 1. september 1950 í Húsavík.
2. Kjartan Jónsson netagerðarmaður á Stokkseyri, gangavörður í Reykjavík, f. 5. október 1952 á Skjaldbreið.
3. Helga Jónsdóttir húsfreyja, framkvæmdastjóri í Eyjum, f. 11. ágúst 1955 á Skjaldbreið.
4. Ástþór Jónsson stýrimaður og útgerðarmaður, verslunarstjóri, f. 26. ágúst 1957 á Skjaldbreið.
5. Heimir Jónsson stýrimaður, tölvufræðingur, forstöðumaður, f. 13. desember 1963 í Húsavík.
6. Jóhanna Ýr Jónsdóttir húsfreyja, sagnfræðingur, þýðandi, f. 25. nóvember 1974 á Sjúkrahúsinu.

Einar Gylfi var með foreldrum sínum, í Húsavík, á Skjaldbreið við Urðaveg 36 og í Hjarðarholti við Vestmannabraut 69.
Hann lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1966, kennaraprófi 1971, varð stúdent í K.Í. 1972, lauk B.A.-prófi í sálarfræði í H.Í. 1975 og varð sálfræðingur (cand. psych.) í Árósaháskóla 1979.
Hann var forfallakennari í Ármúlaskóla í Rvk 1972-1973, kennari þar 1973-1974, kennari í Nýja hjúkrunarskólanum 1980-1981, og hefur kennt á námskeiðum. Hann hefur verið sálfræðingur við Áfengisdeildir ríkisins 1979-1982 og við Félagsmálastofnun Kópavogs frá 1982- 1984, starfaði við unglingadeild Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar 1984-1987, forstjóri Unglingaheimilis Ríkisins 1988-1993. Hann vann sjálfstætt frá 1993, rak með öðrum fyrirtækið Líf og sál, hætti störfum 2022.
Þau Guðrún giftu sig 1973, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Ingibjörg giftu sig 1983, eignuðust tvö börn.
Ingbjörg lést 2022.

I. Kona Einars Gylfa, (17. nóvember 1973, skildu), Guðrún Jóhannsdóttir skrifstofumaður, f. 9. desember 1952. Foreldrar hennar Jóhann Gíslason deildarstjóri, f. 1. maí 1925, d. 9. maí 1968, og kona hans Vijborg Guðrún Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 29. mars 1930.
Börn þeirra:
1. Atli Freyr Einarsson forstjóri í Danmörku, f. 17. ágúst 1975. Kona hans Anna Svandís Gísladóttir.
2. Hjalti Már Einarsson viðskiptaþróunarstjóri og meðeigandi fyrirtækis, f. 29. september 1978. Kona hans Linda Ósk Þorleifsdóttir.

II. Kona Einars Gylfa, (20. maí 1983), var Ingibjörg Pétursdóttir iðjuþjálfi, f. 20. september 1948, d. 18. mars 2022. Foreldrar hennar voru Pétur Guðmundsson skipstjóri, f. 18. desember 1917, d. 21. maí 1984, og kona hans Kristjana Margrét Sigurðardóttir húsfreyja, verslunarkona, f. 15. júní 1916, d. 23. september 2006.
Börn þeirra:
3. Pétur Einarsson aðstoðarverslunarstjóri, er í námi í mannauðsstjórnun, f. 16. júlí 1984. Kona hans Halla Þórarinsdóttir.
4. Sigríður Margrét Einarsdóttir náms- og starfsráðgjafi hjá H.Í., f. 9. nóvember 1987. Maður hennar Aron Steinn Ásbjarnarson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Einar Gylfi.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 1. apríl 2022. Minning Ingibjargar Pétursdóttur.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.