„Anna Hjálmarsdóttir (skrifstofumaður)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Anna Hjálmarsdóttir''' húsfreyja, skrifstofumaður fæddist 16. desember 1929 á Kalmanstjörn við Vestmannabraut 3.<br> Foreldrar hennar voru Hjálmar Eiríksson frá Vegamótum, skrifstofumaður, verslunarstjóri, f. 25. janúar 1900, d. 18. ágúst 1940, og kona hans Jóna Kristinsdóttir frá Steinakoti á Árskógsströnd í Eyjafirðir, ljósmóðir, f. 21. desember...)
 
m (Verndaði „Anna Hjálmarsdóttir (skrifstofumaður)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 27. apríl 2023 kl. 16:15

Anna Hjálmarsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður fæddist 16. desember 1929 á Kalmanstjörn við Vestmannabraut 3.
Foreldrar hennar voru Hjálmar Eiríksson frá Vegamótum, skrifstofumaður, verslunarstjóri, f. 25. janúar 1900, d. 18. ágúst 1940, og kona hans Jóna Kristinsdóttir frá Steinakoti á Árskógsströnd í Eyjafirðir, ljósmóðir, f. 21. desember 1895, d. 27. október 1975.

Börn Jónu og Hjálmars:
1. Sigurbjörg deildarritari, f. 2. apríl 1923 á Vegamótum, d. 1. maí 2010, gift Viggó Einarssyni flugvirkja.
2. Eiríkur skrifstofumaður, f. 4. júlí 1924 á Stað, d. 5. september 1971, kvæntur Hlíf Erlendsdóttur frá Keflavík, látin.
3. Helga Ágústa aðalgjaldkeri á skrifstofu Ríkisspítalanna, f. 2. júlí 1927 í Heiðarbýli við Brekastíg 6, d. 7. júlí 2004, gift Árna Friðjónssyni flugmanni, útgerðarmanni, skrifstofumanni.
4. Anna skrifstofumaður í Hafnarfirði, f. 16. desember 1929 á Kalmanstjörn við Vestmannabraut 3, gift Kristleifi Einarssyni eftirlitsmanni hjá Íslenzka Álfélaginu í Straumsvík.
5. Ása gjaldkeri hjá Áfengis- og tóbaksverzlun Ríkisins, f. 4. maí 1931 á Kalmanstjörn, d. 1. mars 2011, gift Hauki Ingimarssyni bifreiðasmið.
6. Fríða Kristbjörg læknaritari á Landspítalanum, f. 4. febrúar 1935 á Faxastíg2, d. 23. september 2021, gift (skildu) Birgi Matthíasi Indriðasyni matsveini í Reykjavík.

Anna var með foreldrum sínum, en faðir hennar lést, er hún var á ellefta árinu. Hún var með móður sinni við Faxastíg 2.
Hún flutti til Reykjavíkur með móður sinni 1949.
Anna vann skrifstofustörf.
Þau Kristleifur giftu sig 1953, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu lengst í Hafnarfirði, á Smyrlahrauni þar og síðan á Þrúðvangi.
Kristleifur lést 2023.

I. Maður Önnu, (6. júní 1953), var Kristleifur Einarsson stýrimaður, kaupmaður, verkstjóri, húsvörður, f. 28. febrúar 1932 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Einar J. Einarsson, f. 10. nóvember 1898, d. 9. september 1976, og kona hans Ástríður Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 19. maí 1904, d. 16. júní 1986.
Börn þeirra:
1. Guðjón Kristleifsson, f. 7. maí 1953. Kona hans Esther Þorvaldsdóttir.
2. Helga Kristleifsdóttir, f. 10. maí 1957. Maður hennar Ellert Ellertsson.
3. Einar Kristleifsson, f. 25. september 1959.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.