„Guðlaugur Gíslason (alþingismaður)“: Munur á milli breytinga
mEkkert breytingarágrip |
m (orðabrengl) |
||
Lína 14: | Lína 14: | ||
Hann var alþingismaður Vestmannaeyinga frá 1959 til 1978. Hann var fyrst kosinn á Alþingi í vorkosningunum 1959 þegar Vestmannaeyjar voru síðast sérstakt kjördæmi og síðan af lista [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]] í Suðurlandskjördæmi. | Hann var alþingismaður Vestmannaeyinga frá 1959 til 1978. Hann var fyrst kosinn á Alþingi í vorkosningunum 1959 þegar Vestmannaeyjar voru síðast sérstakt kjördæmi og síðan af lista [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]] í Suðurlandskjördæmi. | ||
Guðlaugur tók þátt í ýmis konar nefndar- og stjórnarstörfum og er þetta hluti af þeim störfum: | |||
* Í bankaráði Útvegsbanka Íslands 1961-1980. | * Í bankaráði Útvegsbanka Íslands 1961-1980. |
Útgáfa síðunnar 15. október 2006 kl. 21:57
Guðlaugur Gíslason fæddist á Stafnesi í Miðneshreppi þann 1. ágúst árið 1908 og lést þann 6. mars 1992. Foreldrar hans voru Gísli Geirmundarsson (f. 19. janúar 1874, d. 9. júlí 1919) útvegsbóndi og Þórunn Jakobína Hafliðadóttir (fædd 30. janúar 1875, d. 27. maí 1965). Guðlaugur kvæntist Sigurlaugu (f. 28. janúar 1911) sem var dóttir Jóns Hinrikssonar kaupfélagsstjóra í Vestmannaeyjum og Ingibjargar Theodórsdóttur Mathiesen. Börn þeirra voru Dóra, Jakobína, Gísli Geir, Ingibjörg, Anna Þuríður og Jón Haukur.
Menntun og störf
Guðlaugur stundaði nám í Köbmandsskolen í Kaupmannahöfn 1930 til 1931 og lauk þaðan prófi. Hann var kaupmaður í Vestmannaeyjum frá 1932 til 1934 og síðan aftur frá 1948 til 1954. Guðlaugur var ráðinn bæjargjaldkeri Vestmannaeyja árið 1934 og var það til ársins 1937 og síðan hafnargjaldkeri 1937 til 1938. Hann var kaupfélagsstjóri Neytendafélags Vestmannaeyja á árunum 1938 til 1942. Guðlaugur var framkvæmdastjóri útgerðarfélaganna Sæfells hf. og Fells hf. frá 1942 til 1948.
Guðlaugur var bæjarstjóri í Vestmannaeyjum 1954 til 1966. Hann átti sæti í bæjarstjórn Vestmannaeyja 1938 til 1946 og 1950 til 1966. Hann var vararæðismaður Svíþjóðar 1944 til 1975.
Á því tímabili sem Guðlaugur var bæjarstjóri í Vestmannaeyjum var mikið framkvæmda-og framfaraskeið í sögu bæjarins. Þá var höfnin byggð upp, lagður grunnur að vatnsveitunni, gatnakerfi bæjarins malbikað, stofnað náttúrugripasafn og Stýrimannaskólinn, auk þess sem þá komu Herjólfur og Lóðsinn.
Á æviferli sínu hafði Guðlaugur komið víða við áður hann gerðist atvinnustjórnmálamaður, hann hafði verið vélsmiður, kranastjóri, bæjargjaldkeri, kaupfélagsstjóri, kaupmaður og þáttakandi í fiskútflutningi í stríðinu.
Alþingisstörf
Hann var alþingismaður Vestmannaeyinga frá 1959 til 1978. Hann var fyrst kosinn á Alþingi í vorkosningunum 1959 þegar Vestmannaeyjar voru síðast sérstakt kjördæmi og síðan af lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi.
Guðlaugur tók þátt í ýmis konar nefndar- og stjórnarstörfum og er þetta hluti af þeim störfum:
- Í bankaráði Útvegsbanka Íslands 1961-1980.
- Í Fiskveiðilaganefnd árið 1971 og 1975.
- Í milliþinganefnd um samgöngumál Vestmannaeyinga árið 1972.
- Í stjórn Viðlagasjóðs 1973.
- Í sjávarútvegs-, samgöngumála-, fjárhags-, heilbrigðis- og félagsmálanefnd 1959-1971.
Heimildir
- Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.
- Guðlaugur Gíslason: Guðlaugs saga Gíslasonar. Endurminningar frá Eyjum og Alþingi. Reykjavík, 1983.
- Haraldur Guðnason. Við Ægisdyr: Saga Vestmannaeyjabæjar í 60 ár, II. bindi. Reykjavík, Vestmannaeyjabær, 1991.